Segist ætla að efla rétt kvenna með því að leggja jafnréttisráðuneytið niður Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. október 2022 08:39 Yoon segir það munu efla réttindi kvenna að leggja niður jafnréttisráðuneytið. epa/Chung Sung-Jun Yoon Suk-yeol, forseti Suður-Kóreu, hefur varið þá ákvörðun sína að leggja niður jafnréttismálaráðuneyti landsins. Heldur forsetinn því fram að ákvörðunin muni í raun verða til þess að efla réttindi kvenna. Aðrir eru ekki sannfærðir og gera má ráð fyrir að ákvörðunin muni mæta mikilli andstöðu, meðal annars á þinginu, þar sem frjálslyndir eru í meirihluta. Yoon hefur sakað ráðuneytið um að koma fram við alla karlmenn eins og „mögulega kynferðisbrotamenn“ og heitið því að herða viðurlög við fölskum ásökunum um kynferðisbrot. Aðgerðasinnar segja þetta munu verða til þess að enn færri konur stigi fram þegar brotið er á þeim. Forsetinn segir ákvörðunina um að leggja niður ráðuneytið munu verða til þess að efla vernd kvenna, fjölskyldna og barna. Stjórnvöld hafa hins vegar verið harðlega gagnrýnd fyrir að taka ekki á kynferðisbrotum og þá er launamunur kynjanna hvergi meiri innan OECD heldur en í Suður-Kóreu þar sem konur fá um þriðjungi lægri laun en karlmenn. Innanríkis- og öryggismálaráðherrann Lee Sang-min sagði fyrr í þessari viku að það ætti að vera stefna stjórnvalda að tryggja jafnrétti beggja kynja og gagnrýndi núverandi áherslu á réttindi kvenna. Hann sagði að verkefni jafnréttisráðuneytisins myndu deilast niður á önnur ráðuneyti og þá stæði til að setja á fót nýja stofnun um mannfjölda, fjölskyldur og jafnrétti. Suður-Kórea Jafnréttismál Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Sjá meira
Aðrir eru ekki sannfærðir og gera má ráð fyrir að ákvörðunin muni mæta mikilli andstöðu, meðal annars á þinginu, þar sem frjálslyndir eru í meirihluta. Yoon hefur sakað ráðuneytið um að koma fram við alla karlmenn eins og „mögulega kynferðisbrotamenn“ og heitið því að herða viðurlög við fölskum ásökunum um kynferðisbrot. Aðgerðasinnar segja þetta munu verða til þess að enn færri konur stigi fram þegar brotið er á þeim. Forsetinn segir ákvörðunina um að leggja niður ráðuneytið munu verða til þess að efla vernd kvenna, fjölskyldna og barna. Stjórnvöld hafa hins vegar verið harðlega gagnrýnd fyrir að taka ekki á kynferðisbrotum og þá er launamunur kynjanna hvergi meiri innan OECD heldur en í Suður-Kóreu þar sem konur fá um þriðjungi lægri laun en karlmenn. Innanríkis- og öryggismálaráðherrann Lee Sang-min sagði fyrr í þessari viku að það ætti að vera stefna stjórnvalda að tryggja jafnrétti beggja kynja og gagnrýndi núverandi áherslu á réttindi kvenna. Hann sagði að verkefni jafnréttisráðuneytisins myndu deilast niður á önnur ráðuneyti og þá stæði til að setja á fót nýja stofnun um mannfjölda, fjölskyldur og jafnrétti.
Suður-Kórea Jafnréttismál Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Sjá meira