Aldrei fleiri alvarleg ofbeldisbrot Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 10. október 2022 19:38 Lögregla segir að konunni hafi verið ráðinn bani í Laugardalnum. Vísir/Vilhelm Aldrei hafa fleiri alvarleg ofbeldisbrot verið skráð hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en á fyrstu níu mánuðum ársins. Brotin hafa ríflega tvöfaldast á fimmtán árum. Lögreglan rannsakar nú hvort saknæmt athæfi hafi átt sér stað þegar kona á sextugsaldri lést um helgina. Tveir eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Lögreglan fékk á laugardaginn tilkynningu um mál konunnar en konan var þá látin í bíl við hús í Laugardalnum. Grunur er um manndráp og málið í rannsókn. Tengsl er á milli mannanna tveggja og konunnar en mennirnir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald fram á fimmtudag. Þetta er í annað skiptið á innan við viku hér á landi sem grunur er um manndráp en karlmaður á fimmtugsaldri lést af völdum stungusára á Ólafsfirði aðfaranótt síðastliðins mánudags. Aðeins eru sex vikur eru síðan kona var myrt á Blönduósi. Árásarmaðurinn lést einnig á vettvang. Þá var maður myrtur í Barðavogi í Reykjavík í byrjun júní. Samkvæmt Hagstofu Íslands hafa eitt til þrjú manndráp verið framin á ári hverju hér á landi frá árinu 2010. Þau hafa hins vegar verið fleiri og voru sex árið 2000. Þá hafa tilkynningar til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um alvarleg ofbeldisbrot og manndráp meira en tvöfaldast á sextán árum. Fyrstu níu mánuði ársins 2007 voru þau 88 en á þessu ári 223 og hafa aldrei verið fleiri. Eins og sjá má hefur aukning á ofbeldisbrotum verið veruleg.Grafík/Sara Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur segir aukninguna áhyggjuefni en skýringarnar geti mögulega verið nokkrar. „Til dæmis kannski aukið og breytt verklag lögreglu að taka ofbeldi alvarlegra en kannski stundum áður. Að því leytinu til sem að birtist í til dæmis ofbeldi nákominni að taka öðruvísi á því heldur en oft áður.“ Þá séu mál oftar en áður kærð. „Ofbeldi er eitthvað sem við leyfum okkur ekki í okkar samfélagi og umburðarlyndið er minna fyrir beitingu ofbeldis af þessu tagi.“ Breytt samskipti líka verið hluti skýringarinnar. „Líka mögulegt að það sé eitthvað að gera bara með samskiptahætti fólks sérstaklega á skemmtanalífinu meðal ungs fólks. Varðandi til dæmis eins og vopnaburð og hnífaburð af því tagi. Spurningin um það að svara áreitni með ofbeldi eða eitthvað slíkt að það þurfi lítið til þess að menn beiti jafnvel alvarlegu ofbeldi ef einhver ágreiningur verður. Þannig að þættir af því tagi spila þarna örugglega inn í.“ Lögreglumál Tengdar fréttir Tveir karlar grunaðir um að hafa orðið konu á sextugsaldri að bana Tveir karlar á fimmtugsaldri eru í haldi lögreglu vegna gruns um manndráp í Laugardalnum í Reykjavík. Hin látna er kona á sextugsaldri. 9. október 2022 21:50 Hinir grunuðu og konan þekktust Tveir karlmenn á fimmtugsaldri eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna gruns um manndráp. Hin látna er kona á sextugsaldri og hefur samkvæmt heimildum fréttastofu tengsl við mennina sem eru á fimmtugsaldri. 10. október 2022 12:18 Yfirheyrslum yfir feðgunum ekki lokið Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur ekki lokið skýrslutöku yfir feðgum sem hafa stöðu sakbornings eftir árás á Blönduósi í síðasta mánuði þar sem tvennt lést. Lögreglustjórinn segir málið ekki fullrannsakað og enn sé verið að yfirheyra aðila sem tengjast því. Réttarkrufningu hinna látnu sé lokið. 