Siggi Hlö kenndi Valla að vera drullusama um hvað öðrum finnst Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 13. október 2022 13:30 „Ef ég hefði áhyggjur af því hvað öðrum finnst, þá væri ég ekki búinn að gera neitt af því sem ég er búinn að gera,“ segir athafnamaðurinn Valli Sport. Vísir/Vilhelm „Ég er jákvæður og opinn. Ég er óhræddur við að reyna hluti sem ég hef ekki gert áður og mér er drullusama hvað öðrum finnst,“ segir Valgeir Magnússon, betur þekktur sem Valli Sport. Valli er fjölhæfur afhafnamaður sem hefur komið víða við; í fjölmiðlum, auglýsingabransanum, tónlistarbransanum og viðskiptalífinu svo fátt eitt sé nefnt. „Ef ég hefði áhyggjur af því hvað öðrum finnst, þá væri ég ekki búinn að gera neitt af því sem ég er búinn að gera. Ég væri bara að gera eitt, af því ég er ógeðslega góður í því, og það er að gera auglýsingar,“ segir Valli sem var gestur í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Jákastið. Ákvað að breyta um stíl Valli segist þó ekki alltaf hafa verið ófeiminn og sama um álit annarra. Hann hafi verið mikill „sprelligosi“ sem barn, en þegar á unglingsárin var komið hafi hann skriðið inn í skel. Þegar kom að því að Valli skyldi hefja skólagöngu í Verzlunarskóla Íslands varð ákveðinn vendipunktur í hans lífi. „Ég ákvað bara algjörlega að breyta um stíl. Ég ætlaði að verða extróvert og ég bara þvingaði mig þangað. Ég tók bara ákvörðun um það,“ segir Valli sem stóð við þá ákvörðun og náði góðum tökum á félagslegri færni. Það tók hann þó nokkur ár til viðbótar að hætta að láta álit annarra hafa áhrif á sig. Það var enginn annar en Siggi Hlö sem kenndi honum þá list þegar þeir hófu störf saman á Bylgjunni. „Mér fannst hann hallærislegasti maður á Íslandi á þeim tíma. En hann einhvern veginn kennir mér mjög fljótt að það er ekkert eins hallærislegt og það að hafa áhyggjur af því að vera hallærislegur. Það er alveg rosalega góður sannleikur.“ Refsing ekki gagnleg fyrir alla Í þættinum ræðir Valli um son sinn sem glímir við fíknisjúkdóm og hefur rekið sig á oftar en einu sinni í gegnum ævina. „Ég var alltaf að reyna finna einhverjar leiðir til þess að reyna stýra honum inn á aðrar brautir, en þá var ég í rauninni alltaf að ýta honum lengra inn á brautina sem hann var á.“ Valli bendir á það að einstaklingar séu ólíkir. Samfélagslegt kerfi okkar, þar sem einstaklingum er ýmist refsað eða umbunað í takt við hegðun, henti alls ekki öllum. „Sumir upplifa þetta sem persónulegar árásir og fara bara lengra og lengra inn í sig. Síðan heldur þetta áfram. Þessu fólki líður illa og byrjar að neyta áfengis eða einhvers meira og endar á að skarast á við lögin og endar í fangelsi,“ segir Valli sem bendir á að finna þurfi nýjar leiðir til þess að hjálpa fólki. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Valla Sport í heild sinni. Jákastið Tengdar fréttir Björgvin Franz í Chicago: „Þetta er eitthvað sem velur þig“ Leikarinn Björgvin Franz Gíslason leikur lögfræðinginn Billy Flynn í söngleiknum Chicago sem Leikfélag Akureyrar frumsýnir í Samkomuhúsinu í janúar 2023. Björgvin Franz fetar þar með í fótspor Hollywood stjörnunnar Richard Gere sem lék hlutverkið eftirminnilega í kvikmyndinni sem kom út árið 2002. 5. september 2022 11:37 Gekk hræðilega í keppninni en fékk vinnu á Broadway „Mér finnst ég bara vera stelpan frá Húsavík sem lenti í hringiðju tónlistarinnar í höfuðborginni. Þessi tilfinning fer ekkert frá mér.“ 30. ágúst 2022 14:30 Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Fleiri fréttir Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Sjá meira
