Geimskot frá Langanesi misheppnaðist Samúel Karl Ólason skrifar 13. október 2022 13:39 Skylark L eldflaug á skotpalli á Langanesi um síðustu helgi. Forsvarsmenn skoska fyrirtækisins Skyrora tilkynntu í morgun að geimskot hefði verið reynt frá Langanesi um síðustu helgi. Geimskotið misheppnaðist þó og eldflaugin hafnaði í sjónum skammt frá skotstaðnum. Markmiðið var að skjóta eldflaug af gerðinni Skylark L í hundrað kílómetra hæð, sem margar endalok gufuhvolfsins og upphaf geimsins, en fljótt eftir skotið á laugardaginn kom upp bilun. Flaugin endaði í sjónum um 500 metrum frá skotstaðnum, samkvæmt yfirlýsingu sem birt var á vef Skyrora í morgun. Í yfirlýsingunni segir að hvorki fólk né dýralíf hafi borið skaða af og unnið sé að því að endurheimta eldflaugina úr sjónum. Sama fyrirtæki skaut upp eldflaug frá Langanesi árið 2020. Fyrr á þessu ári sögðu forsvarsmenn fyrirtækisins svo að óþarfa skrifræði stjórnvalda hefði tafið geimskotið sem reynt var um helgina en upprunalega átti að skjóta henni á loft í september í fyrra. Stutt drónamyndband frá skotstaðnum má sjá hér að neðan. Fyrirtækið hefur ekki birt myndefni af geimskotinu sjálfu. Skylark L er ellefu metra há eldflaug sem hönnuð er til að ná rúmlega 125 kílómetra hæð. Hún er einnig hönnuð til að notast við færanlegan skotpall og til marks um það benda forsvarsmenn Skyrora á að undirbúningur fyrir tilraunina um helgina hafi einungis tekið sjö daga. Í áðurnefndri yfirlýsingu er haft eftir Lee Rosen, framkvæmdastjóra Skyrora að rúmlega þriggja áratuga reynsla í bransanum hafi sýnt honum að eitthvað geti alltaf komið upp á. Hægt sé að smíða hina bestu eldflaug og undirbúa geimskaut gaumgæfilega en þrátt fyrir það komi óvænt atvik upp á. Þrátt fyrir að geimskotið hafi misheppnast hafi starfsmenn fyrirtækisins fengið mikilvæg gögn í hendurnar og öðlast mikilvæga reynslu. Rosen segist einnig hæstánægður með þann stuðning sem fyrirtækið hafi fengið frá stjórnvöldum Íslands og samfélaginu á Þórshöfn. Haft er eftir Birni Sigurði Lárussyni, bæjarstjóra Langanesbyggðar, að það hafi verið forréttindi fyrir samfélagið að hafa verið valið sem skotstaður fyrir Skylark L. Hann segist vonast til þess að verkefni muni leiða til áframhaldandi þróunar geimiðnaðar hér á landi og bæta samskipti Bretlands og Íslands. Langanesbyggð Geimurinn Tengdar fréttir Segja skrifræði stjórnvalda hindra eldflaugaskot frá Langanesi Skoska eldflaugafyrirtækið Skyrora segir að „óþarfa skrifræði“ íslenskra stjórnvalda sé að tefja það að félagið geti skotið eldflaug á loft frá Langanesi. 27. apríl 2022 17:36 Leita enn að því sem féll í sjóinn Enn er verið að að athuga hvort hægt sé að endurheimta þá hluta Skylark Micro eldflaugarinnar sem féllu í sjóinn eftir vel heppnað eldflaugaskot á Langanesi um helgina. 18. ágúst 2020 11:07 Eldflaug skotið upp á Langanesi í morgun Eldflaug var skotið upp af Langanesi um klukkan tíu í morgun. 16. ágúst 2020 11:35 Of hvasst fyrir eldflaugaskot á Langanesi í dag Annan daginn í röð er of hvasst á skotstað á Langanesi í dag þar sem skoska fyrirtækið Skyrora hyggst skjóta upp tilraunaeldflaug. 13. ágúst 2020 13:28 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Sjá meira
