Brasilíumenn vilja úr gulu vegna Bolsonaro Valur Páll Eiríksson skrifar 30. september 2022 13:00 Fjölmargir stuðningsmenn vilja síður klæðast gulu treyjunni. Visionhaus/Getty Images Stuðningsmenn brasilíska landsliðsins eru margir hverjir hættir að klæðast frægri gulri treyju þessa sigursælasta landsliðs heims. Treyjan hafi verið gerð að pólitísku tákni öfgahægri afla í landinu. Higor Ramalho, stuðningsmaður landsliðsins, segir í viðtali við Al Jazeera að hann hafi ekki klæðst gulu treyjunni í fjögur ár. Síðast hafi hann klæðst henni á afmæli sínu í júní 2018. „Að klæðast gulu treyjunni fyllti mig áður stolti,“ segir hinn 33 ára gamli Ramalho við miðilinn. „Hún var tákn sigurs. Ég klæddist henni ekki aðeins á leikdögum, heldur dags daglega. Ég hef hætt að klæðast henni af pólitískum ástæðum. Núverandi forseti [Jair Bolsonaro], ásamt stuðningsfólki hans, hafa breytt treyjunni í pólitíska hreyfingu og tákn fyrir þeirra stjórnmálaflokk,“ „Þar sem ég styð ekki þessar hugmyndir þeirra neita ég að vera mistekinn sem einn þeirra,“ segir Ramalho. Gula treyjan á sér langa sögu en brasilíska liðið hefur þó ekki alltaf klæðst gulu. Brasilía tapaði úrslitaleik HM fyrir Úrúgvæ árið 1950 og klæddist þá hvítu. Eftir að hafa mistekist að fagna sigri á heimsmeistaramóti karla í árdaga mótsins og þetta sérstaklega slæma tap í úrslitaleiknum 1950 varð sú hugmynd viðtekin að bölvun hvíldi á hvítu treyjunni. Guli liturinn tók við árið 1953 eftir hönnunarsamkeppni um nýja treyju sem dró að 500 mismunandi hugmyndir. Treyjan hefur síðan orðið tákn sigurs, líkt og Ramalho nefnir að ofan. Pelé fór fyrir brasilísku landsliði sem vann HM 1958, 1962 og 1970. Romario var stjarnan í liðinu sem vann mótið 1994 og þá vann liðið einnig árið 2002 með Ronaldo fremstan í flokki. Merking treyjunnar hefur nú tekið á sig aðra mynd og má gera ráð fyrir að sjá hvíta litinn á þónokkrum stuðningsmönnum liðsins á HM í Katar í vetur. Brasilía Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Fleiri fréttir Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Higor Ramalho, stuðningsmaður landsliðsins, segir í viðtali við Al Jazeera að hann hafi ekki klæðst gulu treyjunni í fjögur ár. Síðast hafi hann klæðst henni á afmæli sínu í júní 2018. „Að klæðast gulu treyjunni fyllti mig áður stolti,“ segir hinn 33 ára gamli Ramalho við miðilinn. „Hún var tákn sigurs. Ég klæddist henni ekki aðeins á leikdögum, heldur dags daglega. Ég hef hætt að klæðast henni af pólitískum ástæðum. Núverandi forseti [Jair Bolsonaro], ásamt stuðningsfólki hans, hafa breytt treyjunni í pólitíska hreyfingu og tákn fyrir þeirra stjórnmálaflokk,“ „Þar sem ég styð ekki þessar hugmyndir þeirra neita ég að vera mistekinn sem einn þeirra,“ segir Ramalho. Gula treyjan á sér langa sögu en brasilíska liðið hefur þó ekki alltaf klæðst gulu. Brasilía tapaði úrslitaleik HM fyrir Úrúgvæ árið 1950 og klæddist þá hvítu. Eftir að hafa mistekist að fagna sigri á heimsmeistaramóti karla í árdaga mótsins og þetta sérstaklega slæma tap í úrslitaleiknum 1950 varð sú hugmynd viðtekin að bölvun hvíldi á hvítu treyjunni. Guli liturinn tók við árið 1953 eftir hönnunarsamkeppni um nýja treyju sem dró að 500 mismunandi hugmyndir. Treyjan hefur síðan orðið tákn sigurs, líkt og Ramalho nefnir að ofan. Pelé fór fyrir brasilísku landsliði sem vann HM 1958, 1962 og 1970. Romario var stjarnan í liðinu sem vann mótið 1994 og þá vann liðið einnig árið 2002 með Ronaldo fremstan í flokki. Merking treyjunnar hefur nú tekið á sig aðra mynd og má gera ráð fyrir að sjá hvíta litinn á þónokkrum stuðningsmönnum liðsins á HM í Katar í vetur.
Brasilía Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Fleiri fréttir Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira