Boðorðin níu Inga Auðbjörg K. Straumland skrifar 13. október 2022 14:31 Það dregur til tíðinda í Garðabænum, en þar hafa boðorðin tíu verið uppfærð og stytt, þannig að auðveldara sér að læra þau. Það sem þó kannski mestu athyglina vekur er sú staðreynd að þeim hefur verið fækkað um eitt. Tíunda boðorðið, sem útleggst svo: „Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns, ekki þræl hans eða ambátt, ekki uxa hans eða asna né nokkuð það sem náungi þinn á“ hefur nú verið fjarlægt. Í samtali við Vísi greindi Matthildur Bjarnadóttir, prestur í Garðasókn, frá því að þetta hefði verið tilraun til að draga úr utanbókarlærdómi fermingarbarna. Síðasta boðorðið bæti litlu við það níunda að hennar mati, enda fjalli þau bæði um öfund og ágirnd. Skrifað í stein - og þó Samkvæmt Biblíunni talaði Drottinn ofan af Sínaí-fjalli til Ísraelslýðs og færði þeim steintöflur með boðorðunum tíu. Þau eru þó ekki endilega bókstaflega tíu og hinar mýmörgu greinar kristninnar skilgreina þau á mismunandi hátt. Þá hefur Biblían sjálf tvö misvísandi sett af boðorðum, í ýmsum mismunandi þýðingum. Það er kannski ekki eins fráleitt og mörgum kynni að þykja, að ein sókn á afskekktri eyju ákveði að uppfæra þessar árþúsundagömlu kennisetningar frá fjalli við Rauða hafið, sama hvað liggur þar að baki. Hugsunarglæpir og þrælahald Matthildur ítrekar í frétt Vísis „að markmiðið sé fyrst og fremst að að létta undir með börnunum enda geti utanbókarlærdómurinn reynst þeim um megn. Tíunda boðorðið er óumdeilanlega það lengsta.“ (Tíunda boðið er reyndar alls ekki óumdeilandlega það lengsta, enda hafa fyrsta og þriðja boðorðið verið stytt í þeirri útgáfu sem fermingarbörnin læra, en látum það liggja á milli hluta). Það má vel vera að páfagaukalærdómur sé eina ástæðan fyrir því að kirkjan velur að fækka boðorðunum, en að margra mati væri hæglega hægt að rökstyðja slíka uppfærslu með siðferðislegum rökum. Tíunda boðorðið er óhugnanlega karllægt, þar sem konur eru taldar upp með öðrum eignum karlmanna. Þá normalíserar boðorðið í raun fullkomlega úreld viðmið um þrælahald, eitthvað sem ekki öllum þætti viðeigandi páfagaukalærdómur fyrir unglinga. Þá verður að teljast vafasamt að vilja refsa fólki fyrir hugsanir, frekar en að refsa fólki fyrir gjörðir þeirra. Loforð - ekki boðorð Um leið og ég óska Þjóðkirkjunni til hamingju með þessa tímabæru uppfærslu, vil ég hvetja hana til að ganga enn lengra. Það er af nógu að taka í kennisetningum kristninnar sem ekki á erindi í nútímasamfélag og boðorðin bara byrjunin. Sjálf er ég ekki kristin og kæri mig ekki um að tilheyra félögum þar sem ekki má uppfæra viðhorfin í takt við þróun samfélagsins. Ég skilgreini mig sem húmanista og tilheyri Siðmennt, félagi siðrænna húmanista á Íslandi. Húmanistar leggja sig einmitt fram um að styðjast við nýjustu þekkingu hverju sinni, og hætta aldrei að rannsaka, læra meira og endurhugsa þekkingu okkar á heiminum og mannkyni öllu, eins og segir í nýuppfærðri Amsterdam yfirlýsingu alþjóðasamtaka húmanista. Þá hafa húmanistar kjarnað grunngildi húmanisma í tíu loforð, þar sem manneskjan sjálf heitir því að gera sitt besta til að lifa samkvæmt siðferðislegum gildum húmanista, frekar en að taka við boðum að ofan. Það væri gaman ef kirkjan myndi leyfa sér að uppfæra þessa ævafornu handbók. Stöðnun er nefnilega ekki hjálpleg. Það má skipta um skoðun. Og það hvet ég kirkjunnar fólk til að tileinka sér. Höfundur er formaður Siðmenntar, félags siðrænna húmanista á Íslandi og hefur oft skipt um skoðun (en er mjög íhaldssöm á bragðarefinn sinn). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Auðbjörg K. Straumland Trúmál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Ekki lengur strangt til tekið bannað að girnast konu náungans Fermingarfræðsla er hafin í Garðabæ og þar dregur það til tíðinda, að börnum eru ekki lengur kennd boðorðin tíu, heldur boðorðin níu. Breytingin er sú að ekki er lengur strangt til tekið bannað að girnast konu náunga síns, þræl hans, uxa eða asna. Breytingarnar gefa þó engan afslátt af góðu siðferði, að sögn prests. 13. október 2022 10:30 Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Það dregur til tíðinda í Garðabænum, en þar hafa boðorðin tíu verið uppfærð og stytt, þannig að auðveldara sér að læra þau. Það sem þó kannski mestu athyglina vekur er sú staðreynd að þeim hefur verið fækkað um eitt. Tíunda boðorðið, sem útleggst svo: „Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns, ekki þræl hans eða ambátt, ekki uxa hans eða asna né nokkuð það sem náungi þinn á“ hefur nú verið fjarlægt. Í samtali við Vísi greindi Matthildur Bjarnadóttir, prestur í Garðasókn, frá því að þetta hefði verið tilraun til að draga úr utanbókarlærdómi fermingarbarna. Síðasta boðorðið bæti litlu við það níunda að hennar mati, enda fjalli þau bæði um öfund og ágirnd. Skrifað í stein - og þó Samkvæmt Biblíunni talaði Drottinn ofan af Sínaí-fjalli til Ísraelslýðs og færði þeim steintöflur með boðorðunum tíu. Þau eru þó ekki endilega bókstaflega tíu og hinar mýmörgu greinar kristninnar skilgreina þau á mismunandi hátt. Þá hefur Biblían sjálf tvö misvísandi sett af boðorðum, í ýmsum mismunandi þýðingum. Það er kannski ekki eins fráleitt og mörgum kynni að þykja, að ein sókn á afskekktri eyju ákveði að uppfæra þessar árþúsundagömlu kennisetningar frá fjalli við Rauða hafið, sama hvað liggur þar að baki. Hugsunarglæpir og þrælahald Matthildur ítrekar í frétt Vísis „að markmiðið sé fyrst og fremst að að létta undir með börnunum enda geti utanbókarlærdómurinn reynst þeim um megn. Tíunda boðorðið er óumdeilanlega það lengsta.“ (Tíunda boðið er reyndar alls ekki óumdeilandlega það lengsta, enda hafa fyrsta og þriðja boðorðið verið stytt í þeirri útgáfu sem fermingarbörnin læra, en látum það liggja á milli hluta). Það má vel vera að páfagaukalærdómur sé eina ástæðan fyrir því að kirkjan velur að fækka boðorðunum, en að margra mati væri hæglega hægt að rökstyðja slíka uppfærslu með siðferðislegum rökum. Tíunda boðorðið er óhugnanlega karllægt, þar sem konur eru taldar upp með öðrum eignum karlmanna. Þá normalíserar boðorðið í raun fullkomlega úreld viðmið um þrælahald, eitthvað sem ekki öllum þætti viðeigandi páfagaukalærdómur fyrir unglinga. Þá verður að teljast vafasamt að vilja refsa fólki fyrir hugsanir, frekar en að refsa fólki fyrir gjörðir þeirra. Loforð - ekki boðorð Um leið og ég óska Þjóðkirkjunni til hamingju með þessa tímabæru uppfærslu, vil ég hvetja hana til að ganga enn lengra. Það er af nógu að taka í kennisetningum kristninnar sem ekki á erindi í nútímasamfélag og boðorðin bara byrjunin. Sjálf er ég ekki kristin og kæri mig ekki um að tilheyra félögum þar sem ekki má uppfæra viðhorfin í takt við þróun samfélagsins. Ég skilgreini mig sem húmanista og tilheyri Siðmennt, félagi siðrænna húmanista á Íslandi. Húmanistar leggja sig einmitt fram um að styðjast við nýjustu þekkingu hverju sinni, og hætta aldrei að rannsaka, læra meira og endurhugsa þekkingu okkar á heiminum og mannkyni öllu, eins og segir í nýuppfærðri Amsterdam yfirlýsingu alþjóðasamtaka húmanista. Þá hafa húmanistar kjarnað grunngildi húmanisma í tíu loforð, þar sem manneskjan sjálf heitir því að gera sitt besta til að lifa samkvæmt siðferðislegum gildum húmanista, frekar en að taka við boðum að ofan. Það væri gaman ef kirkjan myndi leyfa sér að uppfæra þessa ævafornu handbók. Stöðnun er nefnilega ekki hjálpleg. Það má skipta um skoðun. Og það hvet ég kirkjunnar fólk til að tileinka sér. Höfundur er formaður Siðmenntar, félags siðrænna húmanista á Íslandi og hefur oft skipt um skoðun (en er mjög íhaldssöm á bragðarefinn sinn).
Ekki lengur strangt til tekið bannað að girnast konu náungans Fermingarfræðsla er hafin í Garðabæ og þar dregur það til tíðinda, að börnum eru ekki lengur kennd boðorðin tíu, heldur boðorðin níu. Breytingin er sú að ekki er lengur strangt til tekið bannað að girnast konu náunga síns, þræl hans, uxa eða asna. Breytingarnar gefa þó engan afslátt af góðu siðferði, að sögn prests. 13. október 2022 10:30
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun