Pétur kemur til Banana frá Myllunni en þar hefur hann bæði starfað sem bakari og verkstjóri í framleiðsludeild. Síðustu sextán ár hefur hann starfað þar sem sölustjóri og stýrt allri vöruþróun ásamt því að koma að framleiðslu og markaðsmálum.
„Ég er virkilega spenntur fyrir því að ganga til liðs við Banana. Ég hef fylgst með starfsemi félagsins lengi og hlakka til að taka þátt í að styrkja enn frekar þjónustu Banana við veitingamarkaðinn,“ er haft eftir Pétri í tilkynningu.
Jóhanna Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Banana, segir það vera mikið ánægjuefni að fá Pétur til liðs við Banana.
„Pétur hefur yfirgripsmikla reynslu og þekkingu á veitingarmarkaði sem að mun svo sannarlega styrkja okkur verulega í vegferðinni fram undan,“ segir Jóhanna.