Svipta hulunni af þema Met Gala Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 30. september 2022 18:00 Met Gala. stærsti tískuviðburður ársins fer fram 1. maí næstkomandi. Þar verður hönnuðurinn Karl Lagerfeld heiðraður. Getty/ Dimitrios Kambouris/Sean Zanni/Patrick McMullan Óhætt er að segja að hinn árlegi Met Gala viðburður sé einn stærsti tískuviðburður ársins. Á hverju ári er valið sérstakt þema fyrir viðburðinn sem skærustu stjörnur heims klæða sig eftir. Það hafa því eflaust margir beðið spenntir eftir því að fá að vita hvaða þema verður fyrir valinu fyrir þennan stórviðburð á næsta ári. Skipuleggjendur Met Gala tilkynntu í dag að þemað verði Karl Lagerfeld: A Line of Beauty. Lagerfeld var listrænn stjórnandi Chanel tískurisans. Hann lést úr krabbameini fyrir þremur árum síðan, þá áttatíu og fimm ára gamall. Karl Lagerfeld var einn þekktasti hönnuður heims. Hvíta hárið og svört sólgleraugun voru hans sérkenni.Getty/Bertland Rindoff Yfir sextíu og fimm ára langur ferill Markmið þemans er að varpa ljósi á þær listrænu aðferðir og þá hátísku hugmyndafræði sem liggur að baki allri hönnun Lagerfelds. Lagerfeld starfaði sem hönnuður í meira en sextíu og fimm ár. Á ferlinum vann hann með mörgum af stærstu tískuhúsum heims, ásamt því að hanna undir sínu eigin merki. Hann gaf út sína síðustu línu árið 2019, árið sem hann lést. View this post on Instagram A post shared by KARL LAGERFELD (@karllagerfeld) Skærustu stjörnurnar í dýrustu flíkunum Viðburðurinn fer alltaf fram á fyrsta mánudegi maí mánaðar á Metropolitian safninu í New York. Þar mætast listir, menning og tíska á óaðfinnanlegan hátt og stórstjörnur heimsins ganga rauða dregilinn í einhverjum dýrustu flíkum heims. Aðeins vel valdar stórstjörnur sem fá boð á viðburðinn. Samhliða viðburðinum mun opna sýning á Metropolitian safninu þar sem um hundrað og fimmtíu flíkur hannaðar af Lagerfeld verða til sýnis. Þrátt fyrir að Met Gala viðburðurinn sjálfur sé aðeins fyrir útvalda, verður sýningin aðgengileg almenningi út júlí. Tíska og hönnun Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
Skipuleggjendur Met Gala tilkynntu í dag að þemað verði Karl Lagerfeld: A Line of Beauty. Lagerfeld var listrænn stjórnandi Chanel tískurisans. Hann lést úr krabbameini fyrir þremur árum síðan, þá áttatíu og fimm ára gamall. Karl Lagerfeld var einn þekktasti hönnuður heims. Hvíta hárið og svört sólgleraugun voru hans sérkenni.Getty/Bertland Rindoff Yfir sextíu og fimm ára langur ferill Markmið þemans er að varpa ljósi á þær listrænu aðferðir og þá hátísku hugmyndafræði sem liggur að baki allri hönnun Lagerfelds. Lagerfeld starfaði sem hönnuður í meira en sextíu og fimm ár. Á ferlinum vann hann með mörgum af stærstu tískuhúsum heims, ásamt því að hanna undir sínu eigin merki. Hann gaf út sína síðustu línu árið 2019, árið sem hann lést. View this post on Instagram A post shared by KARL LAGERFELD (@karllagerfeld) Skærustu stjörnurnar í dýrustu flíkunum Viðburðurinn fer alltaf fram á fyrsta mánudegi maí mánaðar á Metropolitian safninu í New York. Þar mætast listir, menning og tíska á óaðfinnanlegan hátt og stórstjörnur heimsins ganga rauða dregilinn í einhverjum dýrustu flíkum heims. Aðeins vel valdar stórstjörnur sem fá boð á viðburðinn. Samhliða viðburðinum mun opna sýning á Metropolitian safninu þar sem um hundrað og fimmtíu flíkur hannaðar af Lagerfeld verða til sýnis. Þrátt fyrir að Met Gala viðburðurinn sjálfur sé aðeins fyrir útvalda, verður sýningin aðgengileg almenningi út júlí.
Tíska og hönnun Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira