„Við höfum meira og minna verið laus við þessar hreyfingar“ Samúel Karl Ólason skrifar 22. september 2022 22:01 Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur. Vísir Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur segist brugðið eftir fréttir af því að lögreglan hafi lagt hald á mikið magn vopna og byssuskota í gær og mögulega komið í veg fyrir hryðjuverkaárás. Enn sé þó tiltölulega lítið vitað um málið og best sé að halda ró sinni. Þá bendir hann á að hægri-öfgaöfl hafi aldrei fest rætur hér á landi. Lögreglumenn handtóku gær fjóra menn og lögðu hald á mikið magn skotvopna, og þar á meðal hálf-sjálfvirkra byssa, og skotfæra í níu húsleitum. Tveir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald en lögreglan segir mögulegt að mennirnir, sem eru íslenskir og á þrítugsaldri hafi ætlað sér að gera hryðjuverkaárás og er verið að kanna hvort þeir tengist erlendum öfgasamtökum. Sjá einnig: Mögulegt að árásin hefði beinst gegn Alþingi eða lögreglu Helgi er staddur á Malaga á Spáni, ásamt flestum öðrum afbrotafræðingum Íslands, vegna Evrópuþings afbrotafræðinga. Hann sagði í samtali við Vísi í kvöld að hans fyrstu viðbrögð við fregnum af því að lögreglan hefði lagt hald á fjölda skotvopna hefðu verið á þá leið að líklegast tengdist málið skipulegri glæpastarfsemi. Lögreglan hefði þó gefið í skyn að svo sé ekki. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, sagði í fréttum Stöðvar 2 að samkvæmt hættumati embættisins stafaði Íslendingum meiri ógna af skipulagðri glæpastarfsemi en hryðjuverkastarfsemi og ekki stæði til að breyta því að svo stöddu. Sjá einnig: Ætla ekki að hækka hættumat vegna hryðjuverkaógnar „Auðvitað bregður manni þegar það er búið að haldleggja svona mikið af vopnum,“ segir Helgi. Hann segir að sé viljinn fyrir hendi, sé hægt að valda miklu tjóni sem vopnum sem þessum. „Þetta eru auðvitað ekki einhverjir safnarar. Maður hefur á tilfinningunni að þeir hafi verið að undirbúa eitthvað tiltekið og það er skelfilegt.“ Helgi bendir á að í Evrópu og víðar hafi fjölmörgum hreyfingum þjóðernissinna vaxið ásmegin. Árásir hafi verið framdar og hann hafi óttast að slíkt gæti smitast hingað. Hins vegar hafi þessir hópar sem byggi til að mynda á andúð gegn útlendingum aldrei fest rætur hér á landi. Sá pólitíski jarðvegur sem finna megi víða í Evrópu hafi aldrei verið til staðar. „Við höfum meira og minna verið laus við þessar hreyfingar,“ segir Helgi. Helgi segir lögregluna halda spilunum þétt að sér enn sem komið er og margt sé enn óljóst. Það virðist þó ljóst að lögreglan hafi stöðvað eitthvað sem gæti hafa orðið hættulegt og það sé mikið ánægjuefni og léttir. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Lögreglan Skotvopn Tengdar fréttir „Getum alveg átt von á svona atburðum eins og nágrannaþjóðir okkar“ Tveir íslenskir karlmenn á þrítugsaldri eru í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa skipulagt hryðjuverk hér á Íslandi. Að sögn lögreglu má ætla að áformuð hryðjuverk hafi jafnvel beinst gegn Alþingi, stjórnmálamönnum eða lögreglunni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir atburðinn gríðarlega alvarlegan. 22. september 2022 19:34 Lögreglumenn slegnir: „Við viljum öll komast lifandi heim úr vinnunni“ Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, sagði í fréttum Ríkisútvarpsins í kvöld, að lögreglumenn væru slegnir yfir fregnum síðustu daga. Þeir væru slegnir yfir því að þurfa að óttast um líf sín í vinnunni. 22. september 2022 19:32 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Sjá meira
