Smile: Brostu, þú ert að fara að deyja Heiðar Sumarliðason skrifar 16. október 2022 09:28 Fyrsta sjálfsmorðið. Kvikmyndin Smile vakti athygli á dögunum fyrir eitthvað allt annað en innihald sitt, heldur var það hugvitasamleg markaðsherferð sem var á allra vörum. Myndin sjálf kom svo í kvikmyndahús í þar síðustu viku. En er eitthvað vit í þessu öllu saman? Auglýsingaherferðin fær sennilega einkunnina 10/10 en kvikmyndin sjálf nær því miður ekki sömu hæðum. Skoðum hvað veldur. Myndin fjallar um Rose Cotter, geðlækni á bráðageðdeild í ónefndri bandarískri borg . Einn dag er lögð inn ung háskólastúdína sem segir að yfirnáttúrulegt afl elti sig. Rose tekur þessu temmilega alvarlega, reynir að róa ungu konuna og sannfæra um að sennilega séu þetta ofskynjanir. Hins vegar líður ekki að löngu þar til konan missir gjörsamlega stjórn á sér og endar á að fremja sjálfsmorð fyrir framan Rose. Doktorinn við skyldustörf. Skömmu síðar kemur í ljós að háskólastúdínan var að segja satt og með því að fremja sjálfsmorð fyrir framan Rose hefur hún afhent henni þá veru sem var að ofsækja hana. Vel heppnuð myndræn úrvinnsla Þetta er svo sem ekki stórkostlega frumleg hugmynd en gæti vel virkað, enda er það oftast úrvinnslan sem skiptir mestu máli. Í tilfelli Smile fer það eftir því hvaða eindir hennar eru skoðaðar hvort úrvinnslan hafi tekist eða ekki. Ef við byrjum á góðu fréttunum, þá er öll myndræn framsetning mjög góð. Smile er áferðarfögur, hugvitsamlega skotin og leikstjóranum og höfundinum Parker Finn tekst oft vel að skapa áhrifaríkt andrúmsloft. Hins vegar vantar töluvert upp á að leikur og handrit styðji við bakið á góðri myndrænni framkvæmd. Það liggur í hlutarins eðli, að kvikmyndafrásögn þarf að hafa sterkan fyrsta leikþátt. Hann þarf ekki aðeins að grípa áhorfandann, heldur þarf hann að skapa samhengi og samhygð með aðalpersónunni. Slöpp samhygðarhleðsla í fyrsta leikþætti er sennilega helsti galli Smile, og það sem höfundurinn Finn býður upp á hér er töluvert meira yfirborð en innihald. Aðalpersónan gallinn Aðalpersónan Rose og sambönd hennar við fólkið í kringum sig eru ekki á þann máta að þau styðji undir að taug myndist milli hennar og áhorfenda. Því þarf sagan að styðjast við yfirborðslega spennu og bregðubrellur. Það er ekki fyrr en töluvert eftir hlé sem fortíð Rose fer að afhjúpast, en þá er það of lítið, of seint og verður hjákátlegt - hvort sem það er tengt fyrrverandi kærasta eða móður hennar. Spúkí. Vandinn sem steðjar að sögunni er að fortíð Rose þarf að vera á huldu alltof lengi, því helstu atvik hennar eru afhjúpun sem styður við framvindu lokakaflans. Þetta gerir það að verkum að persónan er líkt og tóm skel og ekki hjálpar leikaravalið. Sosie Bacon er ekki slæm leikkona og gerir í raun ekkert rangt í túlkun sinni, hún er bara ekki nægilega sympatísk týpa til að bera uppi þessa sögu. Ef persónusköpun fyrsta leikþáttar hefði verið betri má vel vera að Bacon hefði auðveldlega getað borið myndina uppi, en þar sem persónusköpunin er þunn, þá virkar Bacon ekki í hlutverkinu. Fékk leikstjórinn ekki draumaleikkonuna? Ég hef það á tilfinningunni að draumaleikkona leikstjórans í aðalhlutverkið hafi verið önnur hvor systranna Kate og Rooney Mara; hann hafi ekki fengið þær og hugsað með sér að Sosie Bacon væri svipuð þeim í útliti, sé fín leikkona og því valið hana (ég er auðvitað bara að fantasera hér). Mara-systur. Bacon hefur hins vegar ekki þetta je ne sais quoi - sem notað er til að lýsa einhverjum óræðum eiginlega sem manneskja býr yfir. Mara-systur hafa hins vegar þann eiginleika sem hefði þurft til að bera uppi laskað handritið. Þegar öllu er á botninn hvolft er Smile sennilega fín skemmtun fyrir fólk sem vill sjá „bregðu-mynd,“ en þeir sem gera meiri kröfur og telja Smile mögulega vera hrollvekju demant, þá verð ég að valda þeim vonbrigðum, hún er það ekki. Niðurstaða: Smile stendur ekki undir því lofi sem