Ódýrara að fá erlenda leikmenn og Íslendingar vilja ekki koma vestur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. september 2022 10:01 Tólf erlendir leikmenn eru samningsbundnir Herði. vísir/hulda margrét Ekkert gekk hjá Herði að fá íslenska leikmenn til liðsins og því var á leitað á erlend mið. Erlendir leikmenn eru mun ódýrari en Íslendingar að sögn formanns handknattleiksdeildar Harðar. Hörður hefur samið við fjóra brasilíska leikmenn á síðustu dögum. Fyrir hjá Herði eru átta aðrir erlendir leikmenn. „Við höfum stanslaust reynt að finna Íslendinga. Mér finnst það hafa vantað í umræðuna. Margir gera ráð fyrir því að við viljum bara fá útlendinga en það er alls ekki staðan. Það virðist vera að einhverjir Íslendingar vilji ekki koma á Ísafjörð. Þetta er náttúrúlega úti á landi og veturinn harður. Okkur hefur gengið betur að semja við erlenda leikmenn,“ sagði Vigdís Pála Halldórsdóttir, formaður handknattleiksdeildar Harðar, í samtali við Vísi. Töluðu við alla Íslendinga sem þeim datt í hug Sem fyrr sagði er Hörður með hellings útgerð, tólf erlenda leikmenn á samningi og leggja mikið undir til að halda sér í Olís-deildinni. Augljósa, en kannski einfalda, spurningin er hvort Hörður hefur efni á þessu? „Ástæðan fyrir því að við tökum erlenda leikmenn er að það er ódýrara fyrir okkur en að vera með Íslendinga. Við útvegum þeim vinnu á meðan Íslendingarnir vilja íbúð, bíl og 4-500.000 krónur í vasann. Við erum bara lítið félag. Þetta er leiðin sem við getum farið. Hitt er ekki möguleiki. Við höfum margreynt að semja við Íslendinga. Við töluðum við slatta af Íslendingum fyrir tímabilið; alla sem okkur datt í hug,“ sagði Vigdís. Noah Bardou er fulltrúi Frakklands í leikmannahópi Harðar.vísir/hulda margrét „Þetta er heljarinnar batterí og við þökkum styrktaraðilum okkar fyrir að geta farið þessa leið. Svona náum við að halda kostnaðinum í lágmarki.“ Að sögn Vigdísar eru allir erlendu leikmenn Harðar í vinnu meðfram handboltanum. Og félagið semur ekki við leikmenn nema þeir vinni með. Vigdís segir ganga vel að halda þessum fjölþjóðlega leikmannahópi Harðar saman. „Við erum ótrúlega samrýnt samfélag. Við hjálpumst við að láta þetta ganga upp.“ Búa með fimm leikmönnum og fimm köttum Vigdís er kona Óla Björns Vilhjálmssonar, fyrirliða Harðar. Eins og fram kom í viðtali við hann í síðustu viku búa fimm samherjar hans með honum. „Við búum í stóru húsi og annars væri þetta ekkert hægt. En fimm er í það mesta. Við útbjuggum tvær íbúðir inni hjá okkur þegar þetta ævintýri hófst,“ sagði Vigdís. Kattaunnandinn Tadeo Salduna.vísir/hulda margrét Argentínumaðurinn Tadeo Salduna hefur verið hjá Herði síðan uppgangur félagsins hófst fyrir nokkrum árum. Eftir að hafa búið á nokkrum stöðum á Ísafirði fluttist hann til þeirra Vigdísar og Óla. Nokkru síðar útvegaði Vigdís honum félagsskap sem margfaldaðist nokkuð, ef svo má segja. „Kötturinn sem við eigum varð víst óléttur og eignaðist fjóra kettlinga. Tadeo hafði ekki komist heim til sín lengi og ég gaf honum kött í fyrra. Hann hefur búið lengst hjá okkur. Hann var orðinn dálítið leiður á að flakka um bæinn þannig við gáfum honum herbergi hjá okkur og sagði að hann þyrfti ekkert að flytja. Og gaf honum kött til að sýna það. Hann er mikill kattamaður og á fullt af köttum heima,“ sagði Vigdís. Reddast allt á endanum Þegar Tadeo fór heim til sín í sumar þurfti Vigdís að passa köttinn. Hann slapp út og þá komu kettlingarnir undir. „Hann kennir mér um þetta. Kötturinn fékk aldrei að fara út fyrr en ég fór að passa hana. Ég leyfði henni að fara út og hún varð ólétt. Þetta er smá vesen. Ég vissi ekki einu sinni að hún væri ólétt. Hún fæddi bara í barnarúminu eina nóttina. Ég sendi skilaboð á Tadeo að hann yrði að koma strax aftur heim,“ sagði Vigdís skellihlæjandi. Mikið líf er á heimili fyrirliða Harðar, Óla Björns Vilhjálmssonar.vísir/hulda margrét Enn á eftir að finna samastað fyrir Brasilíumennina fjóra sem tínast til landsins á næstu dögum. „Það er í skoðun, hvort við leigjum íbúð eða hvað. Þetta reddast allt á endanum,“ sagði Vigdís að lokum. Hörður sækir ÍR heim í nýliðaslag í 4. umferð Olís-deildarinnar í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:40 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Olís-deild karla Hörður Ísafjarðarbær Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Sport Fleiri fréttir Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Sjá meira
Hörður hefur samið við fjóra brasilíska leikmenn á síðustu dögum. Fyrir hjá Herði eru átta aðrir erlendir leikmenn. „Við höfum stanslaust reynt að finna Íslendinga. Mér finnst það hafa vantað í umræðuna. Margir gera ráð fyrir því að við viljum bara fá útlendinga en það er alls ekki staðan. Það virðist vera að einhverjir Íslendingar vilji ekki koma á Ísafjörð. Þetta er náttúrúlega úti á landi og veturinn harður. Okkur hefur gengið betur að semja við erlenda leikmenn,“ sagði Vigdís Pála Halldórsdóttir, formaður handknattleiksdeildar Harðar, í samtali við Vísi. Töluðu við alla Íslendinga sem þeim datt í hug Sem fyrr sagði er Hörður með hellings útgerð, tólf erlenda leikmenn á samningi og leggja mikið undir til að halda sér í Olís-deildinni. Augljósa, en kannski einfalda, spurningin er hvort Hörður hefur efni á þessu? „Ástæðan fyrir því að við tökum erlenda leikmenn er að það er ódýrara fyrir okkur en að vera með Íslendinga. Við útvegum þeim vinnu á meðan Íslendingarnir vilja íbúð, bíl og 4-500.000 krónur í vasann. Við erum bara lítið félag. Þetta er leiðin sem við getum farið. Hitt er ekki möguleiki. Við höfum margreynt að semja við Íslendinga. Við töluðum við slatta af Íslendingum fyrir tímabilið; alla sem okkur datt í hug,“ sagði Vigdís. Noah Bardou er fulltrúi Frakklands í leikmannahópi Harðar.vísir/hulda margrét „Þetta er heljarinnar batterí og við þökkum styrktaraðilum okkar fyrir að geta farið þessa leið. Svona náum við að halda kostnaðinum í lágmarki.“ Að sögn Vigdísar eru allir erlendu leikmenn Harðar í vinnu meðfram handboltanum. Og félagið semur ekki við leikmenn nema þeir vinni með. Vigdís segir ganga vel að halda þessum fjölþjóðlega leikmannahópi Harðar saman. „Við erum ótrúlega samrýnt samfélag. Við hjálpumst við að láta þetta ganga upp.“ Búa með fimm leikmönnum og fimm köttum Vigdís er kona Óla Björns Vilhjálmssonar, fyrirliða Harðar. Eins og fram kom í viðtali við hann í síðustu viku búa fimm samherjar hans með honum. „Við búum í stóru húsi og annars væri þetta ekkert hægt. En fimm er í það mesta. Við útbjuggum tvær íbúðir inni hjá okkur þegar þetta ævintýri hófst,“ sagði Vigdís. Kattaunnandinn Tadeo Salduna.vísir/hulda margrét Argentínumaðurinn Tadeo Salduna hefur verið hjá Herði síðan uppgangur félagsins hófst fyrir nokkrum árum. Eftir að hafa búið á nokkrum stöðum á Ísafirði fluttist hann til þeirra Vigdísar og Óla. Nokkru síðar útvegaði Vigdís honum félagsskap sem margfaldaðist nokkuð, ef svo má segja. „Kötturinn sem við eigum varð víst óléttur og eignaðist fjóra kettlinga. Tadeo hafði ekki komist heim til sín lengi og ég gaf honum kött í fyrra. Hann hefur búið lengst hjá okkur. Hann var orðinn dálítið leiður á að flakka um bæinn þannig við gáfum honum herbergi hjá okkur og sagði að hann þyrfti ekkert að flytja. Og gaf honum kött til að sýna það. Hann er mikill kattamaður og á fullt af köttum heima,“ sagði Vigdís. Reddast allt á endanum Þegar Tadeo fór heim til sín í sumar þurfti Vigdís að passa köttinn. Hann slapp út og þá komu kettlingarnir undir. „Hann kennir mér um þetta. Kötturinn fékk aldrei að fara út fyrr en ég fór að passa hana. Ég leyfði henni að fara út og hún varð ólétt. Þetta er smá vesen. Ég vissi ekki einu sinni að hún væri ólétt. Hún fæddi bara í barnarúminu eina nóttina. Ég sendi skilaboð á Tadeo að hann yrði að koma strax aftur heim,“ sagði Vigdís skellihlæjandi. Mikið líf er á heimili fyrirliða Harðar, Óla Björns Vilhjálmssonar.vísir/hulda margrét Enn á eftir að finna samastað fyrir Brasilíumennina fjóra sem tínast til landsins á næstu dögum. „Það er í skoðun, hvort við leigjum íbúð eða hvað. Þetta reddast allt á endanum,“ sagði Vigdís að lokum. Hörður sækir ÍR heim í nýliðaslag í 4. umferð Olís-deildarinnar í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:40 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Olís-deild karla Hörður Ísafjarðarbær Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Sport Fleiri fréttir Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni