Norlén áfram forseti sænska þingsins Atli Ísleifsson skrifar 26. september 2022 10:22 Hægrimaðurinn Andreas Norlén hefur gegnt embætti þingforseta í Svíþjóð frá árinu 2018. AP Andreas Norlén, þingmaður hægriflokksins Moderaterna, var í morgun endurkjörinn sem forseti sænska þingsins. Norlén hefur gegnt embættinu frá árinu 2018. Forseti þingsins gegnir lykilhlutverki við myndun ríkisstjórnar, en Norlén segist munu funda með samflokksmanni sínum, Ulf Kristersson, formanni Moderaterna, á miðvikudaginn. Þar munu þeir funda um gang mála í stjórnarmyndunarviðræðun hægriflokkanna, en þingforsetinn fól Kristersson í síðustu viku það verkefni að mynda nýja stjórn. Norlén segist telja að það muni taka skemmri tíma nú en árið 2018 að mynda nýja ríkisstjórn. Norlén mun síðar tilnefna nýjan forsætisráðherra sem þingið mun greiða atkvæði um, en í Svíþjóð er fyrirkomulagið á þann veg að meirihluti þarf ekki að samþykkja nýjan forsætisráðherra, heldur þarf meirihluti að umbera viðkomandi, það er ekki greiða atkvæði gegn. Norlén hefur setið á þingi frá árinu 2006 og notið virðingar sem forseti þingsins frá því að hann tók við embættinu 2018. Ljóst er að Kenneth G. Forslund, þingmaður Jafnaðarmanna, verður 1. varaforseti þingsins og eru líkur á að þingmaður Svíþjóðardemókrata, Julia Kronlid, verði 2. varaforseti þingsins. Mið- og hægriflokkarnir fjórir – Moderaterna, Svíþjóðardemókratar, Kristilegir demókratar og Frjálslyndir – tryggði sér 176 þingsæti gegn 173 sætum mið- og vinstriblokkarinnar í þingkosningunum sem fóru fram 11. september. Magdalena Andersson, forsætisráðherra og leiðtogi Jafnaðarmanna, baðst lausnar fyrir ríkisstjórn sína í þarsíðustu viku. Þingkosningar í Svíþjóð Svíþjóð Tengdar fréttir Leiðtogi hægrimanna fær stjórnarmyndunarumboð Ulf Kristersson, leiðtogi hægriflokksins Moderatarna, fékk formlegt umboð til að mynda nýja ríkisstjórn í Svíþjóð í dag. Hægriöfgaflokkurinn Svíþjóðardemókratarnir gætu tekið sæti í ríkisstjórn hægri blokkarinnar eða varið minnihlutastjórn falli. 19. september 2022 14:21 Andersson segir „dyrnar standa opnar“ Magdalena Andersson gekk á fund forseta sænska þingsins í morgun þar sem hún baðst formlegrar lausnar úr embætti forsætisráðherra Svíþjóðar eftir um níu mánuði í embætti. Hægriflokkarnir á þingi hafa þegar hafið viðræður um myndun nýrrar stjórnar, en Andersson hefur rétt út hönd til hægriflokksins Moderaterna og opnað á samstarf, fari svo þeim snúist hugur varðandi stjórnarsamstarf með Svíþjóðardemókrötum. 15. september 2022 11:30 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Sjá meira
Forseti þingsins gegnir lykilhlutverki við myndun ríkisstjórnar, en Norlén segist munu funda með samflokksmanni sínum, Ulf Kristersson, formanni Moderaterna, á miðvikudaginn. Þar munu þeir funda um gang mála í stjórnarmyndunarviðræðun hægriflokkanna, en þingforsetinn fól Kristersson í síðustu viku það verkefni að mynda nýja stjórn. Norlén segist telja að það muni taka skemmri tíma nú en árið 2018 að mynda nýja ríkisstjórn. Norlén mun síðar tilnefna nýjan forsætisráðherra sem þingið mun greiða atkvæði um, en í Svíþjóð er fyrirkomulagið á þann veg að meirihluti þarf ekki að samþykkja nýjan forsætisráðherra, heldur þarf meirihluti að umbera viðkomandi, það er ekki greiða atkvæði gegn. Norlén hefur setið á þingi frá árinu 2006 og notið virðingar sem forseti þingsins frá því að hann tók við embættinu 2018. Ljóst er að Kenneth G. Forslund, þingmaður Jafnaðarmanna, verður 1. varaforseti þingsins og eru líkur á að þingmaður Svíþjóðardemókrata, Julia Kronlid, verði 2. varaforseti þingsins. Mið- og hægriflokkarnir fjórir – Moderaterna, Svíþjóðardemókratar, Kristilegir demókratar og Frjálslyndir – tryggði sér 176 þingsæti gegn 173 sætum mið- og vinstriblokkarinnar í þingkosningunum sem fóru fram 11. september. Magdalena Andersson, forsætisráðherra og leiðtogi Jafnaðarmanna, baðst lausnar fyrir ríkisstjórn sína í þarsíðustu viku.
Þingkosningar í Svíþjóð Svíþjóð Tengdar fréttir Leiðtogi hægrimanna fær stjórnarmyndunarumboð Ulf Kristersson, leiðtogi hægriflokksins Moderatarna, fékk formlegt umboð til að mynda nýja ríkisstjórn í Svíþjóð í dag. Hægriöfgaflokkurinn Svíþjóðardemókratarnir gætu tekið sæti í ríkisstjórn hægri blokkarinnar eða varið minnihlutastjórn falli. 19. september 2022 14:21 Andersson segir „dyrnar standa opnar“ Magdalena Andersson gekk á fund forseta sænska þingsins í morgun þar sem hún baðst formlegrar lausnar úr embætti forsætisráðherra Svíþjóðar eftir um níu mánuði í embætti. Hægriflokkarnir á þingi hafa þegar hafið viðræður um myndun nýrrar stjórnar, en Andersson hefur rétt út hönd til hægriflokksins Moderaterna og opnað á samstarf, fari svo þeim snúist hugur varðandi stjórnarsamstarf með Svíþjóðardemókrötum. 15. september 2022 11:30 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Sjá meira
Leiðtogi hægrimanna fær stjórnarmyndunarumboð Ulf Kristersson, leiðtogi hægriflokksins Moderatarna, fékk formlegt umboð til að mynda nýja ríkisstjórn í Svíþjóð í dag. Hægriöfgaflokkurinn Svíþjóðardemókratarnir gætu tekið sæti í ríkisstjórn hægri blokkarinnar eða varið minnihlutastjórn falli. 19. september 2022 14:21
Andersson segir „dyrnar standa opnar“ Magdalena Andersson gekk á fund forseta sænska þingsins í morgun þar sem hún baðst formlegrar lausnar úr embætti forsætisráðherra Svíþjóðar eftir um níu mánuði í embætti. Hægriflokkarnir á þingi hafa þegar hafið viðræður um myndun nýrrar stjórnar, en Andersson hefur rétt út hönd til hægriflokksins Moderaterna og opnað á samstarf, fari svo þeim snúist hugur varðandi stjórnarsamstarf með Svíþjóðardemókrötum. 15. september 2022 11:30