hún hefur hlotið. Það eru til margar mun verri hrollvekjur, en Smile verður þó seint talin klassík. Bíó og sjónvarp Stjörnubíó Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Auglýsingaherferðin fær sennilega einkunnina 10/10 en kvikmyndin sjálf nær því miður ekki sömu hæðum. Skoðum hvað veldur. Myndin fjallar um Rose Cotter, geðlækni á bráðageðdeild í ónefndri bandarískri borg . Einn dag er lögð inn ung háskólastúdína sem segir að yfirnáttúrulegt afl elti sig. Rose tekur þessu temmilega alvarlega, reynir að róa ungu konuna og sannfæra um að sennilega séu þetta ofskynjanir. Hins vegar líður ekki að löngu þar til konan missir gjörsamlega stjórn á sér og endar á að fremja sjálfsmorð fyrir framan Rose. Doktorinn við skyldustörf. Skömmu síðar kemur í ljós að háskólastúdínan var að segja satt og með því að fremja sjálfsmorð fyrir framan Rose hefur hún afhent henni þá veru sem var að ofsækja hana. Vel heppnuð myndræn úrvinnsla Þetta er svo sem ekki stórkostlega frumleg hugmynd en gæti vel virkað, enda er það oftast úrvinnslan sem skiptir mestu máli. Í tilfelli Smile fer það eftir því hvaða eindir hennar eru skoðaðar hvort úrvinnslan hafi tekist eða ekki. Ef við byrjum á góðu fréttunum, þá er öll myndræn framsetning mjög góð. Smile er áferðarfögur, hugvitsamlega skotin og leikstjóranum og höfundinum Parker Finn tekst oft vel að skapa áhrifaríkt andrúmsloft. Hins vegar vantar töluvert upp á að leikur og handrit styðji við bakið á góðri myndrænni framkvæmd. Það liggur í hlutarins eðli, að kvikmyndafrásögn þarf að hafa sterkan fyrsta leikþátt. Hann þarf ekki aðeins að grípa áhorfandann, heldur þarf hann að skapa samhengi og samhygð með aðalpersónunni. Slöpp samhygðarhleðsla í fyrsta leikþætti er sennilega helsti galli Smile, og það sem höfundurinn Finn býður upp á hér er töluvert meira yfirborð en innihald. Aðalpersónan gallinn Aðalpersónan Rose og sambönd hennar við fólkið í kringum sig eru ekki á þann máta að þau styðji undir að taug myndist milli hennar og áhorfenda. Því þarf sagan að styðjast við yfirborðslega spennu og bregðubrellur. Það er ekki fyrr en töluvert eftir hlé sem fortíð Rose fer að afhjúpast, en þá er það of lítið, of seint og verður hjákátlegt - hvort sem það er tengt fyrrverandi kærasta eða móður hennar. Spúkí. Vandinn sem steðjar að sögunni er að fortíð Rose þarf að vera á huldu alltof lengi, því helstu atvik hennar eru afhjúpun sem styður við framvindu lokakaflans. Þetta gerir það að verkum að persónan er líkt og tóm skel og ekki hjálpar leikaravalið. Sosie Bacon er ekki slæm leikkona og gerir í raun ekkert rangt í túlkun sinni, hún er bara ekki nægilega sympatísk týpa til að bera uppi þessa sögu. Ef persónusköpun fyrsta leikþáttar hefði verið betri má vel vera að Bacon hefði auðveldlega getað borið myndina uppi, en þar sem persónusköpunin er þunn, þá virkar Bacon ekki í hlutverkinu. Fékk leikstjórinn ekki draumaleikkonuna? Ég hef það á tilfinningunni að draumaleikkona leikstjórans í aðalhlutverkið hafi verið önnur hvor systranna Kate og Rooney Mara; hann hafi ekki fengið þær og hugsað með sér að Sosie Bacon væri svipuð þeim í útliti, sé fín leikkona og því valið hana (ég er auðvitað bara að fantasera hér). Mara-systur. Bacon hefur hins vegar ekki þetta je ne sais quoi - sem notað er til að lýsa einhverjum óræðum eiginlega sem manneskja býr yfir. Mara-systur hafa hins vegar þann eiginleika sem hefði þurft til að bera uppi laskað handritið. Þegar öllu er á botninn hvolft er Smile sennilega fín skemmtun fyrir fólk sem vill sjá „bregðu-mynd,“ en þeir sem gera meiri kröfur og telja Smile mögulega vera hrollvekju demant, þá verð ég að valda þeim vonbrigðum, hún er það ekki. Niðurstaða: Smile stendur ekki undir því lofi sem hún hefur hlotið. Það eru til margar mun verri hrollvekjur, en Smile verður þó seint talin klassík.
Bíó og sjónvarp Stjörnubíó Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira