Lindsay Lohan snýr aftur í nóvember Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 4. október 2022 11:54 Lohan hefur lítið sést á skjánum á síðustu árum en nú virðist Lohan tímabil vera að hefjast. Getty/Santiago Felipe Á deginum sem Aaron Samuels spurði Cady Heron hvaða dagur væri, Mean Girls deginum þann 3. október birti Lindsay Lohan plakatið fyrir komandi Netflix mynd sína „Falling for Christmas.“ Tökur myndarinnar stóðu yfir fyrir rétt tæpu ári en í aðalhlutverki ásamt Lohan er Glee leikarinn Chord Overstreet. Kvikmyndin er sú fyrsta af þessari stærðargráðu fyrir Lohan í nærri áratug. Vulture greinir frá þessu. It s October 3rd. Now get ready for November 10th. (What happens on Wednesdays again??) @#FallingForChristmas pic.twitter.com/SjhRHFOov8— Lindsay Lohan (@lindsaylohan) October 3, 2022 Söguþráður myndarinnar virðist fara eftir týpískri formúlu rómantískra jólakvikmynda. Lohan leikur nýtrúlofaðan hótelerfingja sem lendir í skíðaslysi sem veldur minnisleysi. Kvikmyndin er hluti af þriggja kvikmynda samningi sem Lohan gerði við Netflix en hún er nú sögð stödd á Írlandi við tökur á sinni næstu á vegum streymisveitunnar, „Irish wish.“ Lohan er einna þekktust fyrir leik sinn í fjölskyldumyndinni „The Parent Trap“ frá árinu 1998, „Mean Girls“ frá árinu 2004 og „Freaky Friday“ frá 2003. Lohan hefur lítið verið í sviðsljósinu á síðustu árum en virðist nú vilja stíga aftur inn í bransann og glæða leiklistarferil sinn lífi á ný. Í myndbandinu hér að ofan má sjá Lohan fara yfir helstu tískuaugnablik ferils síns og fara yfir skemmtilegar minningar frá ferlinum. Bíó og sjónvarp Netflix Jól Tengdar fréttir Lindsay Lohan snýr aftur í rómantískri jólamynd Leikkonan og barnastjarnan Lindsay Lohan snýr aftur á skjáinn eftir langa fjarveru. Hún fer með aðalhlutverk í rómantískri gamanmynd sem væntanleg er á Netflix um jólin á næsta ári. 17. nóvember 2021 15:30 Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Tökur myndarinnar stóðu yfir fyrir rétt tæpu ári en í aðalhlutverki ásamt Lohan er Glee leikarinn Chord Overstreet. Kvikmyndin er sú fyrsta af þessari stærðargráðu fyrir Lohan í nærri áratug. Vulture greinir frá þessu. It s October 3rd. Now get ready for November 10th. (What happens on Wednesdays again??) @#FallingForChristmas pic.twitter.com/SjhRHFOov8— Lindsay Lohan (@lindsaylohan) October 3, 2022 Söguþráður myndarinnar virðist fara eftir týpískri formúlu rómantískra jólakvikmynda. Lohan leikur nýtrúlofaðan hótelerfingja sem lendir í skíðaslysi sem veldur minnisleysi. Kvikmyndin er hluti af þriggja kvikmynda samningi sem Lohan gerði við Netflix en hún er nú sögð stödd á Írlandi við tökur á sinni næstu á vegum streymisveitunnar, „Irish wish.“ Lohan er einna þekktust fyrir leik sinn í fjölskyldumyndinni „The Parent Trap“ frá árinu 1998, „Mean Girls“ frá árinu 2004 og „Freaky Friday“ frá 2003. Lohan hefur lítið verið í sviðsljósinu á síðustu árum en virðist nú vilja stíga aftur inn í bransann og glæða leiklistarferil sinn lífi á ný. Í myndbandinu hér að ofan má sjá Lohan fara yfir helstu tískuaugnablik ferils síns og fara yfir skemmtilegar minningar frá ferlinum.
Bíó og sjónvarp Netflix Jól Tengdar fréttir Lindsay Lohan snýr aftur í rómantískri jólamynd Leikkonan og barnastjarnan Lindsay Lohan snýr aftur á skjáinn eftir langa fjarveru. Hún fer með aðalhlutverk í rómantískri gamanmynd sem væntanleg er á Netflix um jólin á næsta ári. 17. nóvember 2021 15:30 Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Lindsay Lohan snýr aftur í rómantískri jólamynd Leikkonan og barnastjarnan Lindsay Lohan snýr aftur á skjáinn eftir langa fjarveru. Hún fer með aðalhlutverk í rómantískri gamanmynd sem væntanleg er á Netflix um jólin á næsta ári. 17. nóvember 2021 15:30