Innlent

Varð fyrir ó­þægindum vegna nafn­birtingar fjöl­miðils

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Biður miðla og almenning um að sýna aðgát.
Biður miðla og almenning um að sýna aðgát. Vísir/Vilhelm

Í tilkynningu sem barst fjölmiðlum í kvöld biður Gunnar Hörður Garðarsson, samskiptastjóri ríkislögreglustjóra fjölmiðla um að sýna aðgát í fréttaflutningi. 

Þetta kemur í kjölfar nafnbirtingar út frá rannsókn lögreglu á ætluðum undirbúning á hryðjuverki á fjölmiðli í dag.

Maður sem beri svipað nafn hafi orðið fyrir verulegum óþægindum en hann sé ótengdur málinu.

Hann biður einnig um aðstoð fjölmiðla við það að minna almenning á það sama.

„Sýnum aðgát í nærveru sálar, jafnt á samfélagsmiðlum sem annars staðar,“ skrifar Gunnar.

Tilkynninguna má sjá hér að neðan. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×