Verið stuðningsmaður Man Utd allt sitt líf og fékk mynd með Ten Hag Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. október 2022 23:01 Francis Uzoho átti frábæran leik í kvöld. Matthew Ashton/Getty Images „Ég er ekki vonsvikinn af því við áttum frábæran leik þó ég hefði verið til í að fá að minnsta kosti stig. Ég er ánægður, þetta er ekki auðveldur staður til að koma á – gegn svona góðum leikmönnum svo almennt séð er ég ánægður,“ sagði skælbrosandi Francis Uzoho eftir naumt 1-0 tap Omonia gegn Manchester United í Evrópudeildinni í kvöld. Það tók Manchester United rúmar 93 mínútur að brjóta ísinn en alls átti liðið 34 skot að marki og 12 á markið sjálft. Hinn 23 ára gamli Uzoho varði hvað eftir annað en var að lokum sigraður þegar skot Scott McTominay fór í gegnum þvögu af leikmönnum og í netið. Lokatölur 1-0 heimaliðinu í vil en Uzoho án alls efa maður leiksins. Today my dream came through Old traford I will never forget tonight GGMU IN CHRIST ALONE @ManUtd pic.twitter.com/P3BTuFi209— UZOHO FRANCIS ,M.O.N (@Uzohof) October 13, 2022 Aðspurður hvort hann væri mikill Manchester United aðdáandi þá gat Uzoho ekki annað en játað því og brosti áfram sínu breiðasta. „Það er draumi líkast, mig hefur dreymt um að spila hér í langan tíma. Þegar ég sá dráttinn og að við myndum spila á Old Trafford þá vildi ég spila þann leik og bað til guðs um að fá tækifæri til að spila. Ég fékk það og er ánægður með að hafa spilað vel,“ sagði markvörðurinn er hann var spurður út í að spila á Old Trafford. "It's a dream come true for me!"Omonia goalkeeper and Manchester United fan Francis Uzoho was delighted with the chance to play at Old Trafford... @DannyJamieson pic.twitter.com/xWVfy2D2NL— Football on BT Sport (@btsportfootball) October 13, 2022 „Að öllum líkindum, ég held það allavega,“ sagði Uzoho þegar hann var spurður hvort þetta væri hans besta frammistaða á ferlinum. „Ég er mjög stoltur af liðsfélögum mínum því þetta var ekki eins manns verk í kvöld. Við gáfum allt sem lið og eins og ég sagði þá er ég ánægður með mína frammistöðu.“ Uzoho nýtti tækifærið eftir leik og fékk mynd af sér með Erik ten Hag, þjálfara Man United. Hver veit nema hann horfi til Kýpur þegar honum vantar næst markvörð. Uzoho gets a pic with Ten Hag #mufc pic.twitter.com/mKlEqnkcga— Samuel Luckhurst (@samuelluckhurst) October 13, 2022 Fótbolti Evrópudeild karla í handbolta Tengdar fréttir McTominay hetja Man United eftir að þrjátíu skot höfðu farið forgörðum Manchester United vann eins nauman sigur og mögulegt er þegar Omonia Nicosia frá Kýpur heimsótti Old Trafford í kvöld. Lokatölur 1-0 þökk sé marki Scott McTominay í uppbótartíma þá á Man Utd enn möguleika á að vinna E-riðil. 13. október 2022 20:55 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira
Það tók Manchester United rúmar 93 mínútur að brjóta ísinn en alls átti liðið 34 skot að marki og 12 á markið sjálft. Hinn 23 ára gamli Uzoho varði hvað eftir annað en var að lokum sigraður þegar skot Scott McTominay fór í gegnum þvögu af leikmönnum og í netið. Lokatölur 1-0 heimaliðinu í vil en Uzoho án alls efa maður leiksins. Today my dream came through Old traford I will never forget tonight GGMU IN CHRIST ALONE @ManUtd pic.twitter.com/P3BTuFi209— UZOHO FRANCIS ,M.O.N (@Uzohof) October 13, 2022 Aðspurður hvort hann væri mikill Manchester United aðdáandi þá gat Uzoho ekki annað en játað því og brosti áfram sínu breiðasta. „Það er draumi líkast, mig hefur dreymt um að spila hér í langan tíma. Þegar ég sá dráttinn og að við myndum spila á Old Trafford þá vildi ég spila þann leik og bað til guðs um að fá tækifæri til að spila. Ég fékk það og er ánægður með að hafa spilað vel,“ sagði markvörðurinn er hann var spurður út í að spila á Old Trafford. "It's a dream come true for me!"Omonia goalkeeper and Manchester United fan Francis Uzoho was delighted with the chance to play at Old Trafford... @DannyJamieson pic.twitter.com/xWVfy2D2NL— Football on BT Sport (@btsportfootball) October 13, 2022 „Að öllum líkindum, ég held það allavega,“ sagði Uzoho þegar hann var spurður hvort þetta væri hans besta frammistaða á ferlinum. „Ég er mjög stoltur af liðsfélögum mínum því þetta var ekki eins manns verk í kvöld. Við gáfum allt sem lið og eins og ég sagði þá er ég ánægður með mína frammistöðu.“ Uzoho nýtti tækifærið eftir leik og fékk mynd af sér með Erik ten Hag, þjálfara Man United. Hver veit nema hann horfi til Kýpur þegar honum vantar næst markvörð. Uzoho gets a pic with Ten Hag #mufc pic.twitter.com/mKlEqnkcga— Samuel Luckhurst (@samuelluckhurst) October 13, 2022
Fótbolti Evrópudeild karla í handbolta Tengdar fréttir McTominay hetja Man United eftir að þrjátíu skot höfðu farið forgörðum Manchester United vann eins nauman sigur og mögulegt er þegar Omonia Nicosia frá Kýpur heimsótti Old Trafford í kvöld. Lokatölur 1-0 þökk sé marki Scott McTominay í uppbótartíma þá á Man Utd enn möguleika á að vinna E-riðil. 13. október 2022 20:55 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira
McTominay hetja Man United eftir að þrjátíu skot höfðu farið forgörðum Manchester United vann eins nauman sigur og mögulegt er þegar Omonia Nicosia frá Kýpur heimsótti Old Trafford í kvöld. Lokatölur 1-0 þökk sé marki Scott McTominay í uppbótartíma þá á Man Utd enn möguleika á að vinna E-riðil. 13. október 2022 20:55