„Getum alveg átt von á svona atburðum eins og nágrannaþjóðir okkar“ Ellen Geirsdóttir Håkansson og Snorri Másson skrifa 22. september 2022 19:34 Katrín segist hafa frétt af málinu í gær. Stöð 2 Tveir íslenskir karlmenn á þrítugsaldri eru í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa skipulagt hryðjuverk hér á Íslandi. Að sögn lögreglu má ætla að áformuð hryðjuverk hafi jafnvel beinst gegn Alþingi, stjórnmálamönnum eða lögreglunni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir atburðinn gríðarlega alvarlegan. Í samtali við fréttastofu segir Katrín Jakobsdóttir að hún hafi frétt af málinu í gær en í kjölfarið hafi fulltrúar í þjóðaröryggisráði verið látin vita. Mál sem þessi sem hún segir megi skilgreina sem hryðjuverk, varði þjóðaröryggi. „Auðvitað verður manni illa við. Hins vegar er það auðvitað svo, dapurlegt sem það nú er, að við Íslendingar getum alveg átt von á svona atburðum eins og nágrannaþjóðir okkar auðvitað hafa upplifað,“ segir Katrín. Aðspurð hvort þetta sé nýr veruleiki sem Íslendingar eigi að venjast segir Katrín atburðinn gríðarlega alvarlegan. Málið sé enn til rannsóknar en erfitt sé að taka utan um mál sem þessi þar sem vopnin séu heimatilbúin. „Það er ekki hægt til dæmis að fylgjast með innflutningi eins og hefðin hefur verið hingað til, heldur er þetta er búið til með löglegum tólum og tækjum. En ég vil segja það að lögreglan auðvitað stóð sig gríðarlega vel í að taka utan um mjög hættulega stöðu,“ segir Katrín. Hún svarar því ekki hvort henni eða öðrum stjórnmálamönnum hafi verið ógnað en staðfestir að nokkrar stofnanir ríkisins hafi verið taldar í hættu. Hún segir skipta máli að lært sé af atburðum sem þessum og að lögreglan sé efld til þess að megi takast á við atburði sem þessa. Viðtalið við forsætisráðherra má sjá hér að ofan en það hefst á 06:52. Skotvopn Lögreglan Lögreglumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Erlent Fleiri fréttir Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Sjá meira
Í samtali við fréttastofu segir Katrín Jakobsdóttir að hún hafi frétt af málinu í gær en í kjölfarið hafi fulltrúar í þjóðaröryggisráði verið látin vita. Mál sem þessi sem hún segir megi skilgreina sem hryðjuverk, varði þjóðaröryggi. „Auðvitað verður manni illa við. Hins vegar er það auðvitað svo, dapurlegt sem það nú er, að við Íslendingar getum alveg átt von á svona atburðum eins og nágrannaþjóðir okkar auðvitað hafa upplifað,“ segir Katrín. Aðspurð hvort þetta sé nýr veruleiki sem Íslendingar eigi að venjast segir Katrín atburðinn gríðarlega alvarlegan. Málið sé enn til rannsóknar en erfitt sé að taka utan um mál sem þessi þar sem vopnin séu heimatilbúin. „Það er ekki hægt til dæmis að fylgjast með innflutningi eins og hefðin hefur verið hingað til, heldur er þetta er búið til með löglegum tólum og tækjum. En ég vil segja það að lögreglan auðvitað stóð sig gríðarlega vel í að taka utan um mjög hættulega stöðu,“ segir Katrín. Hún svarar því ekki hvort henni eða öðrum stjórnmálamönnum hafi verið ógnað en staðfestir að nokkrar stofnanir ríkisins hafi verið taldar í hættu. Hún segir skipta máli að lært sé af atburðum sem þessum og að lögreglan sé efld til þess að megi takast á við atburði sem þessa. Viðtalið við forsætisráðherra má sjá hér að ofan en það hefst á 06:52.
Skotvopn Lögreglan Lögreglumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Erlent Fleiri fréttir Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Sjá meira