Lokasóknin: Reiður ungur maður og hlaupari sem var skotinn fyrir mánuði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2022 13:31 Brian Robinson Jr. snéri aftur um helgina rúmum mánuði eftir að hafa verið skotinn tvisvar í fótinn. AP/Alex Brandon Tveir hlauparar vöktu mikla athygli hjá sérfræðingunum í Lokasókninni eftir leikina í fimmtu viku NFL-deildarinnar og annar þeirra á tilkall til þess að eiga sögu ársins. Lokasóknin fer að venju á þriðjudögum yfir hverja umferð í NFL-deildinni á Stöð 2 Sport 2 og þeir klikkuðu sjálfsögðu ekki á því í gær. „Þetta er eitt fallegasta hlaup sem ég hef séð lengi,“ sagði Andri Ólafsson, umsjónarmaður Lokasóknarinnar og sýndi hlaup nýliðans Dameon Pierce í leik með Houston Texans á móti Jacksonville Jaguars. „Sjáið hvað hann er reiður,“ sagði Andri um Pierce og líkti honum við Marshawn Lynch. „Það eru þrír gæjar í andlitinu á honum og þeir eiga ekki möguleika,“ sagði Magnús Sigurjón Guðmundsson, betur þekktur sem Maggi Peran. „Þetta er svo mikið Beast Mode hlaup hjá gæjanum. Það er eins og hann sé að fá útrás fyrir alla sína reiði og pirring,“ sagði Andri. Klippa: Lokasóknin: Reiður ungur strákur í Houston og endurkoma manns sem var skotinn fyrir rúmum mánuði „Þetta er rosalegt angry run,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. Lokasóknin fjallaði ekki bara um þennan reiða ungan mann heldur einnig um mögulega endurkomu ársins og sögu ársins. „Svo var þetta frábær helgi fyrir Brian Robinson sem var skotinn viku áður en tímabilið hófst,“ sagði Andri og sýndi þegar Robinson var kynntur til leiks undir tónum 50 Cent sem var þar að syngja um skotárás sem rapparinn varð fyrir. „Breiðholtið er núna að öskra af gleði. Þetta er geggjað. 50 Cent söng þetta eftir að hann var skotinn og um sína skotárás. Brian Robinson var skotinn tvisvar sinnum í fótinn þegar var verið að ræna bílnum hans,“ sagði Maggi Peran. „Kúlurnar fóru í gegn og það eru sex vikur frá því að hann var næstum því dáinn þar til að hann spilar sinn fyrsta leik,“ sagði Henry Birgir. Það má sjá Lokasóknina taka fyrir þessa tvo öflugu hlaupara hér fyrir ofan. NFL Lokasóknin Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sjá meira
Lokasóknin fer að venju á þriðjudögum yfir hverja umferð í NFL-deildinni á Stöð 2 Sport 2 og þeir klikkuðu sjálfsögðu ekki á því í gær. „Þetta er eitt fallegasta hlaup sem ég hef séð lengi,“ sagði Andri Ólafsson, umsjónarmaður Lokasóknarinnar og sýndi hlaup nýliðans Dameon Pierce í leik með Houston Texans á móti Jacksonville Jaguars. „Sjáið hvað hann er reiður,“ sagði Andri um Pierce og líkti honum við Marshawn Lynch. „Það eru þrír gæjar í andlitinu á honum og þeir eiga ekki möguleika,“ sagði Magnús Sigurjón Guðmundsson, betur þekktur sem Maggi Peran. „Þetta er svo mikið Beast Mode hlaup hjá gæjanum. Það er eins og hann sé að fá útrás fyrir alla sína reiði og pirring,“ sagði Andri. Klippa: Lokasóknin: Reiður ungur strákur í Houston og endurkoma manns sem var skotinn fyrir rúmum mánuði „Þetta er rosalegt angry run,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. Lokasóknin fjallaði ekki bara um þennan reiða ungan mann heldur einnig um mögulega endurkomu ársins og sögu ársins. „Svo var þetta frábær helgi fyrir Brian Robinson sem var skotinn viku áður en tímabilið hófst,“ sagði Andri og sýndi þegar Robinson var kynntur til leiks undir tónum 50 Cent sem var þar að syngja um skotárás sem rapparinn varð fyrir. „Breiðholtið er núna að öskra af gleði. Þetta er geggjað. 50 Cent söng þetta eftir að hann var skotinn og um sína skotárás. Brian Robinson var skotinn tvisvar sinnum í fótinn þegar var verið að ræna bílnum hans,“ sagði Maggi Peran. „Kúlurnar fóru í gegn og það eru sex vikur frá því að hann var næstum því dáinn þar til að hann spilar sinn fyrsta leik,“ sagði Henry Birgir. Það má sjá Lokasóknina taka fyrir þessa tvo öflugu hlaupara hér fyrir ofan.
NFL Lokasóknin Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sjá meira