Hafa áhyggjur af illa nærðum ungmennum Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 13. október 2022 17:27 Jóhann Skagfjörð, skólameistari Garðaskóla (t.v.) og Lára G. Sigurðardóttir, læknir, doktor í lýðheilsuvísindum og móðir barns við Garðaskóla. Aðsent Lára Guðrún Sigurðardóttir, læknir og doktor í lýðheilsuvísindum lýsti áhyggjum sínum af föstum og næringu ungmenna í bakþönkum Fréttablaðsins í gær. Í samtali við fréttastofu segir hún mikilvægt að passa venjur barna en það henti þeim illa að vera fastandi. Skólastjórnendur Garðaskóla í Garðabæ segja skólahjúkrunarfræðing hafa tekið eftir slæmum venjum nemenda í reglubundnum skimunum hjá 9. bekk. Þau biðla til foreldra að fylgjast með næringu barna sinna. Lára segist ekki vita hvort um einhverja tískubylgju sé að ræða, börnin læri það sem fyrir þeim er haft og foreldrar séu margir hverjir að fasta án vandkvæða. „Þetta hentar alls ekki börnum, að borða ekki, efnaskiptin eru hröð hjá þeim, þau eru að taka út þroska og þurfa að hafa fulla einbeitingu. Enda kemur í ljós að þau halda ekki nógu mikilli athygli ef þau nærast ekki,“ segir Lára. Börnin verði þreytt og í einhverjum tilfellum skapill þegar þau nærist ekki og sækist þá frekar í óhollt mataræði þegar þau koma heim. Rannsóknir sýni að þegar börn komi illa nærð í skólann hafi það neikvæð áhrif á námsárangur. Næring skipti miklu máli fyrir framtíð barnanna en svefnleysi, kvíði og þunglyndi sé að aukast hjá ungmennum og nú sé næringin ekki nógu góð. Börnin sæki svo í orkudrykki til þess að halda sér vakandi og mögulega nikótínpúða í ofanálag. Foreldrar þurfi að vera vakandi fyrir því hvert þessi þróun stefni. Nauðsynlegt sé að passa upp á það að börnin komi upp góðum venjum sem fyrst. Hlusta má á viðtal við Láru í Bítinu um þessi málefni hér að ofan. Send með pening en kaupa sér Oreo kexpakka Jóhann Skagfjörð, skólameistari Garðaskóla segir skólann ekki beint hafa tekið eftir föstum hjá nemendum en þau séu mörg hver ekki að mæta vel nærð í skólann, mæti ekki með nesti og borði ekki hádegismat. Sum séu send með pening í skólann til þess að kaupa sér eitthvað í hádegismat en það sem þau kaupi sé ekki endilega næringarríkt. Sum ungmennin kaupi sér einfaldlega Oreo kexpakka eða eitthvað slíkt í hádegismat. Jóhann segir skólann hafa komist að þeirri slæmu stöðu sem nú sé uppi vegna skimunarviðtala sem hjúkrunarfræðingur skólans sér um fyrir börn í níunda bekk. Þau finni fyrir mun frá því í fyrra. Í skimunarviðtölunum eru nemendur spurðir út í hreyfingu, svefn og líðan ásamt öðru í einstaklingsviðtölum. „Hún var búin að tala við tvo bekki af níu, hún er sem sagt ekki búin með þessi viðtöl en henni fannst það koma allt of oft fram að börnin væru ekki að borða fyrr en í hádeginu eða jafnvel ekki fyrr en þau væru komin heim. Sum ekki fyrr en bara í kvöldmat,“ segir Jóhann. Börnin séu mörg hver ekki að fá nægilega góða næringu fyrir námið og orkuna sem þarf til þess að meðtaka nýja þekkingu á hverjum degi. Námi fylgi áreiti sem sé erfitt að eiga við þegar nemendur séu illa nærðir, hvað þá að eiga samskipti við jafnaldra sína. Einkenni næringar- og svefnleysis rími við einkenni ADHD Aðspurður hvort þau taki eftir mun á nemendum sem séu ekki að nærast nógu vel segir Jóhann að skólinn kanni í þeim tilfellum hvað gæti verið að angra nemendur. Þeim þyki alltaf nauðsynlegt að skoða svefn og næringu fyrst. Einkenni svefnleysis og þess að borða ekki nógu mikið rími oft við einkenni ADHD. Hann segir ekki fara vel í ungmenni á þessum aldri að neyta orkudrykkja við sleni, þeir séu bannaðir í skólanum en stjórnendur séu reglulega að taka orkudrykki af nemendunum sem eru á bilinu 13 til 16 ára. Orkudrykkjanotkunin hafi slæm áhrif á svefn nemenda. „Markaðssetningin á orkudrykkjum er bara fjári góð verð ég að segja og það er einhvern veginn svona stílað inn á að þetta sé eitthvað sem íþróttafólk notar og þurfi á að halda. Ef þú ert þreyttur, fáðu þér bara orkudrykk,“ segir Jóhann. Hann veltir því upp hvort að fólk myndi vilja að þrettán ára barnið sitt myndi fá sér nokkra kaffibolla fyrir hádegi. Viðhorfið virðist öðruvísi gagnvart orkudrykkjum. Jóhann hvetur foreldra til þess að fylgjast betur með því hvað börnin þeirra séu að borða, það sé ekki nóg að senda börnin bara með pening með sér í skólann. „Númer eitt, tvö og þrjú er bara eins og ég segi að foreldrar þurfa að passa upp á svefninn hjá börnunum sínum og passa að þau séu að fá hollan og góðan mat,“ segir Jóhann. Garðabær Börn og uppeldi Matur Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Sjá meira
Lára segist ekki vita hvort um einhverja tískubylgju sé að ræða, börnin læri það sem fyrir þeim er haft og foreldrar séu margir hverjir að fasta án vandkvæða. „Þetta hentar alls ekki börnum, að borða ekki, efnaskiptin eru hröð hjá þeim, þau eru að taka út þroska og þurfa að hafa fulla einbeitingu. Enda kemur í ljós að þau halda ekki nógu mikilli athygli ef þau nærast ekki,“ segir Lára. Börnin verði þreytt og í einhverjum tilfellum skapill þegar þau nærist ekki og sækist þá frekar í óhollt mataræði þegar þau koma heim. Rannsóknir sýni að þegar börn komi illa nærð í skólann hafi það neikvæð áhrif á námsárangur. Næring skipti miklu máli fyrir framtíð barnanna en svefnleysi, kvíði og þunglyndi sé að aukast hjá ungmennum og nú sé næringin ekki nógu góð. Börnin sæki svo í orkudrykki til þess að halda sér vakandi og mögulega nikótínpúða í ofanálag. Foreldrar þurfi að vera vakandi fyrir því hvert þessi þróun stefni. Nauðsynlegt sé að passa upp á það að börnin komi upp góðum venjum sem fyrst. Hlusta má á viðtal við Láru í Bítinu um þessi málefni hér að ofan. Send með pening en kaupa sér Oreo kexpakka Jóhann Skagfjörð, skólameistari Garðaskóla segir skólann ekki beint hafa tekið eftir föstum hjá nemendum en þau séu mörg hver ekki að mæta vel nærð í skólann, mæti ekki með nesti og borði ekki hádegismat. Sum séu send með pening í skólann til þess að kaupa sér eitthvað í hádegismat en það sem þau kaupi sé ekki endilega næringarríkt. Sum ungmennin kaupi sér einfaldlega Oreo kexpakka eða eitthvað slíkt í hádegismat. Jóhann segir skólann hafa komist að þeirri slæmu stöðu sem nú sé uppi vegna skimunarviðtala sem hjúkrunarfræðingur skólans sér um fyrir börn í níunda bekk. Þau finni fyrir mun frá því í fyrra. Í skimunarviðtölunum eru nemendur spurðir út í hreyfingu, svefn og líðan ásamt öðru í einstaklingsviðtölum. „Hún var búin að tala við tvo bekki af níu, hún er sem sagt ekki búin með þessi viðtöl en henni fannst það koma allt of oft fram að börnin væru ekki að borða fyrr en í hádeginu eða jafnvel ekki fyrr en þau væru komin heim. Sum ekki fyrr en bara í kvöldmat,“ segir Jóhann. Börnin séu mörg hver ekki að fá nægilega góða næringu fyrir námið og orkuna sem þarf til þess að meðtaka nýja þekkingu á hverjum degi. Námi fylgi áreiti sem sé erfitt að eiga við þegar nemendur séu illa nærðir, hvað þá að eiga samskipti við jafnaldra sína. Einkenni næringar- og svefnleysis rími við einkenni ADHD Aðspurður hvort þau taki eftir mun á nemendum sem séu ekki að nærast nógu vel segir Jóhann að skólinn kanni í þeim tilfellum hvað gæti verið að angra nemendur. Þeim þyki alltaf nauðsynlegt að skoða svefn og næringu fyrst. Einkenni svefnleysis og þess að borða ekki nógu mikið rími oft við einkenni ADHD. Hann segir ekki fara vel í ungmenni á þessum aldri að neyta orkudrykkja við sleni, þeir séu bannaðir í skólanum en stjórnendur séu reglulega að taka orkudrykki af nemendunum sem eru á bilinu 13 til 16 ára. Orkudrykkjanotkunin hafi slæm áhrif á svefn nemenda. „Markaðssetningin á orkudrykkjum er bara fjári góð verð ég að segja og það er einhvern veginn svona stílað inn á að þetta sé eitthvað sem íþróttafólk notar og þurfi á að halda. Ef þú ert þreyttur, fáðu þér bara orkudrykk,“ segir Jóhann. Hann veltir því upp hvort að fólk myndi vilja að þrettán ára barnið sitt myndi fá sér nokkra kaffibolla fyrir hádegi. Viðhorfið virðist öðruvísi gagnvart orkudrykkjum. Jóhann hvetur foreldra til þess að fylgjast betur með því hvað börnin þeirra séu að borða, það sé ekki nóg að senda börnin bara með pening með sér í skólann. „Númer eitt, tvö og þrjú er bara eins og ég segi að foreldrar þurfa að passa upp á svefninn hjá börnunum sínum og passa að þau séu að fá hollan og góðan mat,“ segir Jóhann.
Garðabær Börn og uppeldi Matur Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Sjá meira