Fótbolti

Strákarnir okkar hefja undankeppnina í Bosníu | Portúgal í Laugardalnum í júní

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Spennandi ár framundan hjá íslenska landsliðinu
Spennandi ár framundan hjá íslenska landsliðinu VÍSIR/HULDA MARGRÉT

Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA hefur staðfest leikjaniðurröðun fyrir undankeppni EM 2024, en fyrr í dag var dregið í riðla þar sem Ísland var dregið í J-riðil.

Undnakeppnin hefst í mars á næsta ári og lýkur með umspili ári síðar en verið er að keppast um að komast á lokamót EM sem fram fer í Þýskalandi sumarið 2024.

 Íslenska landsliðið byrjar undankeppnina á tveimur útileikjum í marsmánuði. Fyrst verður leikið gegn Bosníu og Hersegóvínu 23 mars og þremur dögum síðar gegn Liechtenstein.

Júníglugginn er bitastæður fyrir landsmenn þar sem Ísland á heimaleik á sjálfan þjóðhátíðardaginn, 17.júní, gegn Slóvakíu. Þremur dögum síðar mæta svo stórstjörnurnar frá Portúgal á Laugardalsvöllinn.

Leikir Íslands

23. mars

Bosnía og Hersegóvína - Ísland

26. mars

Liechtenstein - Ísland

17. júní

Ísland - Slóvakía

20. júní

Ísland - Portúgal

8. september

Lúxemborg - Ísland

11. september

Ísland - Bosnía og Hersegóvína

13. október

Ísland - Lúxemborg

16. október

Ísland - Liechtenstein

16. nóvember

Slóvakía - Ísland

19. nóvember

Portúgal - Ísland




Fleiri fréttir

Sjá meira


×