Hildur Guðnadóttir eigi möguleika á að slá met hljóti hún tilnefningu Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 30. september 2022 23:56 Hildur Guðnadóttir tónskáld á Óskarsverðlaunahátíðinni 2020. Íslenska tónskáldið Hildur Guðnadóttir er sögð eiga möguleika á því að vera tilnefnd til tveggja Óskarsverðlauna á komandi hátíð. Bæði fyrir tónlist sína í kvikmyndinni „Tár“ og „Women Talking.“ Verði Hildur tilnefnd fyrir tónlist sína í báðum kvikmyndum verður hún fyrsta konan til þess að vera tilnefnd fyrir tvær kvikmyndir í einu í flokki frumsamdar kvikmyndatónlistar. Þessu greinir Variety frá. Tvísýnt var hvort Hildur gæti hlotið tilnefningu fyrir tónlist sína í kvikmyndinni „Tár“ þar sem hluti af tónlist myndarinnar er samin af öðrum en myndin fjallar um framúrskarandi tónskáld og tónlistarstjóra. Sextíu prósent tónlistar kvikmyndarinnar verður að vera frumsamin og hafi Variety fengið staðfestingu á því að svo sé. Hljóti Hildur aðeins eina tilnefningu í ár yrði hún þriðja konan til þess að hljóta meira en eina tilnefningu í fyrrnefndum flokki. Konan sem hefur hlotið flestar tilnefningar í flokknum er Rachel Portman en hún hefur hlotið þrjár. Hildur hefur því möguleika á að jafna standandi met. Hildur vann eftirminnilega til Óskarsverðlauna í sama flokki árið 2020 fyrir tónlist sína í kvikmyndinni „Joker“ með Joaquin Phoenix í aðalhlutverki. Tónlist Bíó og sjónvarp Óskarsverðlaunin Hollywood Hildur Guðnadóttir Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Verði Hildur tilnefnd fyrir tónlist sína í báðum kvikmyndum verður hún fyrsta konan til þess að vera tilnefnd fyrir tvær kvikmyndir í einu í flokki frumsamdar kvikmyndatónlistar. Þessu greinir Variety frá. Tvísýnt var hvort Hildur gæti hlotið tilnefningu fyrir tónlist sína í kvikmyndinni „Tár“ þar sem hluti af tónlist myndarinnar er samin af öðrum en myndin fjallar um framúrskarandi tónskáld og tónlistarstjóra. Sextíu prósent tónlistar kvikmyndarinnar verður að vera frumsamin og hafi Variety fengið staðfestingu á því að svo sé. Hljóti Hildur aðeins eina tilnefningu í ár yrði hún þriðja konan til þess að hljóta meira en eina tilnefningu í fyrrnefndum flokki. Konan sem hefur hlotið flestar tilnefningar í flokknum er Rachel Portman en hún hefur hlotið þrjár. Hildur hefur því möguleika á að jafna standandi met. Hildur vann eftirminnilega til Óskarsverðlauna í sama flokki árið 2020 fyrir tónlist sína í kvikmyndinni „Joker“ með Joaquin Phoenix í aðalhlutverki.
Tónlist Bíó og sjónvarp Óskarsverðlaunin Hollywood Hildur Guðnadóttir Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira