Risastór viðburður innan vísindasamfélagsins Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 26. september 2022 21:44 Við áreksturinn hnikast sporbraut smástirnisins Dímorfosar um móðurhnöttinn Dídýmos lítillega til. Breytingin verður mæld með sjónaukum næstu mánuði. AP/NASA Í kvöld fer fram risastór viðburður innan stjörnufræðisamfélagsins þegar NASA, geimvísindastofnun Bandaríkjanna, gerir tilraun til að færa smástirni. Það verður gert með því að brotlenda geimfarinu DART á smástirninu og allt fer þetta fram í beinni útsendingu. Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðikennari og vísindamiðlari, segir viðburðinn stórmerkilegan. Hann ætlar að fylgjast vel með útsendingu NASA en talið er að geimfarið muni brotlenda á smástirninu klukkan 23.14 á íslenskum tíma í kvöld. Hér er hægt að horfa á beina útsendingu af viðburðinum. „Það er mjög mikill spenningur í stjörnufræðisamfélaginu fyrir því af því að þarna erum við í fyrsta skipti að reyna að færa til smástirni og kanna hvort við búum yfir tækninni og getunni að koma í veg fyrir að það fari fyrir okkur eins og fór fyrir risaeðlunum,“ segir Sævar Helgi. Eins og býfluga á framrúðu bíls Vísindamenn munu komast að því eftir nokkrar vikur hvort tilraunin hafi heppnast, þegar búið er að mæla ferðatíma smástirnisins í kringum móðurhnöttinn. Það krefst sameiginlegs átaks flestallra sjónauka á jörðinni og munu því fjölmargir vísindamenn fylgjast grannt með. Brotlendingin verður þó líklega ekki jafn rosaleg og hún hljómar. Sævar líkir viðburðinum við býflugu sem hafnar á framúðu bíls. Geimfarið er enda ekki nema 570 kíló að þyngd en smástirnið eru um 160 metrar í þvermál. „Þetta hefur hverfandi áhrif á smástirnið og kemur ekki til með að breyta nokkrum sköpuðum hlut öðrum en því að það kemur til með að hægja örlítið á ferðalagi sínu í kringum móðursmástirnið. Og það er akkúrat það sem við erum að reyna að mæla – hvort að þetta virki,“ segir Sævar Helgi. Hann segir tilraunina nauðsynlega enda fjölmörg smástirni sem skera braut jarðar. Einhvern tímann í framtíðinni gæti smástirni hafnað á jörðinni, en annað eins hefur nú gerst. Loftsteinar sem eru 50 metrar í þvermál gætu lagt heila borg í rúst. „Þetta eru svona fyrirbyggjandi aðgerðir og eitthvað sem mannkynið á að taka alvarlega af því þetta hefur svo sannarlega gerst áður i sögu jarðarinnar. Og þá hefur illa farið fyrir því lífi sem varð fyrir því. “segir Sævar Helgi og nefnir risaeðlurnar aftur sem dæmi. Geimurinn Tækni Bandaríkin Vísindi Tengdar fréttir Brotlenda geimfarinu í beinni útsendingu Geimfari á vegum NASA, bandarísku geimvísindastofnunarinnar, verður brotlent á smástirni í kvöld. Tilgangurinn er að athuga hvort stefna smástirnisins breytist við áreksturinn og kanna þannig hvort hægt sé að breyta stefnu smástirnis, ef slíkt kynni að stefna að jörðinni. 26. september 2022 18:32 Hefja árslangt ferðalag sem endar á brotlendingu Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa ákveðið skjóta DART-geimfarinu á loft á fimmtudagsmorgun (24. nóv). Geimfarið á að brotlenda á smástirni í um ellefu milljóna kílómetra fjarlægð eftir tæpt ár. Markmiðið er að kanna getu jarðarbúa til að breyta stefnu smástirnis ef ske skyldi að slíkt stefndi að jörðinni. 23. nóvember 2021 12:05 Skjóta geimfari á loftstein til að æfa jarðvarnir Geimfari á vegum NASA, bandarísku geimvísindastofnunarinnar, verður skotið á loft í næsta mánuði og mun brotlenda á smástirni í 11 milljóna kílómetra fjarlægð eftir tæpt ár. 6. október 2021 10:39 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðikennari og vísindamiðlari, segir viðburðinn stórmerkilegan. Hann ætlar að fylgjast vel með útsendingu NASA en talið er að geimfarið muni brotlenda á smástirninu klukkan 23.14 á íslenskum tíma í kvöld. Hér er hægt að horfa á beina útsendingu af viðburðinum. „Það er mjög mikill spenningur í stjörnufræðisamfélaginu fyrir því af því að þarna erum við í fyrsta skipti að reyna að færa til smástirni og kanna hvort við búum yfir tækninni og getunni að koma í veg fyrir að það fari fyrir okkur eins og fór fyrir risaeðlunum,“ segir Sævar Helgi. Eins og býfluga á framrúðu bíls Vísindamenn munu komast að því eftir nokkrar vikur hvort tilraunin hafi heppnast, þegar búið er að mæla ferðatíma smástirnisins í kringum móðurhnöttinn. Það krefst sameiginlegs átaks flestallra sjónauka á jörðinni og munu því fjölmargir vísindamenn fylgjast grannt með. Brotlendingin verður þó líklega ekki jafn rosaleg og hún hljómar. Sævar líkir viðburðinum við býflugu sem hafnar á framúðu bíls. Geimfarið er enda ekki nema 570 kíló að þyngd en smástirnið eru um 160 metrar í þvermál. „Þetta hefur hverfandi áhrif á smástirnið og kemur ekki til með að breyta nokkrum sköpuðum hlut öðrum en því að það kemur til með að hægja örlítið á ferðalagi sínu í kringum móðursmástirnið. Og það er akkúrat það sem við erum að reyna að mæla – hvort að þetta virki,“ segir Sævar Helgi. Hann segir tilraunina nauðsynlega enda fjölmörg smástirni sem skera braut jarðar. Einhvern tímann í framtíðinni gæti smástirni hafnað á jörðinni, en annað eins hefur nú gerst. Loftsteinar sem eru 50 metrar í þvermál gætu lagt heila borg í rúst. „Þetta eru svona fyrirbyggjandi aðgerðir og eitthvað sem mannkynið á að taka alvarlega af því þetta hefur svo sannarlega gerst áður i sögu jarðarinnar. Og þá hefur illa farið fyrir því lífi sem varð fyrir því. “segir Sævar Helgi og nefnir risaeðlurnar aftur sem dæmi.
Geimurinn Tækni Bandaríkin Vísindi Tengdar fréttir Brotlenda geimfarinu í beinni útsendingu Geimfari á vegum NASA, bandarísku geimvísindastofnunarinnar, verður brotlent á smástirni í kvöld. Tilgangurinn er að athuga hvort stefna smástirnisins breytist við áreksturinn og kanna þannig hvort hægt sé að breyta stefnu smástirnis, ef slíkt kynni að stefna að jörðinni. 26. september 2022 18:32 Hefja árslangt ferðalag sem endar á brotlendingu Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa ákveðið skjóta DART-geimfarinu á loft á fimmtudagsmorgun (24. nóv). Geimfarið á að brotlenda á smástirni í um ellefu milljóna kílómetra fjarlægð eftir tæpt ár. Markmiðið er að kanna getu jarðarbúa til að breyta stefnu smástirnis ef ske skyldi að slíkt stefndi að jörðinni. 23. nóvember 2021 12:05 Skjóta geimfari á loftstein til að æfa jarðvarnir Geimfari á vegum NASA, bandarísku geimvísindastofnunarinnar, verður skotið á loft í næsta mánuði og mun brotlenda á smástirni í 11 milljóna kílómetra fjarlægð eftir tæpt ár. 6. október 2021 10:39 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Brotlenda geimfarinu í beinni útsendingu Geimfari á vegum NASA, bandarísku geimvísindastofnunarinnar, verður brotlent á smástirni í kvöld. Tilgangurinn er að athuga hvort stefna smástirnisins breytist við áreksturinn og kanna þannig hvort hægt sé að breyta stefnu smástirnis, ef slíkt kynni að stefna að jörðinni. 26. september 2022 18:32
Hefja árslangt ferðalag sem endar á brotlendingu Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa ákveðið skjóta DART-geimfarinu á loft á fimmtudagsmorgun (24. nóv). Geimfarið á að brotlenda á smástirni í um ellefu milljóna kílómetra fjarlægð eftir tæpt ár. Markmiðið er að kanna getu jarðarbúa til að breyta stefnu smástirnis ef ske skyldi að slíkt stefndi að jörðinni. 23. nóvember 2021 12:05
Skjóta geimfari á loftstein til að æfa jarðvarnir Geimfari á vegum NASA, bandarísku geimvísindastofnunarinnar, verður skotið á loft í næsta mánuði og mun brotlenda á smástirni í 11 milljóna kílómetra fjarlægð eftir tæpt ár. 6. október 2021 10:39