Innherji

Bandaríski risinn Vanguard stækkar stöðu sína í Arion

Hörður Ægisson skrifar
Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka. Leiðrétt fyrir arðgreiðslu er hlutabréfaverð bankans niður um 11 prósent frá áramótum. 
Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka. Leiðrétt fyrir arðgreiðslu er hlutabréfaverð bankans niður um 11 prósent frá áramótum. 

Sjóðastýringarfélagið Vanguard, sem keypti sig inn í fimmtán íslensk fyrirtæki í Kauphöllinni um miðjan síðasta mánuð, hefur á síðustu dögum stækkað nokkuð eignarhlut sinn í Arion banka. Fimm vísitölusjóðir í stýringu Vanguard eru núna komnir í hóp með tuttugu stærstu hluthöfum íslenska bankans og er félagið um leið orðið stærsti einstaki erlendi fjárfestirinn í eigendahópnum.


Tengdar fréttir

Vanguard keypti fyrir tvo milljarða í Arion banka

Bandaríska sjóðastýringarfélagið Vanguard fer með tæplega 0,8 prósenta eignarhlut í Arion eftir að hafa fjárfest í bankanum samhliða því að íslenski markaðurinn var færður upp í flokk nýmarkaðsríkja í byrjun síðastu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×