Nýjar kynslóðir Range Rover Sport og Range Rover Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 6. október 2022 07:00 Range Rover. Jaguar Land Rover við Hestháls frumsýnir á laugardag, 8. október, nýjar kynslóðir tveggja bíla frá Land Rover í Bretlandi. Um er að ræða Range Rover Sport (L461) og Ranger Rover (L460), en framleiðandinn frumsýndi þann fyrr nefnda á heimsvísu með eftirminnilegu myndbandi við Kárahnjúka fyrr á árinu, sem streymt var á netinu. Þar var tekist á við akstur í Hafrahvammagljúfri í kapphlaupi við tímann áður en vatnsborð Hálslóns færi á yfirfall með beljandi fljótinu sem þá yfirtekur gljúfrið með 750 tonna vatnsmagni á mínútu. Meðfylgjandi er fréttatilkynning frá BL. Range Rover Sport SE P400. Range Rover Sport Nokkrar mismunandi útfærslur Range Rover Sport eru í boði hjá Jaguar Land Rover á Íslandi en höfuðáherslan verður lögð á tengiltvinnbílinn (PHEV) með sex strokka bensínvél og forþjöppu auk rafmótors og eru gerðirnar annars vegar 440 hestöfl og hins vegar 510 hestöfl sem skila hröðun frá 5,4 sekúndum í 5,8 sekúndur í 100 km/klst. Rafhlaðan í tengiltvinnbílnum er ein sú stærsta sem boðin er í nokkrum bíl í dag eða 38 kWh og er uppgefin drægni 113 kílómetrar samkvæmt WLTP. Allar gerðir Range Rover Sport eru að sjálfsögðu búnar allri nýjustu þæginda- og driftækni Land Rover ásamt einstökum þægindabúnaði í farþegarýminu sem gestum frumsýningarinnar gefst kostur á að kynna sér nánar á sýningunni. Verð Range Rover Sport er frá kr. 17.490.000. Range Rover Í tilfelli flaggskipsins Ranger Rover verður lögð áhersla á kynningu á fyrstu útgáfu bílsins (First Edition) sem kemur í sérstöku möttum kynningarlit. Þessi nýjasta kynslóð Range Rover er ný frá grunni, svo miklar eru breytingarnar þótt engum dyljist að öll megineinkenni flaggskipsins séu enn á sínum stað. Meðal nýjunga, fyrir utan breytt útlit, má nefna óvenjulítinn beygjuradíus miðað við lengd, eða aðeins 10,9 m enda beygir bíllinn á öllum fjórum hjólum. Auk þess er Range Rover nú í fyrsta sinn fáanlegur 7 manna í lengri útgáfunni. Range Rover er, eins og í tilfelli Range Rover Sport, boðinn í mismunandi vélaútgáfum, bæði sex strokka dísilvélum, sem gefa allt að 350 hestöfl, og einni átta strokka 530 hestafla bensínvél. Á næsta ári kemur bíllinn svo í tengiltvinnútgáfu, annars vegar 440 hestöfl og hins vegar 510 hestöfl. Verð Range Rover er frá kr. 21.890.000. Bílar Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Þar var tekist á við akstur í Hafrahvammagljúfri í kapphlaupi við tímann áður en vatnsborð Hálslóns færi á yfirfall með beljandi fljótinu sem þá yfirtekur gljúfrið með 750 tonna vatnsmagni á mínútu. Meðfylgjandi er fréttatilkynning frá BL. Range Rover Sport SE P400. Range Rover Sport Nokkrar mismunandi útfærslur Range Rover Sport eru í boði hjá Jaguar Land Rover á Íslandi en höfuðáherslan verður lögð á tengiltvinnbílinn (PHEV) með sex strokka bensínvél og forþjöppu auk rafmótors og eru gerðirnar annars vegar 440 hestöfl og hins vegar 510 hestöfl sem skila hröðun frá 5,4 sekúndum í 5,8 sekúndur í 100 km/klst. Rafhlaðan í tengiltvinnbílnum er ein sú stærsta sem boðin er í nokkrum bíl í dag eða 38 kWh og er uppgefin drægni 113 kílómetrar samkvæmt WLTP. Allar gerðir Range Rover Sport eru að sjálfsögðu búnar allri nýjustu þæginda- og driftækni Land Rover ásamt einstökum þægindabúnaði í farþegarýminu sem gestum frumsýningarinnar gefst kostur á að kynna sér nánar á sýningunni. Verð Range Rover Sport er frá kr. 17.490.000. Range Rover Í tilfelli flaggskipsins Ranger Rover verður lögð áhersla á kynningu á fyrstu útgáfu bílsins (First Edition) sem kemur í sérstöku möttum kynningarlit. Þessi nýjasta kynslóð Range Rover er ný frá grunni, svo miklar eru breytingarnar þótt engum dyljist að öll megineinkenni flaggskipsins séu enn á sínum stað. Meðal nýjunga, fyrir utan breytt útlit, má nefna óvenjulítinn beygjuradíus miðað við lengd, eða aðeins 10,9 m enda beygir bíllinn á öllum fjórum hjólum. Auk þess er Range Rover nú í fyrsta sinn fáanlegur 7 manna í lengri útgáfunni. Range Rover er, eins og í tilfelli Range Rover Sport, boðinn í mismunandi vélaútgáfum, bæði sex strokka dísilvélum, sem gefa allt að 350 hestöfl, og einni átta strokka 530 hestafla bensínvél. Á næsta ári kemur bíllinn svo í tengiltvinnútgáfu, annars vegar 440 hestöfl og hins vegar 510 hestöfl. Verð Range Rover er frá kr. 21.890.000.
Bílar Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira