Körfuboltakvöld um liðin: „Held að það sé alveg raunhæfur draumur“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. október 2022 13:01 Það var mikil stemmning í kringum Stólanna síðasta vor. Vísir/Bára Dröfn Tindastólsmenn voru hársbreidd frá því að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil á síðasta tímabili en bjuggu til eitt mesta ævintýri körfuboltasögunnar með því að fara frá því að vera í tómu tjóni um mitt tímabil í því að fara alla leið í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Subway deild karla í körfubolta fór af stað í gærkvöldi en síðustu tveir leikir fyrstu umferðarinnar fara fram í kvöld. Subway Körfuboltakvöld hitaði upp fyrir mótið í vikunni og nú má sjá hvað sérfræðingarnir höfðu að segja um liðin fjögur sem hefja leik í kvöld. Báðir leikir kvöldsins, fyrst leikur nýliða Hauka og Hattar klukkan 18.15 og svo leikur Keflavíkur og Tindastóls klukkan 20.15, verða sýndir beint á Stöð 2 Sport og eftir mun Subway Körfuboltakvöld síðan gera upp alla fyrstu umferðina. Stólarnir byrja líklega á eins erfiðum leik og hægt er eða á móti Keflavík á útivelli. Keflvíkingum er nefnilega spáð Íslandsmeistaratitlinum á þessu tímabili af fyrirliðum, þjálfurum og forráðamönnum. Miklar breytingar „Það urðu miklar breytingar á liði Tindastóls í sumar. Þjálfarinn Baldur Þór Ragnarsson hélt til Þýskalands þar sem hann þjálfar unglingalið Ratiopharm Ulm. Tindastóll samdi við hinn króatíska Vladimir Anzulović sem er nokkuð stórt nafn í króatísku þjálfaraflórunni,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. „Stólarnir sömdu ekki aðeins við leikmenn og þjálfara því þeir framlengdu einnig við hinn skemmtilega Hlífar Óla Dagsson sem heldur áfram að kynna liðin af sinni landskunnu snilld,“ sagði Kjartan Atli sem fékk Brynjar Þór Björnsson til að velta fyrir sér komandi tímabili hjá sínum gömlu liðsfélögum. Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Tindastól fyrir 2022-23 tímabilið Kjartan Atli vildi vita á hvorum staðnum, út í KR eða á Króknum, væri meiri pressa á körfuboltaliðinu. Bara bæjarfélag þar sem allt snýst um körfubolta „Það er öðruvísi pressa að vera á Króknum en samt ekki. Þetta er bara bæjarfélag þar sem allt snýst um körfubolta sérstaklega yfir vetrartímann þegar það er lítið annað að gerast. Þá er karfan númer eitt, tvö og þrjú. Þetta er það sem fólk talar um inn á kaffistofum og í vinnunni, hvernig gengi liðsins er. Ég upplifði eiginlega allt á þessum tíma sem ég var þarna, fyrst gekk alveg frábærlega og svo gekk alveg hræðilega. Svo náðum við aðeins að klóra í bakkann en svo hrundi þetta allt,“ sagði Brynjar Þór Björnsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Það er mjög gaman að spila þarna og mjög gaman þegar vel gengur. Þegar ég horfi til baka þá er það gríðarlega reynsla að hafa farið í gegnum svona tímabil þar sem þetta var dálítið mikið upp og niður,“ sagði Brynjar Þór. „Það er koma þarna nýr kani með stóran prófíl og nýr þjálfari sem er með stóran prófíl líka. Það er náttúrulega pressa því það er verið að setja mikið í sölurnar. Þegar er verið að leggja mikið í sölurnar þá viltu sjá árangur. Þetta fer dálítið eftir því hvernig þjálfarinn kemur inn í þetta og hvernig hann bregst við ef illa gengur. Hvort pressan muni ná til hans og hann munu beita meira þessum króatískum aðferðum með öskrum og látum,“ sagði Brynjar. Þú ert með allt til alls þarna En geta Stólarnir dreymt um að vinna loksins Íslandsmeistaratitilinn á þessu tímabili. „Ég held að það sé alveg raunhæfur draumur. Þú ert með allt til alls þarna og þeir eru með allt hráefnið til að ná lengra,“ sagði Brynjar en það má heyra allt sem Brynjar sagði um Tindastólsliðið hér fyrir ofan. Hér fyrir neðan má líka sjá hvað sérfræðingar Körfuboltakvölds sögðu um liðin þrjú sem spila líka sinn fyrsta leik í kvöld eða lið Keflavíkur, Hattar og Hauka. Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Keflavík og Njarðvík fyrir 2022-23 tímabilið Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Hauka fyrir 2022-23 tímabilið Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Hött fyrir 2022-23 tímabilið Subway-deild karla Tindastóll Keflavík ÍF Haukar Höttur Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira
Subway deild karla í körfubolta fór af stað í gærkvöldi en síðustu tveir leikir fyrstu umferðarinnar fara fram í kvöld. Subway Körfuboltakvöld hitaði upp fyrir mótið í vikunni og nú má sjá hvað sérfræðingarnir höfðu að segja um liðin fjögur sem hefja leik í kvöld. Báðir leikir kvöldsins, fyrst leikur nýliða Hauka og Hattar klukkan 18.15 og svo leikur Keflavíkur og Tindastóls klukkan 20.15, verða sýndir beint á Stöð 2 Sport og eftir mun Subway Körfuboltakvöld síðan gera upp alla fyrstu umferðina. Stólarnir byrja líklega á eins erfiðum leik og hægt er eða á móti Keflavík á útivelli. Keflvíkingum er nefnilega spáð Íslandsmeistaratitlinum á þessu tímabili af fyrirliðum, þjálfurum og forráðamönnum. Miklar breytingar „Það urðu miklar breytingar á liði Tindastóls í sumar. Þjálfarinn Baldur Þór Ragnarsson hélt til Þýskalands þar sem hann þjálfar unglingalið Ratiopharm Ulm. Tindastóll samdi við hinn króatíska Vladimir Anzulović sem er nokkuð stórt nafn í króatísku þjálfaraflórunni,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. „Stólarnir sömdu ekki aðeins við leikmenn og þjálfara því þeir framlengdu einnig við hinn skemmtilega Hlífar Óla Dagsson sem heldur áfram að kynna liðin af sinni landskunnu snilld,“ sagði Kjartan Atli sem fékk Brynjar Þór Björnsson til að velta fyrir sér komandi tímabili hjá sínum gömlu liðsfélögum. Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Tindastól fyrir 2022-23 tímabilið Kjartan Atli vildi vita á hvorum staðnum, út í KR eða á Króknum, væri meiri pressa á körfuboltaliðinu. Bara bæjarfélag þar sem allt snýst um körfubolta „Það er öðruvísi pressa að vera á Króknum en samt ekki. Þetta er bara bæjarfélag þar sem allt snýst um körfubolta sérstaklega yfir vetrartímann þegar það er lítið annað að gerast. Þá er karfan númer eitt, tvö og þrjú. Þetta er það sem fólk talar um inn á kaffistofum og í vinnunni, hvernig gengi liðsins er. Ég upplifði eiginlega allt á þessum tíma sem ég var þarna, fyrst gekk alveg frábærlega og svo gekk alveg hræðilega. Svo náðum við aðeins að klóra í bakkann en svo hrundi þetta allt,“ sagði Brynjar Þór Björnsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Það er mjög gaman að spila þarna og mjög gaman þegar vel gengur. Þegar ég horfi til baka þá er það gríðarlega reynsla að hafa farið í gegnum svona tímabil þar sem þetta var dálítið mikið upp og niður,“ sagði Brynjar Þór. „Það er koma þarna nýr kani með stóran prófíl og nýr þjálfari sem er með stóran prófíl líka. Það er náttúrulega pressa því það er verið að setja mikið í sölurnar. Þegar er verið að leggja mikið í sölurnar þá viltu sjá árangur. Þetta fer dálítið eftir því hvernig þjálfarinn kemur inn í þetta og hvernig hann bregst við ef illa gengur. Hvort pressan muni ná til hans og hann munu beita meira þessum króatískum aðferðum með öskrum og látum,“ sagði Brynjar. Þú ert með allt til alls þarna En geta Stólarnir dreymt um að vinna loksins Íslandsmeistaratitilinn á þessu tímabili. „Ég held að það sé alveg raunhæfur draumur. Þú ert með allt til alls þarna og þeir eru með allt hráefnið til að ná lengra,“ sagði Brynjar en það má heyra allt sem Brynjar sagði um Tindastólsliðið hér fyrir ofan. Hér fyrir neðan má líka sjá hvað sérfræðingar Körfuboltakvölds sögðu um liðin þrjú sem spila líka sinn fyrsta leik í kvöld eða lið Keflavíkur, Hattar og Hauka. Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Keflavík og Njarðvík fyrir 2022-23 tímabilið Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Hauka fyrir 2022-23 tímabilið Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Hött fyrir 2022-23 tímabilið
Subway-deild karla Tindastóll Keflavík ÍF Haukar Höttur Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira