Allt útlit fyrir mikinn sigur hægri-öfga afla á Ítalíu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. september 2022 23:30 Giorgia Meloni helsar stuðningsmanni eftir að hafa greitt atkvæði í þingkosningunum. Alessandra Benedetti - Corbis/Corbis via Getty Images) Útgönguspár gera ráð fyrir því að hægri-öfgakonan Giorgia Meloni og flokkur hennar hafi sigrað í ítölsku þingkosningunum í dag. Allt útlit er fyrir að hún verði fyrsti kvenforsætisráðherra landsins. Meloni leiðir flokkinn Bræður Ítalíu (i. Fratelli d‘Italia). Skoðanakannanir gerðu ráð fyrir því að flokkurinn myndi bæta verulega við sig fylgi frá kosningum árið 2018. Það virðist hafa gengið eftir en ef marka má útgönguspár fær flokkurinn 22-26 prósent fylgi. Búist er við að hægri bandalag hennar og flokkanna Bandalagsins (i. Lega) og Áfram Ítalía (i. Forza Italia) muni hljóta samanlagt um 41 til 45 prósent fylgi og stjórn á báðum deildum ítalska þingisins. Verði þetta raunin er fastlega gert ráð fyrir að Meloni muni mynda hægri sinnuðustu ríkisstjórn Ítalíu síðan Benito Mussolini fór með völdin þar í landi á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Flokkar á mið og vinstri væng ítalskra stjórnmálaflokka munu fá 25,5 til 29,5 prósent fylgi miðað við útgönguspána. Boðað var til kosninga í ár eftir að samsteypuríkisstjórn Mario Draghi, fyrrverandi seðlabankastjóra Evrópu, sprakk í júlí. Það er ekki óalgengt að ríkisstjórnir springi á Ítalíu en á síðustu 30 árum hafa fjórtán forsætisráðherrar og nítján ríkisstjórnir tekið við. Kjörstjórn var lítil eða aðeins um 63,82 prósent og fer hún niður um tíu prósentustig frá kosningum árið 2018. Hver er Meloni? Meloni tók við sem leiðtogi Bræðra Ítalíu árið 2014 en hún hafði áður verið ungmennaráðherra í ríkisstjórn Silvio Berlusconi frá árinu 2008 til 2011, og varð þá yngsti ráðherrann í sögu Ítalíu. Hún hefur setið sem þingmaður í neðri deild frá árinu 2006 og frá árinu 2020 hefur hún verið formaður flokks íhalds- og umbótasinna Evrópu. Verði hún forsætisráðherra yrði hún fyrsti öfgahægri forsætisráðherrann frá því að einræðisherrann Benito Mussolini var við völd frá 1922 til 1945. Þá yrði hún einn yngsti forsætisráðherrann í sögunni og fyrsta konan. Giorgia Meloni á fjöldafundi í aðdraganda kosninganna.Salvatore Laporta/KONTROLAB/LightRocket via Getty Images) Sjálf hefur Meloni gefið það út að hún líti ekki á sjálfa sig sem fasista en sem táningur var hún í ungliðahreyfingu nýfasista sem studdi Mussolini. Það vekur þó athygli að hún styður Atlantshafsbandalagið og aðgerðir til stuðnings Úkraínu. Aðrir flokkar á hægri vængnum hafa hallast frekar að sjónarmiðum Rússlandsforseta og gagnrýnt refsiaðgerðir Vesturlandanna. Ítalía Kosningar á Ítalíu Tengdar fréttir Kosið á Ítalíu í dag: Yfirgnæfandi líkur á öfga-hægri leiðtoga Ítalir ganga til þingkosninga í dag og baráttan hörð milli flokkanna á hægri og vinstri væng. Allt stefnir í að öfgahægriflokkurinn Bræður Ítalíu muni vinna stórsigur og fyrsti öfgahægrimaðurinn sitji á forsætisráðherrastóli frá brotthvarfi einræðisherrans Benito Mussolini. 25. september 2022 13:48 Hægriflokkarnir stefna á stórsigur með öfgahægrikonu í fararbroddi Ítalir ganga til þingkosninga á morgun og er baráttan hörð á milli flokkanna á hægri og vinstri vængnum. Væntanleg orkukreppa og stríðið í Úkraínu hafa áhrif á kosningarnar í ár en allt stefnir í að öfgahægriflokkur fái forsætisráðherrastólinn í fyrsta sinn frá því að Mussolini var í embætti. Kona gæti í fyrsta sinn í sögunni orðið forsætisráðherra Ítalíu. 24. september 2022 10:00 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Fleiri fréttir Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Sjá meira
Meloni leiðir flokkinn Bræður Ítalíu (i. Fratelli d‘Italia). Skoðanakannanir gerðu ráð fyrir því að flokkurinn myndi bæta verulega við sig fylgi frá kosningum árið 2018. Það virðist hafa gengið eftir en ef marka má útgönguspár fær flokkurinn 22-26 prósent fylgi. Búist er við að hægri bandalag hennar og flokkanna Bandalagsins (i. Lega) og Áfram Ítalía (i. Forza Italia) muni hljóta samanlagt um 41 til 45 prósent fylgi og stjórn á báðum deildum ítalska þingisins. Verði þetta raunin er fastlega gert ráð fyrir að Meloni muni mynda hægri sinnuðustu ríkisstjórn Ítalíu síðan Benito Mussolini fór með völdin þar í landi á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Flokkar á mið og vinstri væng ítalskra stjórnmálaflokka munu fá 25,5 til 29,5 prósent fylgi miðað við útgönguspána. Boðað var til kosninga í ár eftir að samsteypuríkisstjórn Mario Draghi, fyrrverandi seðlabankastjóra Evrópu, sprakk í júlí. Það er ekki óalgengt að ríkisstjórnir springi á Ítalíu en á síðustu 30 árum hafa fjórtán forsætisráðherrar og nítján ríkisstjórnir tekið við. Kjörstjórn var lítil eða aðeins um 63,82 prósent og fer hún niður um tíu prósentustig frá kosningum árið 2018. Hver er Meloni? Meloni tók við sem leiðtogi Bræðra Ítalíu árið 2014 en hún hafði áður verið ungmennaráðherra í ríkisstjórn Silvio Berlusconi frá árinu 2008 til 2011, og varð þá yngsti ráðherrann í sögu Ítalíu. Hún hefur setið sem þingmaður í neðri deild frá árinu 2006 og frá árinu 2020 hefur hún verið formaður flokks íhalds- og umbótasinna Evrópu. Verði hún forsætisráðherra yrði hún fyrsti öfgahægri forsætisráðherrann frá því að einræðisherrann Benito Mussolini var við völd frá 1922 til 1945. Þá yrði hún einn yngsti forsætisráðherrann í sögunni og fyrsta konan. Giorgia Meloni á fjöldafundi í aðdraganda kosninganna.Salvatore Laporta/KONTROLAB/LightRocket via Getty Images) Sjálf hefur Meloni gefið það út að hún líti ekki á sjálfa sig sem fasista en sem táningur var hún í ungliðahreyfingu nýfasista sem studdi Mussolini. Það vekur þó athygli að hún styður Atlantshafsbandalagið og aðgerðir til stuðnings Úkraínu. Aðrir flokkar á hægri vængnum hafa hallast frekar að sjónarmiðum Rússlandsforseta og gagnrýnt refsiaðgerðir Vesturlandanna.
Ítalía Kosningar á Ítalíu Tengdar fréttir Kosið á Ítalíu í dag: Yfirgnæfandi líkur á öfga-hægri leiðtoga Ítalir ganga til þingkosninga í dag og baráttan hörð milli flokkanna á hægri og vinstri væng. Allt stefnir í að öfgahægriflokkurinn Bræður Ítalíu muni vinna stórsigur og fyrsti öfgahægrimaðurinn sitji á forsætisráðherrastóli frá brotthvarfi einræðisherrans Benito Mussolini. 25. september 2022 13:48 Hægriflokkarnir stefna á stórsigur með öfgahægrikonu í fararbroddi Ítalir ganga til þingkosninga á morgun og er baráttan hörð á milli flokkanna á hægri og vinstri vængnum. Væntanleg orkukreppa og stríðið í Úkraínu hafa áhrif á kosningarnar í ár en allt stefnir í að öfgahægriflokkur fái forsætisráðherrastólinn í fyrsta sinn frá því að Mussolini var í embætti. Kona gæti í fyrsta sinn í sögunni orðið forsætisráðherra Ítalíu. 24. september 2022 10:00 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Fleiri fréttir Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Sjá meira
Kosið á Ítalíu í dag: Yfirgnæfandi líkur á öfga-hægri leiðtoga Ítalir ganga til þingkosninga í dag og baráttan hörð milli flokkanna á hægri og vinstri væng. Allt stefnir í að öfgahægriflokkurinn Bræður Ítalíu muni vinna stórsigur og fyrsti öfgahægrimaðurinn sitji á forsætisráðherrastóli frá brotthvarfi einræðisherrans Benito Mussolini. 25. september 2022 13:48
Hægriflokkarnir stefna á stórsigur með öfgahægrikonu í fararbroddi Ítalir ganga til þingkosninga á morgun og er baráttan hörð á milli flokkanna á hægri og vinstri vængnum. Væntanleg orkukreppa og stríðið í Úkraínu hafa áhrif á kosningarnar í ár en allt stefnir í að öfgahægriflokkur fái forsætisráðherrastólinn í fyrsta sinn frá því að Mussolini var í embætti. Kona gæti í fyrsta sinn í sögunni orðið forsætisráðherra Ítalíu. 24. september 2022 10:00
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent