Smalling tryggði Rómverjum frækinn sigur á Inter Arnar Geir Halldórsson skrifar 1. október 2022 18:05 Sigurmarkinu fagnað. vísir/Getty AS Roma hafði betur gegn Inter Milan í stórleik dagsins í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Inter komst yfir með marki Federico Dimarco eftir hálftíma leik en Paulo Dybala var fljótur að jafna metin fyrir gestina frá Rómarborg. Staðan var jöfn þar til á 75.mínútu þegar enski varnarmaðurinn Chris Smalling skoraði það sem reyndist sigurmark Roma. Með sigrinum lyfti Roma sér upp í fjórða sæti deildarinnar þar sem liðið hefur sextán stig. Inter hins vegar í sjöunda sæti með tólf stig. Ítalski boltinn
AS Roma hafði betur gegn Inter Milan í stórleik dagsins í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Inter komst yfir með marki Federico Dimarco eftir hálftíma leik en Paulo Dybala var fljótur að jafna metin fyrir gestina frá Rómarborg. Staðan var jöfn þar til á 75.mínútu þegar enski varnarmaðurinn Chris Smalling skoraði það sem reyndist sigurmark Roma. Með sigrinum lyfti Roma sér upp í fjórða sæti deildarinnar þar sem liðið hefur sextán stig. Inter hins vegar í sjöunda sæti með tólf stig.