Eiður Smári stígur tímabundið til hliðar og biður um svigrúm Valur Páll Eiríksson skrifar 6. október 2022 15:43 Eiður Smári mun stíga tímabundið til hliðar en heldur starfinu hjá FH. Félagið vonast til að fá hann aftur sem fyrst. Vísir/Hulda Margrét Eiður Smári Guðjohnsen mun stíga tímabundið til hliðar sem þjálfari FH en félagið staðfesti þetta í fréttatilkynningu í dag. Eiður biðst friðar til að vinna í sínum málum en FH-ingar vonast til að hann snúi aftur í teymi liðsins í náinni framtíð. Eiður Smári tók við FH ásamt Sigurvini Ólafssyni þann 19. júní og samdi til 2024. Gengi liðsins hefur verið slakt en það situr í fallsæti þegar fjórar umferðir eru eftir af deildinni. FH komst þó í bikarúrslit en tapaði þar fyrir Víkingi 3-2 um helgina eftir framlengdan leik. Heimildir Vísis herma að Eiður hafi verið tekinn ölvaður undir stýri í vikunni. Það atvik hafi leitt til fundar stjórnar knattspyrnudeildar FH í dag þar sem ákvörðun var tekin um að hann skildi stíga frá starfi sínu, um stundarsakir hið minnsta. Í yfirlýsingu FH segir: „Eiður Smári Guðjohnsen, þjálfari meistarflokks karla, hefur ákveðið í samráði við stjórn knattspyrnudeildar FH að stíga til hliðar af persónulegum ástæðum. Eiður Smári biður um svigrúm til að vinna í sínum málum og báðir aðilar vonast eftir því að sú vinna verði árangursrík og að Eiður Smári snúi aftur í þjálfarateymi FH í náinni framtíð.“ Þá er staðfest að Sigurvin Ólafsson verði áfram þjálfari liðsins en óljóst er hvort annar þjálfari stígi inn og verði honum til halds og trausts í ljósi brotthvarfs Eiðs. Vera má að Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála stígi þar inn. Eiður var áður þjálfari félagsins ásamt Loga Ólafssyni sumarið 2020 en hann hætti hjá FH um veturinn 2020 til að verða aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Honum var vísað úr því starfi af KSÍ vegna áfengisneyslu í nóvember í fyrra. Fyrsti leikur FH eftir breytingarnar er gríðarlega mikilvægur leikur í fallbaráttunni við Leikni á sunnudaginn kemur. Leiknir er stigi fyrir ofan FH, í öruggu sæti. Þjálfarabreytingar eru einnig í farvatninu hjá Leikni en í gær tilkynnti Sigurður Höskuldsson að hann myndi hætta með liðið eftir tímabilið. Tilkynning FH í heild Eiður Smári Guðjohnsen, þjálfari meistarflokks karla, hefur ákveðið í samráði við stjórn knattspyrnudeildar FH að stíga til hliðar af persónulegum ástæðum. Eiður Smári biður um svigrúm til að vinna í sínum málum og báðir aðilar vonast eftir því að sú vinna verði árangursrík og að Eiður Smári snúi aftur í þjálfarateymi FH í náinni framtíð. Sigurvin Ólafsson tekur við þjálfun liðsins. Stjórn knattspyrnudeildar FH FH Besta deild karla Hafnarfjörður Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Eiður Smári tók við FH ásamt Sigurvini Ólafssyni þann 19. júní og samdi til 2024. Gengi liðsins hefur verið slakt en það situr í fallsæti þegar fjórar umferðir eru eftir af deildinni. FH komst þó í bikarúrslit en tapaði þar fyrir Víkingi 3-2 um helgina eftir framlengdan leik. Heimildir Vísis herma að Eiður hafi verið tekinn ölvaður undir stýri í vikunni. Það atvik hafi leitt til fundar stjórnar knattspyrnudeildar FH í dag þar sem ákvörðun var tekin um að hann skildi stíga frá starfi sínu, um stundarsakir hið minnsta. Í yfirlýsingu FH segir: „Eiður Smári Guðjohnsen, þjálfari meistarflokks karla, hefur ákveðið í samráði við stjórn knattspyrnudeildar FH að stíga til hliðar af persónulegum ástæðum. Eiður Smári biður um svigrúm til að vinna í sínum málum og báðir aðilar vonast eftir því að sú vinna verði árangursrík og að Eiður Smári snúi aftur í þjálfarateymi FH í náinni framtíð.“ Þá er staðfest að Sigurvin Ólafsson verði áfram þjálfari liðsins en óljóst er hvort annar þjálfari stígi inn og verði honum til halds og trausts í ljósi brotthvarfs Eiðs. Vera má að Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála stígi þar inn. Eiður var áður þjálfari félagsins ásamt Loga Ólafssyni sumarið 2020 en hann hætti hjá FH um veturinn 2020 til að verða aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Honum var vísað úr því starfi af KSÍ vegna áfengisneyslu í nóvember í fyrra. Fyrsti leikur FH eftir breytingarnar er gríðarlega mikilvægur leikur í fallbaráttunni við Leikni á sunnudaginn kemur. Leiknir er stigi fyrir ofan FH, í öruggu sæti. Þjálfarabreytingar eru einnig í farvatninu hjá Leikni en í gær tilkynnti Sigurður Höskuldsson að hann myndi hætta með liðið eftir tímabilið. Tilkynning FH í heild Eiður Smári Guðjohnsen, þjálfari meistarflokks karla, hefur ákveðið í samráði við stjórn knattspyrnudeildar FH að stíga til hliðar af persónulegum ástæðum. Eiður Smári biður um svigrúm til að vinna í sínum málum og báðir aðilar vonast eftir því að sú vinna verði árangursrík og að Eiður Smári snúi aftur í þjálfarateymi FH í náinni framtíð. Sigurvin Ólafsson tekur við þjálfun liðsins. Stjórn knattspyrnudeildar FH
FH Besta deild karla Hafnarfjörður Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira