Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - ÍBV 1-2 | ÍBV aftur á sigurbraut Andri Már Eggertsson skrifar 25. september 2022 16:25 VÍSIR/HULDA MARGRÉT ÍBV komst aftur á sigurbraut en ÍBV hafði ekki tekist að vinna í síðustu fjórum leikjum. Leikurinn fór rólega af stað en ÍBV komst yfir þegar 40 mínútur voru liðnar af leiknum. Keflavík brotnaði algjörlega við þetta mark og ÍBV bætti við öðru marki tveimur mínútum síðar. Keflavík minnkaði forystu ÍBV í seinni hálfleik en gerði lítið til að jafna leikinn og Eyjakonur fögnuðu 1-2 sigri. Fyrsti hálftíminn í leik dagsins var eins og endurtekið efni frá síðasta heimaleik Keflavíkur síðasta sunnudag. Það gerðist nánast ekki neitt í leiknum og tókst hvorugu liðinu að skapa sér marktækifæri. Eftir hálftíma vaknaði Keflavík til lífsins og fengu heimakonur hörkufæri til að brjóta ísinn. Fyrst var það Ana Silva sem átti skot rétt framhjá. Andartaki síðar komst Snædís María Jörundsdóttir inn í sendingu og slapp ein í gegn en Guðný Geirsdóttir, markmaður ÍBV, gerði frábærlega í að loka á hana. Ameera Abdella Hussen kom ÍBV yfir á 40. mínútu. Eyjakonur áttu gott spil sín á milli og Viktorija Zaicikova átti síðan sendingu inn fyrir á Ameeru Abdella Hussen sem renndi boltanum í netið. Keflavík brotnaði alveg við þetta mark og tveimur mínútum síðar bætt Viktorija Zaicikova við marki þegar hún fékk sendingu frá Ameeru Abdella Hussen. Hún lét vaða fyrir utan teig en skotið var máttlaust en Samantha Leshnak Murphy virtist vera sofandi í markinu og ÍBV komst í 0-2. Skömmu síðar var flautað til hálfleiks. Seinni hálfleikur fór af stað líkt og sá fyrri. Liðin sköpuðu sér fá marktækifæri en ÍBV var betri aðilinn úti á vellinum og hélt betur í boltann en færi Eyjakvenna voru ekki mörg. Keflavík minnkaði muninn þegar tæplega tuttugu mínútur voru eftir af leiknum. Silvia Leonessi sem var ný komin inn á sem varamaður átti góða fyrirgjöf frá vinstri beint á kollin á Anítu Lind Daníelsdóttur sem stangaði boltann í netið af stuttu færi. Keflavík gerði lítið til að freista þess að jafna leikinn og ÍBV vann á endanum 1-2 sigur. Af hverju vann ÍBV? Eftir tíðindalitlar 40 mínútur sofnaði Keflavík á verðinum og ÍBV gekk á lagið. Nákvæmlega eins og í síðasta leik þegar Keflavík fékk á sig fyrsta markið slökktu Keflvíkingar á sér og ÍBV refsaði með öðru marki tveimur mínútum síðar. Þrátt fyrir að Keflavík hafi minnkað muninn þá var seinni hálfleikur nokkuð auðveldur fyrir ÍBV sem vann verðskuldaðan sigur. Hverjar stóðu upp úr? Þær Viktorija Zaicikova og Ameera Abdella Hussen afgreiddu Keflavík saman á síðustu fimm mínútum fyrri hálfleiks. Viktorija átti stoðsendingu þegar Ameera braut ísinn og Ameera lagði upp annað markið sem Viktorija skoraði. Hvað gekk illa? Keflavík brotnaði á síðustu fimm mínútum fyrri hálfleiks. Líkt og í síðasta leik fékk Keflavík strax á sig annað mark eftir að hafa fengið á sig fyrsta. Keflvíkingar gátu síðan þakkað fyrir að ÍBV gerði ekki þriðja markið í uppbótatíma fyrri hálfleiks en það mátti ekki miklu muna. Hvað gerist næst? Síðasta umferð Bestu deildar-kvenna fer fram næsta laugardag. ÍBV fær Aftureldingu í heimsókn klukkan 14:00. Á sama tíma mætast Stjarnan og Keflavík á Samsung-vellinum. Jonathan Glenn: Vorum með stjórn á leiknum og vissum að mörkin myndu koma Jonathan Glenn var ánægður með sigurinn Jonathan Glenn, þjálfari ÍBV, var ánægður með 1-2 sigur á Keflavík. „Mér fannst við stjórna leiknum í fyrri hálfleik. Við vorum of mikið að flýta okkur í sókn en þegar við skoruðum þá tókum við okkur tíma og fundum rétta möguleikann sem skilaði tveimur mörkum,“ sagði Jonathan Glenn og hélt áfram. „Við vissum að við vorum með stjórn á leiknum og mörkin myndu koma sem gerðist í lok fyrri hálfleiks.“ Keflavík minnkaði muninn í seinni hálfleik en Jonathan Glenn var ánægður með hvernig hans lið stjórnaði leiknum í síðari hálfleik. „Það var leiðinlegt að fá á sig mark þar sem við viljum alltaf halda hreinu en við hefðum getað skorað í seinni hálfleik en það datt ekki með okkur,“ sagði Jonathan Glenn að lokun. Besta deild kvenna Keflavík ÍF ÍBV
ÍBV komst aftur á sigurbraut en ÍBV hafði ekki tekist að vinna í síðustu fjórum leikjum. Leikurinn fór rólega af stað en ÍBV komst yfir þegar 40 mínútur voru liðnar af leiknum. Keflavík brotnaði algjörlega við þetta mark og ÍBV bætti við öðru marki tveimur mínútum síðar. Keflavík minnkaði forystu ÍBV í seinni hálfleik en gerði lítið til að jafna leikinn og Eyjakonur fögnuðu 1-2 sigri. Fyrsti hálftíminn í leik dagsins var eins og endurtekið efni frá síðasta heimaleik Keflavíkur síðasta sunnudag. Það gerðist nánast ekki neitt í leiknum og tókst hvorugu liðinu að skapa sér marktækifæri. Eftir hálftíma vaknaði Keflavík til lífsins og fengu heimakonur hörkufæri til að brjóta ísinn. Fyrst var það Ana Silva sem átti skot rétt framhjá. Andartaki síðar komst Snædís María Jörundsdóttir inn í sendingu og slapp ein í gegn en Guðný Geirsdóttir, markmaður ÍBV, gerði frábærlega í að loka á hana. Ameera Abdella Hussen kom ÍBV yfir á 40. mínútu. Eyjakonur áttu gott spil sín á milli og Viktorija Zaicikova átti síðan sendingu inn fyrir á Ameeru Abdella Hussen sem renndi boltanum í netið. Keflavík brotnaði alveg við þetta mark og tveimur mínútum síðar bætt Viktorija Zaicikova við marki þegar hún fékk sendingu frá Ameeru Abdella Hussen. Hún lét vaða fyrir utan teig en skotið var máttlaust en Samantha Leshnak Murphy virtist vera sofandi í markinu og ÍBV komst í 0-2. Skömmu síðar var flautað til hálfleiks. Seinni hálfleikur fór af stað líkt og sá fyrri. Liðin sköpuðu sér fá marktækifæri en ÍBV var betri aðilinn úti á vellinum og hélt betur í boltann en færi Eyjakvenna voru ekki mörg. Keflavík minnkaði muninn þegar tæplega tuttugu mínútur voru eftir af leiknum. Silvia Leonessi sem var ný komin inn á sem varamaður átti góða fyrirgjöf frá vinstri beint á kollin á Anítu Lind Daníelsdóttur sem stangaði boltann í netið af stuttu færi. Keflavík gerði lítið til að freista þess að jafna leikinn og ÍBV vann á endanum 1-2 sigur. Af hverju vann ÍBV? Eftir tíðindalitlar 40 mínútur sofnaði Keflavík á verðinum og ÍBV gekk á lagið. Nákvæmlega eins og í síðasta leik þegar Keflavík fékk á sig fyrsta markið slökktu Keflvíkingar á sér og ÍBV refsaði með öðru marki tveimur mínútum síðar. Þrátt fyrir að Keflavík hafi minnkað muninn þá var seinni hálfleikur nokkuð auðveldur fyrir ÍBV sem vann verðskuldaðan sigur. Hverjar stóðu upp úr? Þær Viktorija Zaicikova og Ameera Abdella Hussen afgreiddu Keflavík saman á síðustu fimm mínútum fyrri hálfleiks. Viktorija átti stoðsendingu þegar Ameera braut ísinn og Ameera lagði upp annað markið sem Viktorija skoraði. Hvað gekk illa? Keflavík brotnaði á síðustu fimm mínútum fyrri hálfleiks. Líkt og í síðasta leik fékk Keflavík strax á sig annað mark eftir að hafa fengið á sig fyrsta. Keflvíkingar gátu síðan þakkað fyrir að ÍBV gerði ekki þriðja markið í uppbótatíma fyrri hálfleiks en það mátti ekki miklu muna. Hvað gerist næst? Síðasta umferð Bestu deildar-kvenna fer fram næsta laugardag. ÍBV fær Aftureldingu í heimsókn klukkan 14:00. Á sama tíma mætast Stjarnan og Keflavík á Samsung-vellinum. Jonathan Glenn: Vorum með stjórn á leiknum og vissum að mörkin myndu koma Jonathan Glenn var ánægður með sigurinn Jonathan Glenn, þjálfari ÍBV, var ánægður með 1-2 sigur á Keflavík. „Mér fannst við stjórna leiknum í fyrri hálfleik. Við vorum of mikið að flýta okkur í sókn en þegar við skoruðum þá tókum við okkur tíma og fundum rétta möguleikann sem skilaði tveimur mörkum,“ sagði Jonathan Glenn og hélt áfram. „Við vissum að við vorum með stjórn á leiknum og mörkin myndu koma sem gerðist í lok fyrri hálfleiks.“ Keflavík minnkaði muninn í seinni hálfleik en Jonathan Glenn var ánægður með hvernig hans lið stjórnaði leiknum í síðari hálfleik. „Það var leiðinlegt að fá á sig mark þar sem við viljum alltaf halda hreinu en við hefðum getað skorað í seinni hálfleik en það datt ekki með okkur,“ sagði Jonathan Glenn að lokun.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti