Það voru þau Amber Gill og Greg O'Shea sem stóðu uppi sem sigurvegarar í fimmtu seríunni. Foreldrarnir tilvonandi hrepptu annað sætið. Þrátt fyrir að hafa ekki unnið verðlaunaféð má segja að þau hafi unnið hinn eina sanna sigur með ástinni. Parið flutti inn saman mánuði eftir að hafa komið heim af eyjunni. Í dag starfar Molly Mae hjá tískufyrirtækinu Pretty Little Thing og Tommy er boxari.
Í þáttunum bað Tommy Molly Mae um að byrja með sér með hjálp Ellie Belly, sem er bangsinn hennar.
First official boyfriend and girlfriend alert (Anyone else think Tommy was about to propose to Molly-Mae?!) #LoveIsland pic.twitter.com/5JlHw0uBIz
— Love Island (@LoveIsland) July 8, 2019
Molly Mae kom til Íslands í síðasta mánuði og stoppaði meðal annars á Hamborgarabúllu Tómasar eða Tommi's Burger Joint líkt og staðurinn kallast á ensku. Hún sagðist hafa þurft að fara þangað þar sem kærastinn hennar heitir Tommy.