Manello_ er 27 ára gamall tölvuleikjaspilari frá Íslandi og er með rúmlega 1.300 fylgjendur á streymisveitunni Twitch. Uppáhalds leikirnir hans eru Rainbow Six og Fifa.
Í kvöld ætlar hann að spila Fifa 23 Pro Clubs með áhorfendum.
Streymi Manello_ hefst klukkan níu í kvöld. Hægt er að fylgjast með því í spilaranum hér að neðan.