Segir atvikið aðför að blaðamönnum Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 23. september 2022 21:06 Margréti var fylgt frá borði af lögreglu. VÍSIR/VILHELM, AÐSENT Margréti Friðriksdóttur, ritstjóra miðilsins Fréttin.is var vísað úr flugvél Icelandair í dag sem átti að fara til Munchen en Margrét ætlaði sér til Rússlands í vinnuferð. Hún segist niðurlægð eftir atvik dagsins, Icelandair hafi brotið á hennar réttindum og hún sé tilbúin til þess að fara með málið fyrir dómstóla. Margrét var á leiðinni til Rússlands og þaðan til Úkraínu til þess að taka upp heimildarmynd en búnað til þess hafi hún haft með sér í handfarangurstösku. Henni hafi verið tjáð af flugþjónum að ekki væri pláss fyrir töskuna í vélinni. Í tölvupósti sem hún segist hafa skrifað til Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair segir hún frá því að flugþjónar hafi gefið henni afarkosti, annað hvort að setja handfarangurstöskuna með dýrum búnaði í farangursrými vélarinnar eða koma ekki með fluginu. Hún kveðst hafa fallist á það að taskan yrði sett í farangursrýmið en þegar í vélina hafi verið komið hafi hún séð að nóg pláss væri fyrir töskuna. Hún hafi bent flugfreyjum um borð á þá staðreynd en það hafi litlu breytt. „Þá gengur að mér flugfreyja og segir við mig að það sé grímuskylda og skipar mér að vera mér grímu, ég sagði við hana að það væri ekki grímuskylda á Íslandi og það væri löngu liðið, flugfreyjan segir þá við mig að það sé grímuskylda í Þýskalandi og því beri mér að vera með grímu,“ skrifar Margrét en hún bendir á það að flugfreyjan sem hafi sagt henni frá grímuskyldunni hafi sjálf ekki borið grímu. Aldrei upplifað jafn mikla niðurlægingu Á endanum hafi Margrét sett á sig grímu en hún segir Icelandair hafa brotið á sér, ekki bara með því að neyða hana til þess að bera grímu heldur einnig með því að segja henni að þörf væri á að setja handfarangurinn hennar í farangursrými vélarinnar þegar ekki hafi verið þörf á því. Hringt var á lögregluna og Margrét færð úr vélinni. „Mörg vitni voru að atvikinu þannig að blaðamenn höfðu samband við mig til að spyrja mig úti, og satt að segja hef ég aldrei á minni lífsleið upplifað jafnmikla niðurlægingu,“ skrifar Margrét. Af orðum Margrétar að dæma virðist hún tilbúin til þess að fara með málið fyrir dómstóla greiði Icelandair ekki úr málunum en hún hafi nú þegar haft samband við lögfræðing. „Ég er svo búin að ráðfæra mig við lögmann sem mun fylgja þessu máli eftir en það er ykkar hjá Icelandair að ákveða hvort þið viljið að rati fyrir dómstóla eða semja við mig um greiðslu miskabóta,“ skrifar Margrét. Hún segir milljóna skaðabótamál vera fram undan ef ekkert verði gert en hún hafi haft samband við Icelandair í dag og henni tjáð að það yrði haft samband við hana í dag. Í samtali við Vísi segir hún atvikið vera aðför að blaðamönnum en hún trúi ekki að hún eða hennar taska hafi verið tekin fyrir að handahófi. Fjölmiðlar Icelandair Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Margréti Friðriks vísað úr flugvél Icelandair Margrét Friðriksdóttir, sem er ritstjóri vefsins Frettin.is, var á leið til Rússlands í morgun en var vísað úr flugvélinni, er strandaglópur á Íslandi og getur því ekki fjallað af eigin raun um ástandið á herteknu svæðunum í Úkraínu. 23. september 2022 15:33 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Sjá meira
Margrét var á leiðinni til Rússlands og þaðan til Úkraínu til þess að taka upp heimildarmynd en búnað til þess hafi hún haft með sér í handfarangurstösku. Henni hafi verið tjáð af flugþjónum að ekki væri pláss fyrir töskuna í vélinni. Í tölvupósti sem hún segist hafa skrifað til Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair segir hún frá því að flugþjónar hafi gefið henni afarkosti, annað hvort að setja handfarangurstöskuna með dýrum búnaði í farangursrými vélarinnar eða koma ekki með fluginu. Hún kveðst hafa fallist á það að taskan yrði sett í farangursrýmið en þegar í vélina hafi verið komið hafi hún séð að nóg pláss væri fyrir töskuna. Hún hafi bent flugfreyjum um borð á þá staðreynd en það hafi litlu breytt. „Þá gengur að mér flugfreyja og segir við mig að það sé grímuskylda og skipar mér að vera mér grímu, ég sagði við hana að það væri ekki grímuskylda á Íslandi og það væri löngu liðið, flugfreyjan segir þá við mig að það sé grímuskylda í Þýskalandi og því beri mér að vera með grímu,“ skrifar Margrét en hún bendir á það að flugfreyjan sem hafi sagt henni frá grímuskyldunni hafi sjálf ekki borið grímu. Aldrei upplifað jafn mikla niðurlægingu Á endanum hafi Margrét sett á sig grímu en hún segir Icelandair hafa brotið á sér, ekki bara með því að neyða hana til þess að bera grímu heldur einnig með því að segja henni að þörf væri á að setja handfarangurinn hennar í farangursrými vélarinnar þegar ekki hafi verið þörf á því. Hringt var á lögregluna og Margrét færð úr vélinni. „Mörg vitni voru að atvikinu þannig að blaðamenn höfðu samband við mig til að spyrja mig úti, og satt að segja hef ég aldrei á minni lífsleið upplifað jafnmikla niðurlægingu,“ skrifar Margrét. Af orðum Margrétar að dæma virðist hún tilbúin til þess að fara með málið fyrir dómstóla greiði Icelandair ekki úr málunum en hún hafi nú þegar haft samband við lögfræðing. „Ég er svo búin að ráðfæra mig við lögmann sem mun fylgja þessu máli eftir en það er ykkar hjá Icelandair að ákveða hvort þið viljið að rati fyrir dómstóla eða semja við mig um greiðslu miskabóta,“ skrifar Margrét. Hún segir milljóna skaðabótamál vera fram undan ef ekkert verði gert en hún hafi haft samband við Icelandair í dag og henni tjáð að það yrði haft samband við hana í dag. Í samtali við Vísi segir hún atvikið vera aðför að blaðamönnum en hún trúi ekki að hún eða hennar taska hafi verið tekin fyrir að handahófi.
Fjölmiðlar Icelandair Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Margréti Friðriks vísað úr flugvél Icelandair Margrét Friðriksdóttir, sem er ritstjóri vefsins Frettin.is, var á leið til Rússlands í morgun en var vísað úr flugvélinni, er strandaglópur á Íslandi og getur því ekki fjallað af eigin raun um ástandið á herteknu svæðunum í Úkraínu. 23. september 2022 15:33 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Sjá meira
Margréti Friðriks vísað úr flugvél Icelandair Margrét Friðriksdóttir, sem er ritstjóri vefsins Frettin.is, var á leið til Rússlands í morgun en var vísað úr flugvélinni, er strandaglópur á Íslandi og getur því ekki fjallað af eigin raun um ástandið á herteknu svæðunum í Úkraínu. 23. september 2022 15:33