Ætla ekki að hækka hættumat vegna hryðjuverkaógnar Samúel Karl Ólason skrifar 22. september 2022 19:04 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri. Vísir/Vilhelm Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, segir að ekki standi til að hækka hættumat vegna hryðjuverkaógnar í tengslum við handtökurnar í gær. Aðgerðir sérsveitar ríkislögreglustjóra hafi verið vel heppnaðar og að gripið hafi verið inn í, áður en eitthvað gerðist. Fjórir íslenskir menn á þrítugsaldri eru grunaðir um að hafa undirbúið hryðjuverk hér á landi og voru þeir handteknir í umfangsmiklum aðgerðum sérsveitar ríkislögreglustjóra í gær. Sjá einnig: Mögulegt að árásin hefði beinst gegn Alþingi eða lögreglu Þetta er í fyrsta sinn sem lögreglan rannsakar brot af þessu tagi á Íslandi. „Auðvitað er þetta í fyrsta sinn sem það reynir á þessa tegund af brotum hér á landi,“ sagði Sigríður í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún sagði lögregluna vilja segja sem minnst um atvikið í bili, vegna þess að stíga þyrfti varlega til jarðar vegna viðkvæmra rannsóknarhagsmuna. Það tímabil myndi að minnstu vara út gæsluvarðshaldstímabil mannanna tveggja sem hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Annar hefur verið úrskurðaður í einnar viku gæsluvarðhald og hinn í tvær vikur. „Ég vona að við getum sagt meira fljótlega,“ sagði Sigríður. Hættan vegna hryðjuverkastarfsemi áfram talin lítil Varðandi fregnir um það að mennirnir hafi mögulega tengst norrænum fjar-hægri öfgahópum og varðandi það hvort þetta sé nýr veruleiki sem Íslendingar þurfa að búa við segir Sigríður að embætti ríkislögreglustjóra geri reglulegt hættumat vegna hryðjuverkastarfsemi og skipulagðri glæpastarfsemi. „Þetta hefur verið þannig hér á landi að ógnin vegna skipulagðrar brotastarfsemi hafi verið talin talsvert mikil en ógnin af hryðjuverkastarfsemi frekar lítil,“ segir Sigríður. Hún segir það byggja á þeim upplýsingum sem embættið hafi á hverri stundu og þær komi meðal annars til vegna alþjóðlegs samstarfs ríkislögreglustjóra. „Við ætlum ekki að breyta hættumatinu á þessari stundu, þannig að það er enn metin lítil áhætta. En, það sem er að gerast í Evrópu er að það er vaxandi hægri öfgahyggja. Við sjáum fleiri tilvik þar og það sem kallast „einmana-úlfar“ á íslensku, sem eru kannski einn eða fáir sem eru með hugmyndafræðilega nálgun sem getur verið af ýmsum toga eins og við höfum séð á Norðurlöndunum.“ „Þetta er eitthvað sem við höfum vitað að gæti gerst hér og höfum undirbúið okkur að hluta, til dæmis með því að fjölga lögreglumönnum,“ sagði Sigríður. Hún sagði lögregluna standa frammi fyrir allskyns áskorunum og nefndi hátt hlutfall af kynbundnu ofbeldi og að hér væri fólk sem væri í leit að betra lífi sem þyrfti að passa upp á að væri ekki hagnýtt og annað. Sigríður sagði að embætti ríkislögreglustjóra hefði átt í góðu samstarfi við önnur lögreglulið og saksóknara vegna aðgerðanna í gær. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Skotvopn Lögreglan Tengdar fréttir Grunaðir um að undirbúa hryðjuverk Tveir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald eftir umfangsmiklar aðgerðir lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í dag. Lögreglu grunar að mennirnir hafi haft í hyggju að undirbúa hryðjuverk hér á landi sem áttu að beinast gegn borgurum og stofnunum ríkisins. 22. september 2022 15:15 „Þurfum að fara að stíga fast til jarðar“ Fjórir voru handteknir í gær vegna gruns um skipulagða glæpastarfsemi og viðamikil vopnalagabrot. Sérsveit tók þátt í aðgerðum, sem eru taldar hafa orðið til þess að afstýra hættuástandi á staðnum. Dómsmálaráðherra segir komið að því að stíga fast til jarðar í baráttunni við glæpahópa. Lögregla reiknar með að boða til blaðamannafundar í dag vegna aðgerðanna í gær. 22. september 2022 11:32 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt Sjá meira
