Áhugi heimamanna við frostmark en McDonalds borgarar glöddu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. október 2022 15:00 Hamborgara frá McDonald's? Já takk! Vísir/Vilhelm „Borgarar fyrir alla,“ kallaði Ingimar Elí Hlynsson, fararstjóri Icelandair, þegar hann steig út úr leigubíl á torgi nokkru í Pacos de Ferreira með poka fullan af ostborgurum frá McDonald's. Kærkomið fyrir svanga stuðningsmenn í bæ sem virðist ekki hafa átt von á einum né neinum í tengslum við stórleik í fótbolta. Að neðan má myndband frá því þegar hamborgararnir glöddu og samanburð við þann sem var framreiddur á veitingastað þar sem stuðningsmennirnir safnast saman. Óhætt er að segja að takturinn í portúgalska bænum beri ekki með sér að fram undan sé stærsti leikur í sögu íslenskrar og portúgalskrar kvennaknattspyrnu. Flugvél Icelandair með 160 stuðningsmenn lenti á flugvellinum í Porto um klukkan 11 að íslenskum tíma. Hópurinn, með Guðna Th. Jóhannesson forseta í broddi fylkingar, steig um borð í þrjár rútur og ekið sem leið lá tæpan hálftíma í bæinn Pacos de Ferreira. Þar spilar samnefnt knattspyrnulið heimaleiki sína á leikvangi sem tekur um níu þúsund manns í sæti. Langstærstur hluti stuðningsmanna fór með rútunni, eitthvað sem einhverjir fóru að sjá eftir þegar rútan lagði fyrir utan leikvanginn og fimm klukkustundir í leik. Það er nefnilega lítið að frétta í Pacos de Ferreira. Ljósmyndari Morgunblaðsins reyndi að leita uppi starfsmann á leikvanginum en án árangurs. Fararstjórar Icelandair, með portúgölsku liðsinns, beindi hópnum í áttina að torgi nokkru þar sem er að finna veitingastað. Þar virtist enginn eiga von á fjölmenni. Hópurinn splundraðist fljótlega enda kom á daginn að ekki voru til næg hamborgarabrauð fyrir stóra pöntun. Þá voru bjórglös líka af skornum skammti. Staðnum til hróss var starfsmaður sendur út í búð eftir fleiri hamborgarabrauðum. Hér ætla stuðningsmenn að safnst saman og tralla svo saman á leikinn sem hefst klukkan 17 að íslenskum tíma.Vísir/Vilhelm Hvað með McDonald's? Heiðarleg spurning sem margir veltu fyrir sér. Einhver sá að hamborgarakeðjan væri með útibú í aðeins fimm mínútna fjarlægð. Í ljós kom að um var að ræða akstursfjarlæðg, hinum megin við hraðbraut. Guðni forseti er ekki þekktur fyrir neitt annað en nægjusemi og tyllti sér á fyrrnefndum veitingastað. Um þrjátíu til fjörutíu stuðningsmenn gerðu slíkt hið sama. Hamborgararnir sem bárust eftir langa bið þóttu hins vegar ekki sérstaklega lystugir. Því var mikið fagnað þegar fararstjóri Icelandair mætti færandi hendi með fjölda hamborgara ofan í þá svöngustu. Allt sem þú þarft að vita um leik kvöldsins má finna í upphitunargrein Sindra Sverrissonar hér að neðan. Til að draga saman þá virðist áhugi Portúgala á leiknum í kvöld við frostmark. Um þrjú þúsund áhorfendur verða líklega í stúkunni í kvöld en leikvangurinn tekur þrisvar sinnum þann fjölda. Á æfingu íslenska liðsins í gær mætti enginn fjölmiðlamaður frá Portúgal. Í bænum eru engin merki, fyrir utan 160 Íslendinga, að landsleikur sé handan við hornið. Stærsti leikur í sögu íslensks og portúgalsks kvennafótbolta. Að lokum má nefna að grasið á leikvanginum virkaði ekki upp á marga fiska á æfingu íslenska liðsins í gær. Sem gæti ótrúlegt en satt hentað Íslendingum frekar en léttleikandi heimamönnum. Metnaðurinn hjá forsvarsmönnum portúgalsksrar knattspyrnu virðist ekki mikill, að búa ekki betur um kvennalandslið sitt. Þá lenti íslenski hópurinn í vandræðum í morgun með að flytja töskur og búnað íslenska liðsins á leikvanginn. Eitthvað sem þekkist ekki þegar stórleikir í fótbolta eru annars vegar og skrifast á portúgalska sambandið. Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Portúgal Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Draumur Íslands gæti oltið á VAR í kvöld: „Gerir leikinn sanngjarnari“ Það hefur aðeins færst í aukana að notast sé við myndbandsdómara, VAR, í fótbolta kvenna líkt og hjá körlum. Draumur íslenska landsliðsins um að tryggja sér HM-farseðil í kvöld gæti til að mynda ráðist á VAR-ákvörðun. 11. október 2022 11:01 Skyndiákvörðun sex meyja af Skaganum Þrjár framtíðar landsliðskonur af Skaganum voru heldur betur spenntar fyrir ferðalaginu til Portúgal þegar blaðamaður hitti á þær í flugstöðinni í morgun. Þær segja ekki spurning að stelpurnar okkar vinni sigur ytra í dag og tryggi sér farseðilinn á HM í fyrsta skipti. 11. október 2022 06:42 Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hver veitir fyrsta höggið? Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Íslenski boltinn Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Körfubolti Fleiri fréttir „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Tottenham einu skrefi nær titli eftir sigur í norður Noregi Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Leik lokið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hver veitir fyrsta höggið? Alfons mættur til norður Noregs til að styðja gömlu félagana á móti Tottenham Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Frá Eyjum til Ísraels „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Sjá meira
Að neðan má myndband frá því þegar hamborgararnir glöddu og samanburð við þann sem var framreiddur á veitingastað þar sem stuðningsmennirnir safnast saman. Óhætt er að segja að takturinn í portúgalska bænum beri ekki með sér að fram undan sé stærsti leikur í sögu íslenskrar og portúgalskrar kvennaknattspyrnu. Flugvél Icelandair með 160 stuðningsmenn lenti á flugvellinum í Porto um klukkan 11 að íslenskum tíma. Hópurinn, með Guðna Th. Jóhannesson forseta í broddi fylkingar, steig um borð í þrjár rútur og ekið sem leið lá tæpan hálftíma í bæinn Pacos de Ferreira. Þar spilar samnefnt knattspyrnulið heimaleiki sína á leikvangi sem tekur um níu þúsund manns í sæti. Langstærstur hluti stuðningsmanna fór með rútunni, eitthvað sem einhverjir fóru að sjá eftir þegar rútan lagði fyrir utan leikvanginn og fimm klukkustundir í leik. Það er nefnilega lítið að frétta í Pacos de Ferreira. Ljósmyndari Morgunblaðsins reyndi að leita uppi starfsmann á leikvanginum en án árangurs. Fararstjórar Icelandair, með portúgölsku liðsinns, beindi hópnum í áttina að torgi nokkru þar sem er að finna veitingastað. Þar virtist enginn eiga von á fjölmenni. Hópurinn splundraðist fljótlega enda kom á daginn að ekki voru til næg hamborgarabrauð fyrir stóra pöntun. Þá voru bjórglös líka af skornum skammti. Staðnum til hróss var starfsmaður sendur út í búð eftir fleiri hamborgarabrauðum. Hér ætla stuðningsmenn að safnst saman og tralla svo saman á leikinn sem hefst klukkan 17 að íslenskum tíma.Vísir/Vilhelm Hvað með McDonald's? Heiðarleg spurning sem margir veltu fyrir sér. Einhver sá að hamborgarakeðjan væri með útibú í aðeins fimm mínútna fjarlægð. Í ljós kom að um var að ræða akstursfjarlæðg, hinum megin við hraðbraut. Guðni forseti er ekki þekktur fyrir neitt annað en nægjusemi og tyllti sér á fyrrnefndum veitingastað. Um þrjátíu til fjörutíu stuðningsmenn gerðu slíkt hið sama. Hamborgararnir sem bárust eftir langa bið þóttu hins vegar ekki sérstaklega lystugir. Því var mikið fagnað þegar fararstjóri Icelandair mætti færandi hendi með fjölda hamborgara ofan í þá svöngustu. Allt sem þú þarft að vita um leik kvöldsins má finna í upphitunargrein Sindra Sverrissonar hér að neðan. Til að draga saman þá virðist áhugi Portúgala á leiknum í kvöld við frostmark. Um þrjú þúsund áhorfendur verða líklega í stúkunni í kvöld en leikvangurinn tekur þrisvar sinnum þann fjölda. Á æfingu íslenska liðsins í gær mætti enginn fjölmiðlamaður frá Portúgal. Í bænum eru engin merki, fyrir utan 160 Íslendinga, að landsleikur sé handan við hornið. Stærsti leikur í sögu íslensks og portúgalsks kvennafótbolta. Að lokum má nefna að grasið á leikvanginum virkaði ekki upp á marga fiska á æfingu íslenska liðsins í gær. Sem gæti ótrúlegt en satt hentað Íslendingum frekar en léttleikandi heimamönnum. Metnaðurinn hjá forsvarsmönnum portúgalsksrar knattspyrnu virðist ekki mikill, að búa ekki betur um kvennalandslið sitt. Þá lenti íslenski hópurinn í vandræðum í morgun með að flytja töskur og búnað íslenska liðsins á leikvanginn. Eitthvað sem þekkist ekki þegar stórleikir í fótbolta eru annars vegar og skrifast á portúgalska sambandið.
Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Portúgal Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Draumur Íslands gæti oltið á VAR í kvöld: „Gerir leikinn sanngjarnari“ Það hefur aðeins færst í aukana að notast sé við myndbandsdómara, VAR, í fótbolta kvenna líkt og hjá körlum. Draumur íslenska landsliðsins um að tryggja sér HM-farseðil í kvöld gæti til að mynda ráðist á VAR-ákvörðun. 11. október 2022 11:01 Skyndiákvörðun sex meyja af Skaganum Þrjár framtíðar landsliðskonur af Skaganum voru heldur betur spenntar fyrir ferðalaginu til Portúgal þegar blaðamaður hitti á þær í flugstöðinni í morgun. Þær segja ekki spurning að stelpurnar okkar vinni sigur ytra í dag og tryggi sér farseðilinn á HM í fyrsta skipti. 11. október 2022 06:42 Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hver veitir fyrsta höggið? Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Íslenski boltinn Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Körfubolti Fleiri fréttir „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Tottenham einu skrefi nær titli eftir sigur í norður Noregi Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Leik lokið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hver veitir fyrsta höggið? Alfons mættur til norður Noregs til að styðja gömlu félagana á móti Tottenham Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Frá Eyjum til Ísraels „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Sjá meira
Draumur Íslands gæti oltið á VAR í kvöld: „Gerir leikinn sanngjarnari“ Það hefur aðeins færst í aukana að notast sé við myndbandsdómara, VAR, í fótbolta kvenna líkt og hjá körlum. Draumur íslenska landsliðsins um að tryggja sér HM-farseðil í kvöld gæti til að mynda ráðist á VAR-ákvörðun. 11. október 2022 11:01
Skyndiákvörðun sex meyja af Skaganum Þrjár framtíðar landsliðskonur af Skaganum voru heldur betur spenntar fyrir ferðalaginu til Portúgal þegar blaðamaður hitti á þær í flugstöðinni í morgun. Þær segja ekki spurning að stelpurnar okkar vinni sigur ytra í dag og tryggi sér farseðilinn á HM í fyrsta skipti. 11. október 2022 06:42