Harðverjar styrkja málefni sem stendur þeim nærri Valur Páll Eiríksson skrifar 13. október 2022 15:31 Stefán Már Arnarsson og Þráinn Ágúst Arnaldsson beittu sér fyrir því að Hörður myndi styrkja málefnið sem stendur þeim nærri. Stöð 2 Sport Hörður frá Ísafirði, sem leikur í ár í fyrsta skipti í Olís-deild karla, mun láta gott af sér leiða og styrkja starfsemi Bleiku slaufunnar og Krabbameinsfélagið Sigurvon með framleiðslu bleikrar treyju. Málefnið stendur leikmönnum liðsins nærri. Harðverjar hafa látið framleiða bleika treyju í samstarfi við Bleiku slaufuna og Krabbameinsfélagið Sigurvon og mun allur ágóði af sölu treyjunnar renna beint til samtakanna tveggja. „Amma hans greindist með brjóstakrabbamein og amma mín lést úr brjóstakrabbameini þegar ég var lítill krakki og ég fékk aldrei að kynnast henni og móðir mín fékk svo brjóstakrabbamein líka rétt fyrir Covid 2020. Þetta er bara verkefni og hlutir sem standa mér mjög nærri,“ segir Þráinn Ágúst Arnaldsson, leikmaður Harðar. „Svo okkur datt í hug að tengja líka Sigurvon inn í þetta sem er krabbameinsfélagið á Ísafirði sem að studdi mömmu mína mjög mikið með ferðastyrkjum, sálfræðimeðferð og fleiru. Þetta var náttúrulega mjög erfitt og okkur langar að gefa eitthvað til baka,“ bætir Þráinn við. Hörður er í fyrsta skipti í efstu deild í handbolta vilja stimpla sig almennilega inn. Þátttakan í verkefninu er liður í því. „Það er gaman að koma inn með smá 'oumph', aðeins að markaðssetja okkur og stimpla okkur inn í Olís. Vonandi byggjum við góðan grunn til að halda áfram,“ segir Stefán Mar Arnarsson, sem er í þjálfarateymi liðsins. Klippa: Bleikar treyjur Harðar Harðverjar klæddust treyjunni við upphitun fyrir leik sinn við ÍR á dögunum en vel má vera að þeir klæðist treyjunni í leik á næstunni. Næsti leikur liðsins er við Selfoss þriðjudaginn 18. október á Ísafirði. „Við erum búnir að klæðast honum einu sinni, í upphitun [gegn ÍR], og við erum bara að bíða eftir að fá að spila í honum,“ segir Stefán Mar. Einnig var bleiki búningurinn skoðaður í Seinni bylgjunni þar sem Einar Jónsson og Árni Stefán Guðjónsson fengu eintak. Einar að vísu seldi sína treyju til Daða Magnússonar, tæknistjóra ÍBV TV, sem vildi ekki fá áritun frá Einari á treyjuna, þrátt fyrir að slíkt væri í boði. Klippa: Seinni bylgjan: Bleikar treyjur Hægt er að panta treyjuna af Herði á Facebook-síðu félagsins, á Instagram-síðu Harðar eða með því að senda póst á bleikurhordur@gmail.com. Hægt er að leggja verkefninu lið með því að leggja inn á kt. 650169-2639 og rk. 0556-14-400732. Viðtalið við þá Stefán og Þráin má sjá í efri spilaranum að ofan og innslagið úr Seinni bylgjunni í þeim neðri. Hörður Ísafjarðarbær Olís-deild karla Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
Harðverjar hafa látið framleiða bleika treyju í samstarfi við Bleiku slaufuna og Krabbameinsfélagið Sigurvon og mun allur ágóði af sölu treyjunnar renna beint til samtakanna tveggja. „Amma hans greindist með brjóstakrabbamein og amma mín lést úr brjóstakrabbameini þegar ég var lítill krakki og ég fékk aldrei að kynnast henni og móðir mín fékk svo brjóstakrabbamein líka rétt fyrir Covid 2020. Þetta er bara verkefni og hlutir sem standa mér mjög nærri,“ segir Þráinn Ágúst Arnaldsson, leikmaður Harðar. „Svo okkur datt í hug að tengja líka Sigurvon inn í þetta sem er krabbameinsfélagið á Ísafirði sem að studdi mömmu mína mjög mikið með ferðastyrkjum, sálfræðimeðferð og fleiru. Þetta var náttúrulega mjög erfitt og okkur langar að gefa eitthvað til baka,“ bætir Þráinn við. Hörður er í fyrsta skipti í efstu deild í handbolta vilja stimpla sig almennilega inn. Þátttakan í verkefninu er liður í því. „Það er gaman að koma inn með smá 'oumph', aðeins að markaðssetja okkur og stimpla okkur inn í Olís. Vonandi byggjum við góðan grunn til að halda áfram,“ segir Stefán Mar Arnarsson, sem er í þjálfarateymi liðsins. Klippa: Bleikar treyjur Harðar Harðverjar klæddust treyjunni við upphitun fyrir leik sinn við ÍR á dögunum en vel má vera að þeir klæðist treyjunni í leik á næstunni. Næsti leikur liðsins er við Selfoss þriðjudaginn 18. október á Ísafirði. „Við erum búnir að klæðast honum einu sinni, í upphitun [gegn ÍR], og við erum bara að bíða eftir að fá að spila í honum,“ segir Stefán Mar. Einnig var bleiki búningurinn skoðaður í Seinni bylgjunni þar sem Einar Jónsson og Árni Stefán Guðjónsson fengu eintak. Einar að vísu seldi sína treyju til Daða Magnússonar, tæknistjóra ÍBV TV, sem vildi ekki fá áritun frá Einari á treyjuna, þrátt fyrir að slíkt væri í boði. Klippa: Seinni bylgjan: Bleikar treyjur Hægt er að panta treyjuna af Herði á Facebook-síðu félagsins, á Instagram-síðu Harðar eða með því að senda póst á bleikurhordur@gmail.com. Hægt er að leggja verkefninu lið með því að leggja inn á kt. 650169-2639 og rk. 0556-14-400732. Viðtalið við þá Stefán og Þráin má sjá í efri spilaranum að ofan og innslagið úr Seinni bylgjunni í þeim neðri.
Hörður Ísafjarðarbær Olís-deild karla Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira