Eigandi City sakaður um að aðstoða rússneska óligarka við að komast undan refsiaðgerðum Valur Páll Eiríksson skrifar 5. október 2022 12:30 Sheikh Mansour er eigandi Manchester City og hátt settur í stjórnkerfi Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Nordicphotos/AFP Sheikh Mansour bin Zayed Al Nahyan, eigandi enska knattspyrnuliðsins Manchester City og staðgengill forsætisráðherra í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, gæti sætt rannsókn breskra yfirvalda vegna ásakana um að aðstoða rússneska óligarka við að komast undan refsiaðgerðum breskra yfirvalda. Bresk yfirvöld komu hörðum refsiaðgerðum til framkvæmda eftir innrás Rússa í Úkraínu snemma á þessu ári. Aðgerðirnar snertu rússneska auðkýfinga sem áttu sterk tengsl við Vladimir Pútín, Rússlandsforseta. Ein afleiðing þeirra refsiaðgerða var sú að Rússinn Roman Abramovich neyddist til að selja enska knattspyrnuliðið Chelsea eftir 19 ára eignartíð. Fyrir tilstuðlan úkraínsks aktívista hafa alþjóðalögfræðingnir Rhys Davies og Ben Keith kynnt gögn fyrir James Cleverly, utanríkisráðherra Bretlands, sem sýni fram á að Sheikh Mansour hafi átt stórt hlutverk í því að aðstoða rússneska peningamenn við að koma fé og eignum frá Bretlandi til Furstadæmanna. Það hafi þeir gert til aðverja eignir sínar og komast undan refsiaðgerðum breskra stjórnvalda. Utanríkisráðuneyti Bretlands er sagt vera með málið til skoðunar en ekki sé ákveðið hvort málið verði rannsakað til hlítar. Samkvæmt lögfræðingunum tveimur eru Sameinuðu arabísku furstadæmin nú „almennt álitin sem megin áfangastaður fyrir stuðningsmenn Pútíns sem sæta refsiaðgerðum“. Enn fremur segja þeir rússneska milljarðamæringa í auknum mæli leita til Sheikh Mansour til að finna undan illa fengnum auð sínum skjól frá refsiaðgerðum. Sameinuðu arabísku furstadæmin Enski boltinn Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Fleiri fréttir „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Guardiola segist bara vera með þrettán heilbrigða leikmenn Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Lítur út fyrir að United þurfi að bíða eftir Amorim Sjá meira
Bresk yfirvöld komu hörðum refsiaðgerðum til framkvæmda eftir innrás Rússa í Úkraínu snemma á þessu ári. Aðgerðirnar snertu rússneska auðkýfinga sem áttu sterk tengsl við Vladimir Pútín, Rússlandsforseta. Ein afleiðing þeirra refsiaðgerða var sú að Rússinn Roman Abramovich neyddist til að selja enska knattspyrnuliðið Chelsea eftir 19 ára eignartíð. Fyrir tilstuðlan úkraínsks aktívista hafa alþjóðalögfræðingnir Rhys Davies og Ben Keith kynnt gögn fyrir James Cleverly, utanríkisráðherra Bretlands, sem sýni fram á að Sheikh Mansour hafi átt stórt hlutverk í því að aðstoða rússneska peningamenn við að koma fé og eignum frá Bretlandi til Furstadæmanna. Það hafi þeir gert til aðverja eignir sínar og komast undan refsiaðgerðum breskra stjórnvalda. Utanríkisráðuneyti Bretlands er sagt vera með málið til skoðunar en ekki sé ákveðið hvort málið verði rannsakað til hlítar. Samkvæmt lögfræðingunum tveimur eru Sameinuðu arabísku furstadæmin nú „almennt álitin sem megin áfangastaður fyrir stuðningsmenn Pútíns sem sæta refsiaðgerðum“. Enn fremur segja þeir rússneska milljarðamæringa í auknum mæli leita til Sheikh Mansour til að finna undan illa fengnum auð sínum skjól frá refsiaðgerðum.
Sameinuðu arabísku furstadæmin Enski boltinn Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Fleiri fréttir „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Guardiola segist bara vera með þrettán heilbrigða leikmenn Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Lítur út fyrir að United þurfi að bíða eftir Amorim Sjá meira