Börn Jóakims prins svipt titlum sínum Heimir Már Pétursson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 28. september 2022 14:09 Jóakim prins með Marie eiginkonu sinni, börnum þeirra og börnum Jóakims og Alexöndru, fyrrverandi eiginkonu hans. Getty/Patrick van Katwijk Margrét Þórhildur Danadrottning hefur ákveðið að börn Jóakims prins beri í framtíðinni ekki titlana prins og prinsessur. Breytingin tekur gildi þann 1. janúar 2023. Breytingin nær bæði til barnanna tveggja sem hann á með fyrrverandi eiginkonu sinni Alexöndru greyfynju og þeirra tveggja sem hann á með Marie prinsessu, núverandi eiginkonu. Alexandra segist hneyksluð. Öll fjölskyldan sé sammála um það. Bæði Jóakim og núverandi eiginkona hans, María prinsessa. „Við skiljum ekkert í þessari ákvörðun. Við erum sorgmædd og í áfalli. Ákvörðunin kemur eins og þruma úr heiðskíru lofti. Börnunum finnst þau útskúfuð. Þau skilja ekki hvers vegna sjálfsmynd þeirra er tekin af þeim,“ segir Alexandra í samtali við BT. Hvað gengur drottningunni til? Jóakim og Alexandra eiga börnin Nikolai og Felix. Jóakim á svo Henrik og Aþenu með núverandi konu sinni Marie. Þau munu áfram geta notast við titlana greifar og greyfynjur af Monpezat. Þann titil fá þau frá afa sínum Hinriki prins sem jafnframt var franskur greifi og hét fullu nafni Hinrik de Laborde de Monpezat. Jakob Steen Olsen er álitsgjafi hjá Berlingske í málefnum konungsfjölskyldunnar. Hann segir óvenjulegt að Alexandra bregðist svo harkalega við. Ákvarðanir Margrétar Þórhildar innan konungsfjölskyldunnar séu yfirleitt ekki til umræðu. Margrét Þórhildur, Guðni Th. Jóhannesson, Eliza Reid og Hinrik prins í Kaupmannahöfn í fyrstu opinberu heimsókn íslensku forsetahjónanna til erlends ríkis árið 2017.Vísir/AFP „Ég spyr mig hver þörfin sé. Hvers vegna að styggja fjölskyldu Jóakims prins þegar það er algjör óþarfi? Þetta snýst ekkert um peninga,“ segir Olsen. Vísar hann til þess að ákvörðunin leiddi ekki til neins sparnaðar fyrir danska ríkið. Börn Jóakims þiggja ekki lengur laun frá danska ríkinu eftir breytingu árið 2016. Olsen telur aðgerðina leið Margrétar drottningar til að styrkja konungsfjölskylduna til framtíðar. „Þetta er tilraun hennar til að snyrta tréð svo það geti haldið áfram að vaxa. “ Friðrik krónprins, sem verður Friðrik X, með eiginkonu sinni Maríu og börnum þeirra. Til vinstri við krónprinsinn er Kristján, elsti sonur þeirra sem yrði Kristján XI. Lengst til hægri er Ísabella sem er á fimmtánda ári í dag. Fremst eru tvíburasystkinin Vincent og Jósefína sem í dag eru á ellefta ári. Myndin var tekin í maí 2018.Getty Ákvörðunin gæti þó kynt undir mögulegum sögusögnum þess efnis að köldu andi milli drottningar og yngri sonar hennar. Það sé goðsögn sem nú væri ýtt undir. Ekki síst vegna þess að börn Friðriks krónprins og Mary krónprinsessu, þau Ísabella, Vincent og Jósefína, haldi sínum titlum sem prinsar og prinsessur. Segja má að Friðrik krónprins og María eiginkona hans hafi nú þegar tryggt erfðaröðina eins langt og hægt er að sjá fram í tímann. Kristján, elsti sonur þeirra, er gjörfulegur ungur maður á sautjánda ári. Ef svo vildi til að honum yrði ekki barna auðið á hann þrjú yngri systkini. Ísabellu sem er tveimur árum yngri en hann og tvíburasystkinin Vincent og Jósefínu sem eru á ellefta aldursári. Nokkuð víst má telja að eitthvert þeirra muni eignast börn í framtíðinni. Kóngafólk Danmörk Margrét Þórhildur II Danadrottning Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Fleiri fréttir Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Sjá meira
Alexandra segist hneyksluð. Öll fjölskyldan sé sammála um það. Bæði Jóakim og núverandi eiginkona hans, María prinsessa. „Við skiljum ekkert í þessari ákvörðun. Við erum sorgmædd og í áfalli. Ákvörðunin kemur eins og þruma úr heiðskíru lofti. Börnunum finnst þau útskúfuð. Þau skilja ekki hvers vegna sjálfsmynd þeirra er tekin af þeim,“ segir Alexandra í samtali við BT. Hvað gengur drottningunni til? Jóakim og Alexandra eiga börnin Nikolai og Felix. Jóakim á svo Henrik og Aþenu með núverandi konu sinni Marie. Þau munu áfram geta notast við titlana greifar og greyfynjur af Monpezat. Þann titil fá þau frá afa sínum Hinriki prins sem jafnframt var franskur greifi og hét fullu nafni Hinrik de Laborde de Monpezat. Jakob Steen Olsen er álitsgjafi hjá Berlingske í málefnum konungsfjölskyldunnar. Hann segir óvenjulegt að Alexandra bregðist svo harkalega við. Ákvarðanir Margrétar Þórhildar innan konungsfjölskyldunnar séu yfirleitt ekki til umræðu. Margrét Þórhildur, Guðni Th. Jóhannesson, Eliza Reid og Hinrik prins í Kaupmannahöfn í fyrstu opinberu heimsókn íslensku forsetahjónanna til erlends ríkis árið 2017.Vísir/AFP „Ég spyr mig hver þörfin sé. Hvers vegna að styggja fjölskyldu Jóakims prins þegar það er algjör óþarfi? Þetta snýst ekkert um peninga,“ segir Olsen. Vísar hann til þess að ákvörðunin leiddi ekki til neins sparnaðar fyrir danska ríkið. Börn Jóakims þiggja ekki lengur laun frá danska ríkinu eftir breytingu árið 2016. Olsen telur aðgerðina leið Margrétar drottningar til að styrkja konungsfjölskylduna til framtíðar. „Þetta er tilraun hennar til að snyrta tréð svo það geti haldið áfram að vaxa. “ Friðrik krónprins, sem verður Friðrik X, með eiginkonu sinni Maríu og börnum þeirra. Til vinstri við krónprinsinn er Kristján, elsti sonur þeirra sem yrði Kristján XI. Lengst til hægri er Ísabella sem er á fimmtánda ári í dag. Fremst eru tvíburasystkinin Vincent og Jósefína sem í dag eru á ellefta ári. Myndin var tekin í maí 2018.Getty Ákvörðunin gæti þó kynt undir mögulegum sögusögnum þess efnis að köldu andi milli drottningar og yngri sonar hennar. Það sé goðsögn sem nú væri ýtt undir. Ekki síst vegna þess að börn Friðriks krónprins og Mary krónprinsessu, þau Ísabella, Vincent og Jósefína, haldi sínum titlum sem prinsar og prinsessur. Segja má að Friðrik krónprins og María eiginkona hans hafi nú þegar tryggt erfðaröðina eins langt og hægt er að sjá fram í tímann. Kristján, elsti sonur þeirra, er gjörfulegur ungur maður á sautjánda ári. Ef svo vildi til að honum yrði ekki barna auðið á hann þrjú yngri systkini. Ísabellu sem er tveimur árum yngri en hann og tvíburasystkinin Vincent og Jósefínu sem eru á ellefta aldursári. Nokkuð víst má telja að eitthvert þeirra muni eignast börn í framtíðinni.
Kóngafólk Danmörk Margrét Þórhildur II Danadrottning Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Fleiri fréttir Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Sjá meira