Verið stuðningsmaður Man Utd allt sitt líf og fékk mynd með Ten Hag Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. október 2022 23:01 Francis Uzoho átti frábæran leik í kvöld. Matthew Ashton/Getty Images „Ég er ekki vonsvikinn af því við áttum frábæran leik þó ég hefði verið til í að fá að minnsta kosti stig. Ég er ánægður, þetta er ekki auðveldur staður til að koma á – gegn svona góðum leikmönnum svo almennt séð er ég ánægður,“ sagði skælbrosandi Francis Uzoho eftir naumt 1-0 tap Omonia gegn Manchester United í Evrópudeildinni í kvöld. Það tók Manchester United rúmar 93 mínútur að brjóta ísinn en alls átti liðið 34 skot að marki og 12 á markið sjálft. Hinn 23 ára gamli Uzoho varði hvað eftir annað en var að lokum sigraður þegar skot Scott McTominay fór í gegnum þvögu af leikmönnum og í netið. Lokatölur 1-0 heimaliðinu í vil en Uzoho án alls efa maður leiksins. Today my dream came through Old traford I will never forget tonight GGMU IN CHRIST ALONE @ManUtd pic.twitter.com/P3BTuFi209— UZOHO FRANCIS ,M.O.N (@Uzohof) October 13, 2022 Aðspurður hvort hann væri mikill Manchester United aðdáandi þá gat Uzoho ekki annað en játað því og brosti áfram sínu breiðasta. „Það er draumi líkast, mig hefur dreymt um að spila hér í langan tíma. Þegar ég sá dráttinn og að við myndum spila á Old Trafford þá vildi ég spila þann leik og bað til guðs um að fá tækifæri til að spila. Ég fékk það og er ánægður með að hafa spilað vel,“ sagði markvörðurinn er hann var spurður út í að spila á Old Trafford. "It's a dream come true for me!"Omonia goalkeeper and Manchester United fan Francis Uzoho was delighted with the chance to play at Old Trafford... @DannyJamieson pic.twitter.com/xWVfy2D2NL— Football on BT Sport (@btsportfootball) October 13, 2022 „Að öllum líkindum, ég held það allavega,“ sagði Uzoho þegar hann var spurður hvort þetta væri hans besta frammistaða á ferlinum. „Ég er mjög stoltur af liðsfélögum mínum því þetta var ekki eins manns verk í kvöld. Við gáfum allt sem lið og eins og ég sagði þá er ég ánægður með mína frammistöðu.“ Uzoho nýtti tækifærið eftir leik og fékk mynd af sér með Erik ten Hag, þjálfara Man United. Hver veit nema hann horfi til Kýpur þegar honum vantar næst markvörð. Uzoho gets a pic with Ten Hag #mufc pic.twitter.com/mKlEqnkcga— Samuel Luckhurst (@samuelluckhurst) October 13, 2022 Fótbolti Evrópudeild karla í handbolta Tengdar fréttir McTominay hetja Man United eftir að þrjátíu skot höfðu farið forgörðum Manchester United vann eins nauman sigur og mögulegt er þegar Omonia Nicosia frá Kýpur heimsótti Old Trafford í kvöld. Lokatölur 1-0 þökk sé marki Scott McTominay í uppbótartíma þá á Man Utd enn möguleika á að vinna E-riðil. 13. október 2022 20:55 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Sjá meira
Það tók Manchester United rúmar 93 mínútur að brjóta ísinn en alls átti liðið 34 skot að marki og 12 á markið sjálft. Hinn 23 ára gamli Uzoho varði hvað eftir annað en var að lokum sigraður þegar skot Scott McTominay fór í gegnum þvögu af leikmönnum og í netið. Lokatölur 1-0 heimaliðinu í vil en Uzoho án alls efa maður leiksins. Today my dream came through Old traford I will never forget tonight GGMU IN CHRIST ALONE @ManUtd pic.twitter.com/P3BTuFi209— UZOHO FRANCIS ,M.O.N (@Uzohof) October 13, 2022 Aðspurður hvort hann væri mikill Manchester United aðdáandi þá gat Uzoho ekki annað en játað því og brosti áfram sínu breiðasta. „Það er draumi líkast, mig hefur dreymt um að spila hér í langan tíma. Þegar ég sá dráttinn og að við myndum spila á Old Trafford þá vildi ég spila þann leik og bað til guðs um að fá tækifæri til að spila. Ég fékk það og er ánægður með að hafa spilað vel,“ sagði markvörðurinn er hann var spurður út í að spila á Old Trafford. "It's a dream come true for me!"Omonia goalkeeper and Manchester United fan Francis Uzoho was delighted with the chance to play at Old Trafford... @DannyJamieson pic.twitter.com/xWVfy2D2NL— Football on BT Sport (@btsportfootball) October 13, 2022 „Að öllum líkindum, ég held það allavega,“ sagði Uzoho þegar hann var spurður hvort þetta væri hans besta frammistaða á ferlinum. „Ég er mjög stoltur af liðsfélögum mínum því þetta var ekki eins manns verk í kvöld. Við gáfum allt sem lið og eins og ég sagði þá er ég ánægður með mína frammistöðu.“ Uzoho nýtti tækifærið eftir leik og fékk mynd af sér með Erik ten Hag, þjálfara Man United. Hver veit nema hann horfi til Kýpur þegar honum vantar næst markvörð. Uzoho gets a pic with Ten Hag #mufc pic.twitter.com/mKlEqnkcga— Samuel Luckhurst (@samuelluckhurst) October 13, 2022
Fótbolti Evrópudeild karla í handbolta Tengdar fréttir McTominay hetja Man United eftir að þrjátíu skot höfðu farið forgörðum Manchester United vann eins nauman sigur og mögulegt er þegar Omonia Nicosia frá Kýpur heimsótti Old Trafford í kvöld. Lokatölur 1-0 þökk sé marki Scott McTominay í uppbótartíma þá á Man Utd enn möguleika á að vinna E-riðil. 13. október 2022 20:55 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Sjá meira
McTominay hetja Man United eftir að þrjátíu skot höfðu farið forgörðum Manchester United vann eins nauman sigur og mögulegt er þegar Omonia Nicosia frá Kýpur heimsótti Old Trafford í kvöld. Lokatölur 1-0 þökk sé marki Scott McTominay í uppbótartíma þá á Man Utd enn möguleika á að vinna E-riðil. 13. október 2022 20:55