„Það eina sem skiptir máli er að vinna og hjálpa liðinu“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. október 2022 22:00 Trent Alexander-Arnold var eðlilega kátur eftir sigurinn í kvöld. Robbie Jay Barratt - AMA/Getty Images Trent Alexander-Arnold, leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool, gat leyft sér að brosa eftir 2-0 sigur liðsins gegn Rangers í Meistaradeild Evrópu í kvöld. „Frammistaðan hjá strákunum var frábær. Við vorum vonsviknir eftir jafnteflið á laugardaginn þar sem við komumst aldrei í gang og pressan var ekki til staðar. Við vorum hægir, en þetta var algjör andstaða í dag. Við byrjuðum vel og héldum áfram allan leikinn. Þeir áttu sín augnablik og seinni hálfleikurinn var erfiður, en heilt yfir spiluðum við mjög vel,“ sagði Trent að leik loknum. Bakvörðurinn skoraði fyrra mark Liverpool í kvöld, glæsilegt mark beint úr aukapspyrnu. „Ég skora venjulega ekki frá þessari hlið. Ég skora yfirleitt hinumegin á vellinum. Þetta snérist bara um að koma boltanum á markið, það er það sem ég hef verið að einbeita mér að á æfingum. Ef þú nærð að koma skotinu á markið eru alltaf líkur á því að hann fari inn eða að liðið fái frákast.“ Englendingurinn hefur þurft að hlusta á nokkra gagnrýni í sinn garð undanfarnar vikur, en hann segist reyna að leiða hana hjá sér. „Það er alveg sama hvað gengur á, ég reyni alltaf að hugsa jákvætt. Fólk segir allskonar hluti en fyrir mér snýst þetta um að standa sig fyrir liðið þitt. Það eina sem skiptir máli er að vinna og hjálpa liðinu. Ég hef ekki byrjað tímabilið eins vel og ég hefði viljað, en ég hlakka til þess sem koma skal á tímabilinu.“ „Þetta ár verður mjög erfitt. Það er það sem við erum vanir, þrír leikir á viku. Það eru engar afsakanir. Það er spennandi að eiga svona marga leiki framundan,“ sagði Trent að lokum. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira
„Frammistaðan hjá strákunum var frábær. Við vorum vonsviknir eftir jafnteflið á laugardaginn þar sem við komumst aldrei í gang og pressan var ekki til staðar. Við vorum hægir, en þetta var algjör andstaða í dag. Við byrjuðum vel og héldum áfram allan leikinn. Þeir áttu sín augnablik og seinni hálfleikurinn var erfiður, en heilt yfir spiluðum við mjög vel,“ sagði Trent að leik loknum. Bakvörðurinn skoraði fyrra mark Liverpool í kvöld, glæsilegt mark beint úr aukapspyrnu. „Ég skora venjulega ekki frá þessari hlið. Ég skora yfirleitt hinumegin á vellinum. Þetta snérist bara um að koma boltanum á markið, það er það sem ég hef verið að einbeita mér að á æfingum. Ef þú nærð að koma skotinu á markið eru alltaf líkur á því að hann fari inn eða að liðið fái frákast.“ Englendingurinn hefur þurft að hlusta á nokkra gagnrýni í sinn garð undanfarnar vikur, en hann segist reyna að leiða hana hjá sér. „Það er alveg sama hvað gengur á, ég reyni alltaf að hugsa jákvætt. Fólk segir allskonar hluti en fyrir mér snýst þetta um að standa sig fyrir liðið þitt. Það eina sem skiptir máli er að vinna og hjálpa liðinu. Ég hef ekki byrjað tímabilið eins vel og ég hefði viljað, en ég hlakka til þess sem koma skal á tímabilinu.“ „Þetta ár verður mjög erfitt. Það er það sem við erum vanir, þrír leikir á viku. Það eru engar afsakanir. Það er spennandi að eiga svona marga leiki framundan,“ sagði Trent að lokum.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira