Claar kemur til Magdeburg frá Álaborg eftir þetta tímabil. Hann hefur leikið með danska liðinu síðan 2020 og varð meistari með því 2021 og komst í úrslit Meistaradeildar Evrópu sama ár.
Claar, sem leikur sem miðjumaður eða skytta vinstra megin, er lykilmaður í sænska landsliðinu og varð heimsmeistari með því í janúar á þessu ári.
Ljóst er að þetta er mikill liðsstyrkur fyrir Magdeburg þar sem þeir Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson eru í lykilhlutverkum. Magdeburg varð þýskur meistari á síðasta tímabili í fyrsta sinn í 21 ár og varð í 2. sæti í þýsku bikarkeppninni og EHF-bikarnum.
Hjá Magdeburg hittir hinn 25 ára Claar fyrir félaga sinn í sænska landsliðinu, örvhenta hornamanninn Daniel Pettersson. Þá hefur hægri skyttan Linus Persson verið orðaður við Magdeburg sem vantar varamann fyrir Ómar Inga þegar Kay Smits fer til Flensburg eftir tímabilið.