Adnan Syed hreinsaður af sök Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. október 2022 08:00 Adnan Syed hefur verið hreinsaður af sök. AP/Jerry Jackson Hinn bandaríski Adnan Syed, sem hefur setið í fangelsi í 23 ár fyrir á morðið á fyrrverandi kærustu sinni, hefur verið hreinsaður af sök. Mál Syeds vakti heimsathygli í rannsóknarhlaðvarpinu Serial, sem kom út fyrir átta árum síðan. Saksóknarar í borginni Baltimore hafa ákveðið að láta ákærur gegn Syed fyrir morðið á fyrrverandi kærustu hans Hae Min Lee niður falla og verður mál því ekki höfðað gegn honum aftur vegna morðsins. Saksóknarar fóru í síðasta mánuði fram á við dómstóla í Baltimore að dómurinn yfir Syed yrði ógiltur vegna mistaka við réttarhöldin og honum var svo sleppt úr fangelsi 19. september síðastliðinn. Tveir nýir eru grunaðir í málinu sem saksóknarar segja að hafi verið þekktir lögreglu við rannsókn málsins á sínum tíma. Lögregluyfirvöld og dómstólar hafa á undanförnum árum verið harðlega gagnrýnd fyrir fordóma gegn Syed og fyrir að hafa ekki rannsakað alla þætti málsins. Bað fjölskyldur Syed og Lee afsökunar Hae Min Lee var átján ára gömul þegar lík hennar fannst í skóglendi í Baltimore árið 1999. Lögreglu grunaði strax að Syed væri sekur um morðið en eins og fram var dregið í hlaðvarpinu Serial yfirheyrði lögregla ekki vitni sem hefði getað staðfest fjarvistarsönnun Syeds. Vitnið var heldur ekki boðað fyrir dómstóla þegar málið fór þangað og virðist sem lögmaður Syeds hafi annað hvort ekki vitað af vitninu eða ekki sinnt starfi sínu sem skyldi. Erica Suter, núverandi lögmaður Syeds, sagði í yfirlýsingu í gær að loksins fái Adnan Syed að lifa sem frjáls maður. „Adnan er saklaus og hefur misst 23 ár af lífi sínu, að afplána dóm fyrir glæp sem hann framdi ekki,“ bætti hún við. Marilyn Mosby, ríkissaksóknari Baltimore, sagði þá á blaðamannafundi í gær að þar sem málið gegn Syed hafi nú verið fellt niður sé ekki hægt að opna það aftur og ekki hægt að ákæra hann aftur vegna morðsins. Þá bað hún fjölskyldur Lee og Adnans Syed afsökunar. Málið var fellt niður eftir að niðurstöður bárust úr DNA rannsókn af fötum Lee. Þetta var fyrsta sinn sem föt Lee voru send í DNA rannsókn, enn einn þátturinn í rannsókninni sem hefur verið harðlega gagnrýndur, en DNA úr nokkrum fannst á skóm hennar. Ekkert þeirra var úr Adnan Syed. Földu sönnunargögn sem renndu stoðum undir sakleysi Syeds Syed var handtekinn stuttu eftir að lík Lee fannst í skóglendi í Baltimore árið 1999 og var í gæsluvarðhaldi þar til hann var sakfelldur af kviðdómi, sem fann hann sekan um skipulagt morð, að hafa rænt Lee, rænt hana og haldið henni gegn vilja hennar. Saksóknarar héldu því fram á sínum tíma að Syed hafi myrt Lee vegna sárinda eftir sambandsslitin. Hann hafi kyrkt Lee og falið lík hennar í Leakin garðinum með aðstoð vinar síns. Þá reiddu saksóknarar sig að stórum hluta á farsímagögn, sem í dag eru ekki talin áreiðanleg. Dregið var fram í hlaðvarpinu Serial að lögregla hafi ítrekað hundsað vísbendingar um sakleysi Syeds og sekt tveggja annarra manna, sem nú eru taldir grunaðir í málinu. Lögregla hafi vegna ætternis og trúar Syeds beint spjótum sínum að honum og ekki litið til annarra mögulegra morðingja, meðal annars með því að ræða ekki við vitni sem gat staðfest fjarvistarsönnun Syeds. Þá kom fram í hlaðvarpinu að saksóknarar földu talsvert magn sönnunargagna, sem hefði getað sýnt fram á sakleysi Syeds, fyrir lögmanni hans og að lögmaðurinn hafi ekki sinnt starfi sínu sem skyldi. Hlaðvarpið hefur notið gífurlegra vinsælda frá því það kom út og var í raun það fyrsta sinnar tegundar, þar sem rannsóknarblaðamennska er reifuð í hlaðvarpi og þáttastjórnandinn bauð hlustendum upp á að taka virkan þátt í rannsókn málsins. Hlaðvarpið hefur verið fyrirmynd fjölda annarra hlaðvarpa síðan það kom út. Erlend sakamál Bandaríkin Tengdar fréttir Sleppt úr fangelsi átta árum eftir útgáfu Serial Morðdómi Adnan Syed hefur verið snúið við af dómara eftir að saksóknarar fundu nýjar vísbendingar sem tengjast morði fyrrverandi kærustu hans. Mál Syeds varð frægt um heiminn allan eftir að fjallað var um það í hlaðvarpinu Serial sem birt var árið 2014. 19. september 2022 22:51 Tveir nýir grunaðir í morðmáli sem fjallað var um í hlaðvarpinu Serial Saksóknarar í Baltimore í Bandaríkjunum segjast nú endurrannsaka morð sem unglingsdrengur var sakfelldur fyrir um aldamótin. Málið vakti gríðarlega athygli að nýju þegar um það var fjallað í hinu geysivinsæla glæpahlaðvarpi Serial. 15. september 2022 07:36 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Sjá meira
Saksóknarar í borginni Baltimore hafa ákveðið að láta ákærur gegn Syed fyrir morðið á fyrrverandi kærustu hans Hae Min Lee niður falla og verður mál því ekki höfðað gegn honum aftur vegna morðsins. Saksóknarar fóru í síðasta mánuði fram á við dómstóla í Baltimore að dómurinn yfir Syed yrði ógiltur vegna mistaka við réttarhöldin og honum var svo sleppt úr fangelsi 19. september síðastliðinn. Tveir nýir eru grunaðir í málinu sem saksóknarar segja að hafi verið þekktir lögreglu við rannsókn málsins á sínum tíma. Lögregluyfirvöld og dómstólar hafa á undanförnum árum verið harðlega gagnrýnd fyrir fordóma gegn Syed og fyrir að hafa ekki rannsakað alla þætti málsins. Bað fjölskyldur Syed og Lee afsökunar Hae Min Lee var átján ára gömul þegar lík hennar fannst í skóglendi í Baltimore árið 1999. Lögreglu grunaði strax að Syed væri sekur um morðið en eins og fram var dregið í hlaðvarpinu Serial yfirheyrði lögregla ekki vitni sem hefði getað staðfest fjarvistarsönnun Syeds. Vitnið var heldur ekki boðað fyrir dómstóla þegar málið fór þangað og virðist sem lögmaður Syeds hafi annað hvort ekki vitað af vitninu eða ekki sinnt starfi sínu sem skyldi. Erica Suter, núverandi lögmaður Syeds, sagði í yfirlýsingu í gær að loksins fái Adnan Syed að lifa sem frjáls maður. „Adnan er saklaus og hefur misst 23 ár af lífi sínu, að afplána dóm fyrir glæp sem hann framdi ekki,“ bætti hún við. Marilyn Mosby, ríkissaksóknari Baltimore, sagði þá á blaðamannafundi í gær að þar sem málið gegn Syed hafi nú verið fellt niður sé ekki hægt að opna það aftur og ekki hægt að ákæra hann aftur vegna morðsins. Þá bað hún fjölskyldur Lee og Adnans Syed afsökunar. Málið var fellt niður eftir að niðurstöður