Þá bendir hann á að hægri-öfgaöfl hafi aldrei fest rætur hér á landi. Lögreglumenn handtóku gær fjóra menn og lögðu hald á mikið magn skotvopna, og þar á meðal hálf-sjálfvirkra byssa, og skotfæra í níu húsleitum. Tveir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald en lögreglan segir mögulegt að mennirnir, sem eru íslenskir og á þrítugsaldri hafi ætlað sér að gera hryðjuverkaárás og er verið að kanna hvort þeir tengist erlendum öfgasamtökum. Sjá einnig: Mögulegt að árásin hefði beinst gegn Alþingi eða lögreglu Helgi er staddur á Malaga á Spáni, ásamt flestum öðrum afbrotafræðingum Íslands, vegna Evrópuþings afbrotafræðinga. Hann sagði í samtali við Vísi í kvöld að hans fyrstu viðbrögð við fregnum af því að lögreglan hefði lagt hald á fjölda skotvopna hefðu verið á þá leið að líklegast tengdist málið skipulegri glæpastarfsemi. Lögreglan hefði þó gefið í skyn að svo sé ekki. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, sagði í fréttum Stöðvar 2 að samkvæmt hættumati embættisins stafaði Íslendingum meiri ógna af skipulagðri glæpastarfsemi en hryðjuverkastarfsemi og ekki stæði til að breyta því að svo stöddu. Sjá einnig: Ætla ekki að hækka hættumat vegna hryðjuverkaógnar „Auðvitað bregður manni þegar það er búið að haldleggja svona mikið af vopnum,“ segir Helgi. Hann segir að sé viljinn fyrir hendi, sé hægt að valda miklu tjóni sem vopnum sem þessum. „Þetta eru auðvitað ekki einhverjir safnarar. Maður hefur á tilfinningunni að þeir hafi verið að undirbúa eitthvað tiltekið og það er skelfilegt.“ Helgi bendir á að í Evrópu og víðar hafi fjölmörgum hreyfingum þjóðernissinna vaxið ásmegin. Árásir hafi verið framdar og hann hafi óttast að slíkt gæti smitast hingað. Hins vegar hafi þessir hópar sem byggi til að mynda á andúð gegn útlendingum aldrei fest rætur hér á landi. Sá pólitíski jarðvegur sem finna megi víða í Evrópu hafi aldrei verið til staðar. „Við höfum meira og minna verið laus við þessar hreyfingar,“ segir Helgi. Helgi segir lögregluna halda spilunum þétt að sér enn sem komið er og margt sé enn óljóst. Það virðist þó ljóst að lögreglan hafi stöðvað eitthvað sem gæti hafa orðið hættulegt og það sé mikið ánægjuefni og léttir.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Lögreglan Skotvopn Tengdar fréttir „Getum alveg átt von á svona atburðum eins og nágrannaþjóðir okkar“ Tveir íslenskir karlmenn á þrítugsaldri eru í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa skipulagt hryðjuverk hér á Íslandi. Að sögn lögreglu má ætla að áformuð hryðjuverk hafi jafnvel beinst gegn Alþingi, stjórnmálamönnum eða lögreglunni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir atburðinn gríðarlega alvarlegan. 22. september 2022 19:34 Lögreglumenn slegnir: „Við viljum öll komast lifandi heim úr vinnunni“ Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, sagði í fréttum Ríkisútvarpsins í kvöld, að lögreglumenn væru slegnir yfir fregnum síðustu daga. Þeir væru slegnir yfir því að þurfa að óttast um líf sín í vinnunni. 22. september 2022 19:32 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Sjá meira
„Getum alveg átt von á svona atburðum eins og nágrannaþjóðir okkar“ Tveir íslenskir karlmenn á þrítugsaldri eru í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa skipulagt hryðjuverk hér á Íslandi. Að sögn lögreglu má ætla að áformuð hryðjuverk hafi jafnvel beinst gegn Alþingi, stjórnmálamönnum eða lögreglunni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir atburðinn gríðarlega alvarlegan. 22. september 2022 19:34
Lögreglumenn slegnir: „Við viljum öll komast lifandi heim úr vinnunni“ Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, sagði í fréttum Ríkisútvarpsins í kvöld, að lögreglumenn væru slegnir yfir fregnum síðustu daga. Þeir væru slegnir yfir því að þurfa að óttast um líf sín í vinnunni. 22. september 2022 19:32
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent