Skagfirðingar segja að þetta verði frystihús framtíðarinnar Kristján Már Unnarsson skrifar 5. október 2022 22:31 Tölvugerð mynd af fyrirhuguðu fiskvinnsluhúsi FISK Seafood á Sauðárkróki. Fyrirtækið er dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga. FISK Seafood/Stoð verkfræðistofa Mikil atvinnuuppbygging er framundan á Sauðárkróki. Þar ber hæst byggingu nýrrar hátæknifiskvinnslu, sem heimamenn segja að verði frystihús framtíðarinnar. Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um atvinnulíf á Sauðárkróki en við sögðum nýlega frá grósku í húsbyggingum í Skagafirði. Þá kom fram að yfir fimmtíu íbúðir væru í smíðum um þessar mundir víðsvegar um sveitarfélagið. Séð yfir Sauðárkrókshöfn.Egill Aðalsteinsson En það eru ekki bara íbúðabyggingar. Atvinnulífið er einnig í framkvæmdahug. Á hafnarsvæðinu á Sauðárkróki eru uppi stór áform. „Við erum að gera ráð fyrir stækkun á höfninni. Þar er atvinnulífið heldur betur að taka við sér,“ segir Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar. Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar.Sigurjón Ólason „Þar er til dæmis FISK Seafood að fara af stað með 8.000 fermetra byggingu, nýja fiskvinnslu, hátæknifiskvinnslu.“ Grafískar myndir frá verkfræðistofunni Stoð sýna hvernig áformað er að byggingin muni líta út. Framkvæmdastjóri FISK Seafood, Friðbjörn Ásbjörnsson, segir að þeir kalli það frystihús framtíðarinnar. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist á næsta ári, eða um leið og búið verður að rýma og rífa á annan tug eldri og smærri húsa sem núna eru á lóðinni. Á annan tug eldri bygginga mun víkja af lóðinni til að rýma fyrir nýja fiskvinnsluhúsinu.FISK Seafood/Stoð verkfræðistofa Í samtali við héraðsfréttamiðilinn Feyki fyrr á árinu sagði Friðbjörn að nýja frystihúsið myndi bæði auka gæði vinnslunnar til muna og lækka tilkostnað og skipta þannig miklu máli fyrir samkeppnishæfni FISK Seafood á alþjóðlegum mörkuðum. Vinnuumhverfi starfsfólks myndi jafnframt gjörbreytast, flæði yrði hraðara, minni kuldi við færiböndin, störfin yrðu léttari og þungur burður minni. Áformað er að húsið verði um átta þúsund fermetrar að stærð. Til samanburðar má geta þess að löglegur knattspyrnuvöllur í fullri stærð er um sjö þúsund fermetrar.FISK Seafood/Stoð verkfræðistofa Fyrirtæki í iðnaði og þjónustu eru einnig að huga að stækkun sem og fleiri tengd sjávarútvegi, að sögn sveitarstjórans. „Nýr fiskmarkaður að taka til starfa. Kjarninn að gera ráð fyrir stækkun, sem er svona bílaverkstæði, vélaverkstæði og fleira. Dögun rækjuvinnsla, steypustöðin. Steinull er eitthvað að íhuga málin. Það er sem betur fer allsstaðar uppbygging í atvinnulífi,“ segir Sigfús Ingi. Svona mun húsið líta út, séð úr austri. Horft í átt að Gönguskörðum.FISK Seafood/Stoð verkfræðistofa Af upptalningunni má heyra að Sauðárkrókur býr við fjölbreyttara atvinnulíf en víða gerist í bæjum utan suðvesturhornsins. „Atvinnulífið er gríðarlega sterkt hérna, miðað við stærð. Það er fjölbreytt atvinnulíf. Við erum sennilega undir eitt prósent atvinnuleysi í dag. Okkur vantar fólk. Það er húsnæðisskortur, þrátt fyrir þetta allt saman. Hér bara líkar fólki vel. Þetta er gott samfélag. Hér er góð þjónusta, fjölbreytt atvinnulíf. Allir fá vinnu við sitt hæfi. Hér er bara gott að vera,“ segir sveitarstjóri Skagafjarðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Skagafjörður Sjávarútvegur Tengdar fréttir Fólki fjölgar í Skagafirði, lóðir rjúka út og tugir íbúða í smíðum Gróska er í húsbyggingum í Skagafirði og eru yfir fimmtíu íbúðir í smíðum um þessar mundir víðsvegar um sveitarfélagið. Hitaveita, ljósleiðari og leikskólapláss eru galdurinn, að sögn sveitarstjórans. 13. september 2022 23:13 Á verkstæðinu á Sauðárkróki segjast þeir geta gert við allt Skagfirðingar eiga sennilegasta fjölhæfasta verkstæði landsins, sem um leið er stærsta bílaverkstæði landsbyggðarinnar. Þar er gert við nánast alla hluti undir sama þaki. 10. apríl 2018 21:15 Hvetja til orkusparnaðar með því að einangra húsin meira Steinullarmenn á Sauðárkróki hvetja til orkusparnaðar með því að landsmenn einangri hús sín ennþá betur. Þeir telja að mörg svæði á landinu þyldu mun meiri einangrun. 5. apríl 2018 13:45 Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um atvinnulíf á Sauðárkróki en við sögðum nýlega frá grósku í húsbyggingum í Skagafirði. Þá kom fram að yfir fimmtíu íbúðir væru í smíðum um þessar mundir víðsvegar um sveitarfélagið. Séð yfir Sauðárkrókshöfn.Egill Aðalsteinsson En það eru ekki bara íbúðabyggingar. Atvinnulífið er einnig í framkvæmdahug. Á hafnarsvæðinu á Sauðárkróki eru uppi stór áform. „Við erum að gera ráð fyrir stækkun á höfninni. Þar er atvinnulífið heldur betur að taka við sér,“ segir Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar. Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar.Sigurjón Ólason „Þar er til dæmis FISK Seafood að fara af stað með 8.000 fermetra byggingu, nýja fiskvinnslu, hátæknifiskvinnslu.“ Grafískar myndir frá verkfræðistofunni Stoð sýna hvernig áformað er að byggingin muni líta út. Framkvæmdastjóri FISK Seafood, Friðbjörn Ásbjörnsson, segir að þeir kalli það frystihús framtíðarinnar. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist á næsta ári, eða um leið og búið verður að rýma og rífa á annan tug eldri og smærri húsa sem núna eru á lóðinni. Á annan tug eldri bygginga mun víkja af lóðinni til að rýma fyrir nýja fiskvinnsluhúsinu.FISK Seafood/Stoð verkfræðistofa Í samtali við héraðsfréttamiðilinn Feyki fyrr á árinu sagði Friðbjörn að nýja frystihúsið myndi bæði auka gæði vinnslunnar til muna og lækka tilkostnað og skipta þannig miklu máli fyrir samkeppnishæfni FISK Seafood á alþjóðlegum mörkuðum. Vinnuumhverfi starfsfólks myndi jafnframt gjörbreytast, flæði yrði hraðara, minni kuldi við færiböndin, störfin yrðu léttari og þungur burður minni. Áformað er að húsið verði um átta þúsund fermetrar að stærð. Til samanburðar má geta þess að löglegur knattspyrnuvöllur í fullri stærð er um sjö þúsund fermetrar.FISK Seafood/Stoð verkfræðistofa Fyrirtæki í iðnaði og þjónustu eru einnig að huga að stækkun sem og fleiri tengd sjávarútvegi, að sögn sveitarstjórans. „Nýr fiskmarkaður að taka til starfa. Kjarninn að gera ráð fyrir stækkun, sem er svona bílaverkstæði, vélaverkstæði og fleira. Dögun rækjuvinnsla, steypustöðin. Steinull er eitthvað að íhuga málin. Það er sem betur fer allsstaðar uppbygging í atvinnulífi,“ segir Sigfús Ingi. Svona mun húsið líta út, séð úr austri. Horft í átt að Gönguskörðum.FISK Seafood/Stoð verkfræðistofa Af upptalningunni má heyra að Sauðárkrókur býr við fjölbreyttara atvinnulíf en víða gerist í bæjum utan suðvesturhornsins. „Atvinnulífið er gríðarlega sterkt hérna, miðað við stærð. Það er fjölbreytt atvinnulíf. Við erum sennilega undir eitt prósent atvinnuleysi í dag. Okkur vantar fólk. Það er húsnæðisskortur, þrátt fyrir þetta allt saman. Hér bara líkar fólki vel. Þetta er gott samfélag. Hér er góð þjónusta, fjölbreytt atvinnulíf. Allir fá vinnu við sitt hæfi. Hér er bara gott að vera,“ segir sveitarstjóri Skagafjarðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Skagafjörður Sjávarútvegur Tengdar fréttir Fólki fjölgar í Skagafirði, lóðir rjúka út og tugir íbúða í smíðum Gróska er í húsbyggingum í Skagafirði og eru yfir fimmtíu íbúðir í smíðum um þessar mundir víðsvegar um sveitarfélagið. Hitaveita, ljósleiðari og leikskólapláss eru galdurinn, að sögn sveitarstjórans. 13. september 2022 23:13 Á verkstæðinu á Sauðárkróki segjast þeir geta gert við allt Skagfirðingar eiga sennilegasta fjölhæfasta verkstæði landsins, sem um leið er stærsta bílaverkstæði landsbyggðarinnar. Þar er gert við nánast alla hluti undir sama þaki. 10. apríl 2018 21:15 Hvetja til orkusparnaðar með því að einangra húsin meira Steinullarmenn á Sauðárkróki hvetja til orkusparnaðar með því að landsmenn einangri hús sín ennþá betur. Þeir telja að mörg svæði á landinu þyldu mun meiri einangrun. 5. apríl 2018 13:45 Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
Fólki fjölgar í Skagafirði, lóðir rjúka út og tugir íbúða í smíðum Gróska er í húsbyggingum í Skagafirði og eru yfir fimmtíu íbúðir í smíðum um þessar mundir víðsvegar um sveitarfélagið. Hitaveita, ljósleiðari og leikskólapláss eru galdurinn, að sögn sveitarstjórans. 13. september 2022 23:13
Á verkstæðinu á Sauðárkróki segjast þeir geta gert við allt Skagfirðingar eiga sennilegasta fjölhæfasta verkstæði landsins, sem um leið er stærsta bílaverkstæði landsbyggðarinnar. Þar er gert við nánast alla hluti undir sama þaki. 10. apríl 2018 21:15
Hvetja til orkusparnaðar með því að einangra húsin meira Steinullarmenn á Sauðárkróki hvetja til orkusparnaðar með því að landsmenn einangri hús sín ennþá betur. Þeir telja að mörg svæði á landinu þyldu mun meiri einangrun. 5. apríl 2018 13:45