Paragvæ er eitt af þeim fáu ríkjum sem eru enn í formlegu bandalagi með Taívan en þau ríki sem viðurkenna sjálfstæði Taívan eru aðeins fjórtán talsins. Ekki sé hægt að viðurkenna bæði Kína og Taívan.
Haft er eftir Benítez þar sem hann gagnrýnir fjárfestingu Taívan í öðrum ríkjum sem ekki eru yfirlýstir bandamenn þeirra. Guardian greinir frá þessu.
Benítez gaf í skyn að bandalag Paragvæ og Taívan hefð komið sér illa fyrir Paragvæ. Ríkið hefði tapað miklum tekjum á því að geta ekki flutt landbúnaðarafurðir sínar til Kína og ekki geta fengið bóluefni við Covid-19 þegar auðveldast var að fá þau frá Kína.
Utanríkisráðherra Paragvæ, Julio César Arriola á í kjölfar orða Benítez að hafa gert lítið úr ummælunum og sagt að bandalag Paragvæ og Taívan væri byggt á sameiginlegum gildum, ekki greiða gegn greiða eða „quid pro quo.“
Fréttin hefur verið uppfærð.