Mikil tilhlökkun í stuðningsmönnum á leið til Porto Atli Ísleifsson skrifar 11. október 2022 07:36 Vísir/Vilhelm Mikil tilhlökkun var í stuðningsmönnum íslenska kvennalandsliðsins í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í morgun þar sem þeir biðu eftir að fara um borð í vél Icelandair á leið til Porto í Portúgal. Stelpurnar okkar mæta landsliði Portúgal síðar í dag. Um er að ræða einn mikilvægasta leikinn í sögu íslenskrar knattspyrnu en sigur í dag tryggir kvennalandsliðinu farseðil á heimsmeistaramótið sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári. Um 160 farþegar eru nú í rúmlega 180 sæta vélinni, en landsliðið og starfsfólk KSÍ munu fylla hin auðu sæti á leiðinni aftur til Íslands í nótt. Samkvæmt fréttamanni og ljósmyndara fréttastofu eru flugliðarnir í vélinni allir í landsliðstreyjum og sömu sögu er að segja af sumum starfsmönnum veitingastaða í flugstöðinni. Vísir/Vilhelm Í hópi stuðningsfólks eru ungar og efnilegar fótboltastelpur, meðal annars frá Akranesi og Reykjanesbæ, sem halda nú utan til að fylgjast með átrúnaðargoðunum spila inn mikilvægasta leik ferilsins. Þá er Guðni Th. Jóhannesson forseti einnig í vélinni og situr hann fremst. Guðni Th. Jóhannesson forseti er meðal fremstu manna í vélinni.Vísir/Vilhelm Áætlað er að vélin lendi í Porto klukkan 12:50 að staðartíma og fer mannskapurinn þá upp í rútu á völlinn þar sem leikurinn verður spilaður. Leikurinn hefst klukkan 17 að íslenskum tíma. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari fréttastofu, náði nokkrum myndum af stuðningsmönnum landsliðsins á Keflavíkurflugvelli í morgun. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Til í slaginn!Vísir/Vilhelm Keflavíkurflugvöllur Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir „Þurfum að muna tilfinninguna sem maður vill ekki finna aftur“ „Spennustigið er bara gott,“ segir landsliðskonan þrautreynda, Dagný Brynjarsdóttir, sem á morgun spilar upp á möguleikann á að komast á HM í fótbolta í fyrsta sinn. 10. október 2022 22:31 „Ömurlegt ef við myndum ekki ná þessu markmiði“ „Mér finnst eins og við séum búnar að bíða heila eilífð,“ segir Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji íslenska landsliðsins sem á morgun spilar úrslitaleikinn við Portúgal um sæti á HM í fótbolta næsta sumar. 10. október 2022 14:58 Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Tónlist Reyndi við þrjár milljónir Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri fréttir Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Sjá meira
Um er að ræða einn mikilvægasta leikinn í sögu íslenskrar knattspyrnu en sigur í dag tryggir kvennalandsliðinu farseðil á heimsmeistaramótið sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári. Um 160 farþegar eru nú í rúmlega 180 sæta vélinni, en landsliðið og starfsfólk KSÍ munu fylla hin auðu sæti á leiðinni aftur til Íslands í nótt. Samkvæmt fréttamanni og ljósmyndara fréttastofu eru flugliðarnir í vélinni allir í landsliðstreyjum og sömu sögu er að segja af sumum starfsmönnum veitingastaða í flugstöðinni. Vísir/Vilhelm Í hópi stuðningsfólks eru ungar og efnilegar fótboltastelpur, meðal annars frá Akranesi og Reykjanesbæ, sem halda nú utan til að fylgjast með átrúnaðargoðunum spila inn mikilvægasta leik ferilsins. Þá er Guðni Th. Jóhannesson forseti einnig í vélinni og situr hann fremst. Guðni Th. Jóhannesson forseti er meðal fremstu manna í vélinni.Vísir/Vilhelm Áætlað er að vélin lendi í Porto klukkan 12:50 að staðartíma og fer mannskapurinn þá upp í rútu á völlinn þar sem leikurinn verður spilaður. Leikurinn hefst klukkan 17 að íslenskum tíma. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari fréttastofu, náði nokkrum myndum af stuðningsmönnum landsliðsins á Keflavíkurflugvelli í morgun. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Til í slaginn!Vísir/Vilhelm
Keflavíkurflugvöllur Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir „Þurfum að muna tilfinninguna sem maður vill ekki finna aftur“ „Spennustigið er bara gott,“ segir landsliðskonan þrautreynda, Dagný Brynjarsdóttir, sem á morgun spilar upp á möguleikann á að komast á HM í fótbolta í fyrsta sinn. 10. október 2022 22:31 „Ömurlegt ef við myndum ekki ná þessu markmiði“ „Mér finnst eins og við séum búnar að bíða heila eilífð,“ segir Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji íslenska landsliðsins sem á morgun spilar úrslitaleikinn við Portúgal um sæti á HM í fótbolta næsta sumar. 10. október 2022 14:58 Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Tónlist Reyndi við þrjár milljónir Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri fréttir Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Sjá meira
„Þurfum að muna tilfinninguna sem maður vill ekki finna aftur“ „Spennustigið er bara gott,“ segir landsliðskonan þrautreynda, Dagný Brynjarsdóttir, sem á morgun spilar upp á möguleikann á að komast á HM í fótbolta í fyrsta sinn. 10. október 2022 22:31
„Ömurlegt ef við myndum ekki ná þessu markmiði“ „Mér finnst eins og við séum búnar að bíða heila eilífð,“ segir Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji íslenska landsliðsins sem á morgun spilar úrslitaleikinn við Portúgal um sæti á HM í fótbolta næsta sumar. 10. október 2022 14:58