Fjórir íslenskir menn á þrítugsaldri eru grunaðir um að hafa undirbúið hryðjuverk hér á landi og voru þeir handteknir í umfangsmiklum aðgerðum sérsveitar ríkislögreglustjóra í gær. Sjá einnig: Mögulegt að árásin hefði beinst gegn Alþingi eða lögreglu Þetta er í fyrsta sinn sem lögreglan rannsakar brot af þessu tagi á Íslandi. „Auðvitað er þetta í fyrsta sinn sem það reynir á þessa tegund af brotum hér á landi,“ sagði Sigríður í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún sagði lögregluna vilja segja sem minnst um atvikið í bili, vegna þess að stíga þyrfti varlega til jarðar vegna viðkvæmra rannsóknarhagsmuna. Það tímabil myndi að minnstu vara út gæsluvarðshaldstímabil mannanna tveggja sem hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Annar hefur verið úrskurðaður í einnar viku gæsluvarðhald og hinn í tvær vikur. „Ég vona að við getum sagt meira fljótlega,“ sagði Sigríður. Hættan vegna hryðjuverkastarfsemi áfram talin lítil Varðandi fregnir um það að mennirnir hafi mögulega tengst norrænum fjar-hægri öfgahópum og varðandi það hvort þetta sé nýr veruleiki sem Íslendingar þurfa að búa við segir Sigríður að embætti ríkislögreglustjóra geri reglulegt hættumat vegna hryðjuverkastarfsemi og skipulagðri glæpastarfsemi. „Þetta hefur verið þannig hér á landi að ógnin vegna skipulagðrar brotastarfsemi hafi verið talin talsvert mikil en ógnin af hryðjuverkastarfsemi frekar lítil,“ segir Sigríður. Hún segir það byggja á þeim upplýsingum sem embættið hafi á hverri stundu og þær komi meðal annars til vegna alþjóðlegs samstarfs ríkislögreglustjóra. „Við ætlum ekki að breyta hættumatinu á þessari stundu, þannig að það er enn metin lítil áhætta. En, það sem er að gerast í Evrópu er að það er vaxandi hægri öfgahyggja. Við sjáum fleiri tilvik þar og það sem kallast „einmana-úlfar“ á íslensku, sem eru kannski einn eða fáir sem eru með hugmyndafræðilega nálgun sem getur verið af ýmsum toga eins og við höfum séð á Norðurlöndunum.“ „Þetta er eitthvað sem við höfum vitað að gæti gerst hér og höfum undirbúið okkur að hluta, til dæmis með því að fjölga lögreglumönnum,“ sagði Sigríður. Hún sagði lögregluna standa frammi fyrir allskyns áskorunum og nefndi hátt hlutfall af kynbundnu ofbeldi og að hér væri fólk sem væri í leit að betra lífi sem þyrfti að passa upp á að væri ekki hagnýtt og annað. Sigríður sagði að embætti ríkislögreglustjóra hefði átt í góðu samstarfi við önnur lögreglulið og saksóknara vegna aðgerðanna í gær.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Skotvopn Lögreglan Tengdar fréttir Grunaðir um að undirbúa hryðjuverk Tveir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald eftir umfangsmiklar aðgerðir lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í dag. Lögreglu grunar að mennirnir hafi haft í hyggju að undirbúa hryðjuverk hér á landi sem áttu að beinast gegn borgurum og stofnunum ríkisins. 22. september 2022 15:15 „Þurfum að fara að stíga fast til jarðar“ Fjórir voru handteknir í gær vegna gruns um skipulagða glæpastarfsemi og viðamikil vopnalagabrot. Sérsveit tók þátt í aðgerðum, sem eru taldar hafa orðið til þess að afstýra hættuástandi á staðnum. Dómsmálaráðherra segir komið að því að stíga fast til jarðar í baráttunni við glæpahópa. Lögregla reiknar með að boða til blaðamannafundar í dag vegna aðgerðanna í gær. 22. september 2022 11:32 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt Sjá meira
Grunaðir um að undirbúa hryðjuverk Tveir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald eftir umfangsmiklar aðgerðir lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í dag. Lögreglu grunar að mennirnir hafi haft í hyggju að undirbúa hryðjuverk hér á landi sem áttu að beinast gegn borgurum og stofnunum ríkisins. 22. september 2022 15:15
„Þurfum að fara að stíga fast til jarðar“ Fjórir voru handteknir í gær vegna gruns um skipulagða glæpastarfsemi og viðamikil vopnalagabrot. Sérsveit tók þátt í aðgerðum, sem eru taldar hafa orðið til þess að afstýra hættuástandi á staðnum. Dómsmálaráðherra segir komið að því að stíga fast til jarðar í baráttunni við glæpahópa. Lögregla reiknar með að boða til blaðamannafundar í dag vegna aðgerðanna í gær. 22. september 2022 11:32