Markmiðið var að skjóta eldflaug af gerðinni Skylark L í hundrað kílómetra hæð, sem margar endalok gufuhvolfsins og upphaf geimsins, en fljótt eftir skotið á laugardaginn kom upp bilun. Flaugin endaði í sjónum um 500 metrum frá skotstaðnum, samkvæmt yfirlýsingu sem birt var á vef Skyrora í morgun. Í yfirlýsingunni segir að hvorki fólk né dýralíf hafi borið skaða af og unnið sé að því að endurheimta eldflaugina úr sjónum. Sama fyrirtæki skaut upp eldflaug frá Langanesi árið 2020. Fyrr á þessu ári sögðu forsvarsmenn fyrirtækisins svo að óþarfa skrifræði stjórnvalda hefði tafið geimskotið sem reynt var um helgina en upprunalega átti að skjóta henni á loft í september í fyrra. Stutt drónamyndband frá skotstaðnum má sjá hér að neðan. Fyrirtækið hefur ekki birt myndefni af geimskotinu sjálfu. Skylark L er ellefu metra há eldflaug sem hönnuð er til að ná rúmlega 125 kílómetra hæð. Hún er einnig hönnuð til að notast við færanlegan skotpall og til marks um það benda forsvarsmenn Skyrora á að undirbúningur fyrir tilraunina um helgina hafi einungis tekið sjö daga. Í áðurnefndri yfirlýsingu er haft eftir Lee Rosen, framkvæmdastjóra Skyrora að rúmlega þriggja áratuga reynsla í bransanum hafi sýnt honum að eitthvað geti alltaf komið upp á. Hægt sé að smíða hina bestu eldflaug og undirbúa geimskaut gaumgæfilega en þrátt fyrir það komi óvænt atvik upp á. Þrátt fyrir að geimskotið hafi misheppnast hafi starfsmenn fyrirtækisins fengið mikilvæg gögn í hendurnar og öðlast mikilvæga reynslu. Rosen segist einnig hæstánægður með þann stuðning sem fyrirtækið hafi fengið frá stjórnvöldum Íslands og samfélaginu á Þórshöfn. Haft er eftir Birni Sigurði Lárussyni, bæjarstjóra Langanesbyggðar, að það hafi verið forréttindi fyrir samfélagið að hafa verið valið sem skotstaður fyrir Skylark L. Hann segist vonast til þess að verkefni muni leiða til áframhaldandi þróunar geimiðnaðar hér á landi og bæta samskipti Bretlands og Íslands.
Langanesbyggð Geimurinn Tengdar fréttir Segja skrifræði stjórnvalda hindra eldflaugaskot frá Langanesi Skoska eldflaugafyrirtækið Skyrora segir að „óþarfa skrifræði“ íslenskra stjórnvalda sé að tefja það að félagið geti skotið eldflaug á loft frá Langanesi. 27. apríl 2022 17:36 Leita enn að því sem féll í sjóinn Enn er verið að að athuga hvort hægt sé að endurheimta þá hluta Skylark Micro eldflaugarinnar sem féllu í sjóinn eftir vel heppnað eldflaugaskot á Langanesi um helgina. 18. ágúst 2020 11:07 Eldflaug skotið upp á Langanesi í morgun Eldflaug var skotið upp af Langanesi um klukkan tíu í morgun. 16. ágúst 2020 11:35 Of hvasst fyrir eldflaugaskot á Langanesi í dag Annan daginn í röð er of hvasst á skotstað á Langanesi í dag þar sem skoska fyrirtækið Skyrora hyggst skjóta upp tilraunaeldflaug. 13. ágúst 2020 13:28 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Sjá meira
Segja skrifræði stjórnvalda hindra eldflaugaskot frá Langanesi Skoska eldflaugafyrirtækið Skyrora segir að „óþarfa skrifræði“ íslenskra stjórnvalda sé að tefja það að félagið geti skotið eldflaug á loft frá Langanesi. 27. apríl 2022 17:36
Leita enn að því sem féll í sjóinn Enn er verið að að athuga hvort hægt sé að endurheimta þá hluta Skylark Micro eldflaugarinnar sem féllu í sjóinn eftir vel heppnað eldflaugaskot á Langanesi um helgina. 18. ágúst 2020 11:07
Eldflaug skotið upp á Langanesi í morgun Eldflaug var skotið upp af Langanesi um klukkan tíu í morgun. 16. ágúst 2020 11:35
Of hvasst fyrir eldflaugaskot á Langanesi í dag Annan daginn í röð er of hvasst á skotstað á Langanesi í dag þar sem skoska fyrirtækið Skyrora hyggst skjóta upp tilraunaeldflaug. 13. ágúst 2020 13:28