bárust úr DNA rannsókn af fötum Lee. Þetta var fyrsta sinn sem föt Lee voru send í DNA rannsókn, enn einn þátturinn í rannsókninni sem hefur verið harðlega gagnrýndur, en DNA úr nokkrum fannst á skóm hennar. Ekkert þeirra var úr Adnan Syed. Földu sönnunargögn sem renndu stoðum undir sakleysi Syeds Syed var handtekinn stuttu eftir að lík Lee fannst í skóglendi í Baltimore árið 1999 og var í gæsluvarðhaldi þar til hann var sakfelldur af kviðdómi, sem fann hann sekan um skipulagt morð, að hafa rænt Lee, rænt hana og haldið henni gegn vilja hennar. Saksóknarar héldu því fram á sínum tíma að Syed hafi myrt Lee vegna sárinda eftir sambandsslitin. Hann hafi kyrkt Lee og falið lík hennar í Leakin garðinum með aðstoð vinar síns. Þá reiddu saksóknarar sig að stórum hluta á farsímagögn, sem í dag eru ekki talin áreiðanleg. Dregið var fram í hlaðvarpinu Serial að lögregla hafi ítrekað hundsað vísbendingar um sakleysi Syeds og sekt tveggja annarra manna, sem nú eru taldir grunaðir í málinu. Lögregla hafi vegna ætternis og trúar Syeds beint spjótum sínum að honum og ekki litið til annarra mögulegra morðingja, meðal annars með því að ræða ekki við vitni sem gat staðfest fjarvistarsönnun Syeds. Þá kom fram í hlaðvarpinu að saksóknarar földu talsvert magn sönnunargagna, sem hefði getað sýnt fram á sakleysi Syeds, fyrir lögmanni hans og að lögmaðurinn hafi ekki sinnt starfi sínu sem skyldi. Hlaðvarpið hefur notið gífurlegra vinsælda frá því það kom út og var í raun það fyrsta sinnar tegundar, þar sem rannsóknarblaðamennska er reifuð í hlaðvarpi og þáttastjórnandinn bauð hlustendum upp á að taka virkan þátt í rannsókn málsins. Hlaðvarpið hefur verið fyrirmynd fjölda annarra hlaðvarpa síðan það kom út.
Erlend sakamál Bandaríkin Tengdar fréttir Sleppt úr fangelsi átta árum eftir útgáfu Serial Morðdómi Adnan Syed hefur verið snúið við af dómara eftir að saksóknarar fundu nýjar vísbendingar sem tengjast morði fyrrverandi kærustu hans. Mál Syeds varð frægt um heiminn allan eftir að fjallað var um það í hlaðvarpinu Serial sem birt var árið 2014. 19. september 2022 22:51 Tveir nýir grunaðir í morðmáli sem fjallað var um í hlaðvarpinu Serial Saksóknarar í Baltimore í Bandaríkjunum segjast nú endurrannsaka morð sem unglingsdrengur var sakfelldur fyrir um aldamótin. Málið vakti gríðarlega athygli að nýju þegar um það var fjallað í hinu geysivinsæla glæpahlaðvarpi Serial. 15. september 2022 07:36 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Sjá meira
Sleppt úr fangelsi átta árum eftir útgáfu Serial Morðdómi Adnan Syed hefur verið snúið við af dómara eftir að saksóknarar fundu nýjar vísbendingar sem tengjast morði fyrrverandi kærustu hans. Mál Syeds varð frægt um heiminn allan eftir að fjallað var um það í hlaðvarpinu Serial sem birt var árið 2014. 19. september 2022 22:51
Tveir nýir grunaðir í morðmáli sem fjallað var um í hlaðvarpinu Serial Saksóknarar í Baltimore í Bandaríkjunum segjast nú endurrannsaka morð sem unglingsdrengur var sakfelldur fyrir um aldamótin. Málið vakti gríðarlega athygli að nýju þegar um það var fjallað í hinu geysivinsæla glæpahlaðvarpi Serial. 15. september 2022 07:36