Valli er fjölhæfur afhafnamaður sem hefur komið víða við; í fjölmiðlum, auglýsingabransanum, tónlistarbransanum og viðskiptalífinu svo fátt eitt sé nefnt. „Ef ég hefði áhyggjur af því hvað öðrum finnst, þá væri ég ekki búinn að gera neitt af því sem ég er búinn að gera. Ég væri bara að gera eitt, af því ég er ógeðslega góður í því, og það er að gera auglýsingar,“ segir Valli sem var gestur í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Jákastið. Ákvað að breyta um stíl Valli segist þó ekki alltaf hafa verið ófeiminn og sama um álit annarra. Hann hafi verið mikill „sprelligosi“ sem barn, en þegar á unglingsárin var komið hafi hann skriðið inn í skel. Þegar kom að því að Valli skyldi hefja skólagöngu í Verzlunarskóla Íslands varð ákveðinn vendipunktur í hans lífi. „Ég ákvað bara algjörlega að breyta um stíl. Ég ætlaði að verða extróvert og ég bara þvingaði mig þangað. Ég tók bara ákvörðun um það,“ segir Valli sem stóð við þá ákvörðun og náði góðum tökum á félagslegri færni. Það tók hann þó nokkur ár til viðbótar að hætta að láta álit annarra hafa áhrif á sig. Það var enginn annar en Siggi Hlö sem kenndi honum þá list þegar þeir hófu störf saman á Bylgjunni. „Mér fannst hann hallærislegasti maður á Íslandi á þeim tíma. En hann einhvern veginn kennir mér mjög fljótt að það er ekkert eins hallærislegt og það að hafa áhyggjur af því að vera hallærislegur. Það er alveg rosalega góður sannleikur.“ Refsing ekki gagnleg fyrir alla Í þættinum ræðir Valli um son sinn sem glímir við fíknisjúkdóm og hefur rekið sig á oftar en einu sinni í gegnum ævina. „Ég var alltaf að reyna finna einhverjar leiðir til þess að reyna stýra honum inn á aðrar brautir, en þá var ég í rauninni alltaf að ýta honum lengra inn á brautina sem hann var á.“ Valli bendir á það að einstaklingar séu ólíkir. Samfélagslegt kerfi okkar, þar sem einstaklingum er ýmist refsað eða umbunað í takt við hegðun, henti alls ekki öllum. „Sumir upplifa þetta sem persónulegar árásir og fara bara lengra og lengra inn í sig. Síðan heldur þetta áfram. Þessu fólki líður illa og byrjar að neyta áfengis eða einhvers meira og endar á að skarast á við lögin og endar í fangelsi,“ segir Valli sem bendir á að finna þurfi nýjar leiðir til þess að hjálpa fólki. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Valla Sport í heild sinni.
Jákastið Tengdar fréttir Björgvin Franz í Chicago: „Þetta er eitthvað sem velur þig“ Leikarinn Björgvin Franz Gíslason leikur lögfræðinginn Billy Flynn í söngleiknum Chicago sem Leikfélag Akureyrar frumsýnir í Samkomuhúsinu í janúar 2023. Björgvin Franz fetar þar með í fótspor Hollywood stjörnunnar Richard Gere sem lék hlutverkið eftirminnilega í kvikmyndinni sem kom út árið 2002. 5. september 2022 11:37 Gekk hræðilega í keppninni en fékk vinnu á Broadway „Mér finnst ég bara vera stelpan frá Húsavík sem lenti í hringiðju tónlistarinnar í höfuðborginni. Þessi tilfinning fer ekkert frá mér.“ 30. ágúst 2022 14:30 Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Fleiri fréttir Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Sjá meira
Björgvin Franz í Chicago: „Þetta er eitthvað sem velur þig“ Leikarinn Björgvin Franz Gíslason leikur lögfræðinginn Billy Flynn í söngleiknum Chicago sem Leikfélag Akureyrar frumsýnir í Samkomuhúsinu í janúar 2023. Björgvin Franz fetar þar með í fótspor Hollywood stjörnunnar Richard Gere sem lék hlutverkið eftirminnilega í kvikmyndinni sem kom út árið 2002. 5. september 2022 11:37
Gekk hræðilega í keppninni en fékk vinnu á Broadway „Mér finnst ég bara vera stelpan frá Húsavík sem lenti í hringiðju tónlistarinnar í höfuðborginni. Þessi tilfinning fer ekkert frá mér.“ 30. ágúst 2022 14:30