Lífið

Sigurjón Kjartansson og Halldóra Guðbjörg létu pússa sig saman á Selfossi

Elísabet Hanna skrifar
Hjónin giftu sig á heimili sínu.
Hjónin giftu sig á heimili sínu. Skjáskot/Facebook

Sig­ur­jón Kjart­ans­son og Hall­dóra Guðbjörg Jóns­dótt­ir giftu sig á heimili sínu á Selfossi. Parið byrjaði saman snemma á síðasta ári. Sigurjón hefur slegið eftirminnilega í gegn í Fóstbræðrum, Tvíhöfða og hljómsveitinni HAM og Halldóra er nuddari og snyrtifræðingur. 

„Samkvæmt Þjóðskrá er þessi dásamlega kona nú formlega orðin eiginkona mín, en við létum pússa okkur saman fyrir um hálfum mánuði síðan með oggulítilli athöfn á heimili okkar. 

Ég er hamingjusamur maður og gríðarlega þakklátur fyrir að hafa fundið þessa einstöku konu sem lífsförunaut! Ég elska þig blúndan mín fagra,“ segir hann í Facebook fæslu sinni þar sem hann tilkynnti um hjónabandið. 


Tengdar fréttir

Enginn Tvíhöfði í haust

Það verða engir Tvíhöfða-þættir í haust en þættirnir hafa verið á dagskrá á Rás 2 síðan árið 2017. Þættirnir hófu göngu sína árið 1994 en ekki er útilokað að Tvíhöfði snúi aftur seinna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×