8. september 2022 11:50 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Lögreglan fékk á laugardaginn tilkynningu um mál konunnar en konan var þá látin í bíl við hús í Laugardalnum. Grunur er um manndráp og málið í rannsókn. Tengsl er á milli mannanna tveggja og konunnar en mennirnir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald fram á fimmtudag. Þetta er í annað skiptið á innan við viku hér á landi sem grunur er um manndráp en karlmaður á fimmtugsaldri lést af völdum stungusára á Ólafsfirði aðfaranótt síðastliðins mánudags. Aðeins eru sex vikur eru síðan kona var myrt á Blönduósi. Árásarmaðurinn lést einnig á vettvang. Þá var maður myrtur í Barðavogi í Reykjavík í byrjun júní. Samkvæmt Hagstofu Íslands hafa eitt til þrjú manndráp verið framin á ári hverju hér á landi frá árinu 2010. Þau hafa hins vegar verið fleiri og voru sex árið 2000. Þá hafa tilkynningar til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um alvarleg ofbeldisbrot og manndráp meira en tvöfaldast á sextán árum. Fyrstu níu mánuði ársins 2007 voru þau 88 en á þessu ári 223 og hafa aldrei verið fleiri. Eins og sjá má hefur aukning á ofbeldisbrotum verið veruleg.Grafík/Sara Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur segir aukninguna áhyggjuefni en skýringarnar geti mögulega verið nokkrar. „Til dæmis kannski aukið og breytt verklag lögreglu að taka ofbeldi alvarlegra en kannski stundum áður. Að því leytinu til sem að birtist í til dæmis ofbeldi nákominni að taka öðruvísi á því heldur en oft áður.“ Þá séu mál oftar en áður kærð. „Ofbeldi er eitthvað sem við leyfum okkur ekki í okkar samfélagi og umburðarlyndið er minna fyrir beitingu ofbeldis af þessu tagi.“ Breytt samskipti líka verið hluti skýringarinnar. „Líka mögulegt að það sé eitthvað að gera bara með samskiptahætti fólks sérstaklega á skemmtanalífinu meðal ungs fólks. Varðandi til dæmis eins og vopnaburð og hnífaburð af því tagi. Spurningin um það að svara áreitni með ofbeldi eða eitthvað slíkt að það þurfi lítið til þess að menn beiti jafnvel alvarlegu ofbeldi ef einhver ágreiningur verður. Þannig að þættir af því tagi spila þarna örugglega inn í.“
Lögreglumál Tengdar fréttir Tveir karlar grunaðir um að hafa orðið konu á sextugsaldri að bana Tveir karlar á fimmtugsaldri eru í haldi lögreglu vegna gruns um manndráp í Laugardalnum í Reykjavík. Hin látna er kona á sextugsaldri. 9. október 2022 21:50 Hinir grunuðu og konan þekktust Tveir karlmenn á fimmtugsaldri eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna gruns um manndráp. Hin látna er kona á sextugsaldri og hefur samkvæmt heimildum fréttastofu tengsl við mennina sem eru á fimmtugsaldri. 10. október 2022 12:18 Yfirheyrslum yfir feðgunum ekki lokið Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur ekki lokið skýrslutöku yfir feðgum sem hafa stöðu sakbornings eftir árás á Blönduósi í síðasta mánuði þar sem tvennt lést. Lögreglustjórinn segir málið ekki fullrannsakað og enn sé verið að yfirheyra aðila sem tengjast því. Réttarkrufningu hinna látnu sé lokið. 8. september 2022 11:50 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Tveir karlar grunaðir um að hafa orðið konu á sextugsaldri að bana Tveir karlar á fimmtugsaldri eru í haldi lögreglu vegna gruns um manndráp í Laugardalnum í Reykjavík. Hin látna er kona á sextugsaldri. 9. október 2022 21:50
Hinir grunuðu og konan þekktust Tveir karlmenn á fimmtugsaldri eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna gruns um manndráp. Hin látna er kona á sextugsaldri og hefur samkvæmt heimildum fréttastofu tengsl við mennina sem eru á fimmtugsaldri. 10. október 2022 12:18
Yfirheyrslum yfir feðgunum ekki lokið Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur ekki lokið skýrslutöku yfir feðgum sem hafa stöðu sakbornings eftir árás á Blönduósi í síðasta mánuði þar sem tvennt lést. Lögreglustjórinn segir málið ekki fullrannsakað og enn sé verið að yfirheyra aðila sem tengjast því. Réttarkrufningu hinna látnu sé lokið. 8. september 2022 11:50