Degiorgio-bræðurnir neituðu báðir að hafa tekið þátt í skipulagningu morðsins en Galizia lést í sprengjuárás eftir að sprengja hafði verið falin í leigubíl sem hún ferðaðist um í. Hún var rannsóknarblaðamaður og hafði fjallað ítarlega um Panamaskjölin og spillingarmál maltneskra stjórnmála- og embættismanna, meðal annars aflandsfélag sem tengdist þáverandi forsætisráðherra Möltu, Joseph Muscat.
Bræðurnir voru samt sem áður fundnir sekir og dæmdir í fjörutíu ára fangelsi. Vince Muscat, ekki skyldur forsætisráðherranum, hafði einnig fengið dóm fyrir málið. Hann játaði aðild og fékk fyrir vikið fimmtán ára dóm.
„Ég er feginn að þeir hafi verið sakfelldir og dæmdir. Nú snýst allt um málin sem eru eftir,“ hefur AP-fréttastofan eftir Matthew Caruana Galizia, syni Daphne. Enn eru einhverjir sakborningar í málinu sem eftir á að dæmi í haldi lögreglu.