Fótbolti

Ísland upp fyrir nýju lærisveina Heimis Hallgríms á FIFA-listanum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Heimir Hallgrímsson þegar hann stýrði íslenska landsliðinu á HM í Rússlandi 2018.
Heimir Hallgrímsson þegar hann stýrði íslenska landsliðinu á HM í Rússlandi 2018. Getty/Elsa

Íslenska karlalandsliðið hækkar sig um eitt sæti á nýjum styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins sem birtur var í morgun.

Íslenska landsliðið er nú í 62. sæti listans og hækkar sig á listanum í fyrsta sinn síðan í upphafi ársins.

Ísland var í 60. sæti á fyrsta lista ársins í febrúar en hafði verið í 63. sætinu frá því í mars.

Ísland kemst með þessu upp fyrir landslið Jamaíka á listanum sem dettur niður í 64. sæti eða niður um tvö sæti.

Heimir Hallgrímsson, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, er einmitt tekinn við landsliði Jamaíka.

Brasilía er áfram í efsta sæti listans og hinar þjóðirnar á topp fimm; Belgía, Argentína, Frakkland og England, halda líka sínu sæti.

Ítalir fara aftur á móti upp um eitt sæti og komast upp fyrir Spán.

Danir eru áfram á topp tíu og einu sæti ofar en Þjóðverjar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×