Grípa þurfi fyrr inn í þegar kemur að ofbeldishegðun barna Fanndís Birna Logadóttir skrifar 16. október 2022 19:38 Funi Sigurðsson, sálfræðingur og framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Barna- og fjölskyldustofu. Vísir/Ívar Fannar Taka þarf ofbeldi meðal barna og ungmenna föstum tökum og grípa inn fyrr að sögn framkvæmdastjóra Barna- og fjölskyldustofu. Málum þar sem ungmenni beita ofbeldi virðast fara fjölgandi en þrír fjórtán ára drengir réðust á fólk að tilefnislausu í miðbænum í gærkvöldi. Að minnsta kosti einn var fluttur á bráðamóttöku með höfuðáverka eftir árás drengjanna í gær en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu réðust þeir á fullorðna einstaklinga sem þeir þekktu ekki. Rætt verður við drengina á næstu dögum en þeir eru ósakhæfir. Barna- og fjölskyldustofa sinnir mörgum þeirra sem hafa gerst uppvísir að ofbeldi og hafa þau orðið vör við aukið ofbeldi meðal ungmenna undanfarið. „Við höfum alveg séð að það hefur verið einhver aukning en eins og með mjög margt hjá okkar unglingum þá kemur þetta í bylgjum, svona ákveðin trend, og þetta er eitt af þeim sem að við erum að sjá núna,“ segir Funi Sigurðsson, sálfræðingur og framkvæmdastjóri Barna- og fjölskyldustofu. Í mörgum tilfellum hafa vopn verið notuð, til að mynda hnífar, og hefur slíkt verið að færast í aukana. „Vopnaburðurinn er kannski það sem við höfum verið að sjá í nokkurn tíma vera að fara upp á við en ofbeldið kemur einmitt bara svona í bylgjum,“ segir hann. Erfitt sé að benda á einhverja orsök en ýmislegt geti spilað inn í, þar á meðal samfélagsmiðlar. „Krakkarnir fylgja líka því sem er að gerast í fullorðins heiminum og svo erum við náttúrulega að tala um eins og TikTok og Youtube Short og hvað og hvað, og það er náttúrulega alls konar ósómi sem er verið að kynna fyrir þeim þar,“ segir Funi. Ljóst sé að líta þurfi á málaflokkinn heildstætt og allir sem séu í kringum börn átti sig á því að um vandamál sé að ræða. Mögulega væri hægt að taka mið af reynslu annarra landa en Ísland sé ef til vill nokkrum árum á eftir í þróuninni. Hann nefnir sem dæmi Bretland þar sem yfirvöld hafa gripið hart og hratt inn í en þar sé allur viðbragðstími hraðari. Gera þurfi börnum strax grein fyrir afleiðingum gjörða sinna svo þau geti lært af þeim en einnig vinna öflugt forvarnarstarf. „Við þurfum að vera vakandi og tala um þetta og grípa inn í um leið og við getum út af því að við þurfum að vera á undan, við þurfum ekki að bíða eftir að eitthvað svona gerist,“ segir Funi. „Ég meina maður getur rétt ímyndað sér, án þess að ég hafi hugmynd um þessa einstaklinga, að það er örugglega eitthvað á bak við sem hefði verið hægt að grípa inn í miklu fyrr og hjálpað til,“ segir hann enn fremur. Börn og uppeldi Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir „Sorglegt að ungmenni geti ekki farið í bæinn án þess að lenda í lífshættulegri árás“ Unglingspilturinn sem var stunginn í bakið með eggvopni á Ingólfstorgi í Reykjavík á laugardaginn hefur verið útskrifaður af spítala. Móðir hans segir sorglegt að ungmenni geti ekki farið í bæinn án þess að lenda í lífshættulegri árás. 15. ágúst 2022 12:00 Börn niður í ellefu ára aldur beiti ofbeldi til þess eins að fá „læk“ á samfélagsmiðlum Ofbeldi meðal ungra krakka hefur aukist og stöðugt fleiri börn bera á sér vopn, að sögn lögreglu. Dæmi séu um að krakkar allt niður í ellefu ára aldur taki þátt í slagsmálum – oft í þeim eina tilgangi að geta birt af þeim myndbönd á samfélagsmiðlum. 13. desember 2021 21:01 Unglingar grunaðir um að hafa beitt rafbyssu í líkamsárás Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú líkamsárás í Garðabæ. Fimm sextán til sautján ára gamlir unglingar eru grunaðir um líkamsárásina, auk þess sem að talið að þeir hafi beitt rafbyssu. 30. ágúst 2020 07:17 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Sjá meira
Að minnsta kosti einn var fluttur á bráðamóttöku með höfuðáverka eftir árás drengjanna í gær en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu réðust þeir á fullorðna einstaklinga sem þeir þekktu ekki. Rætt verður við drengina á næstu dögum en þeir eru ósakhæfir. Barna- og fjölskyldustofa sinnir mörgum þeirra sem hafa gerst uppvísir að ofbeldi og hafa þau orðið vör við aukið ofbeldi meðal ungmenna undanfarið. „Við höfum alveg séð að það hefur verið einhver aukning en eins og með mjög margt hjá okkar unglingum þá kemur þetta í bylgjum, svona ákveðin trend, og þetta er eitt af þeim sem að við erum að sjá núna,“ segir Funi Sigurðsson, sálfræðingur og framkvæmdastjóri Barna- og fjölskyldustofu. Í mörgum tilfellum hafa vopn verið notuð, til að mynda hnífar, og hefur slíkt verið að færast í aukana. „Vopnaburðurinn er kannski það sem við höfum verið að sjá í nokkurn tíma vera að fara upp á við en ofbeldið kemur einmitt bara svona í bylgjum,“ segir hann. Erfitt sé að benda á einhverja orsök en ýmislegt geti spilað inn í, þar á meðal samfélagsmiðlar. „Krakkarnir fylgja líka því sem er að gerast í fullorðins heiminum og svo erum við náttúrulega að tala um eins og TikTok og Youtube Short og hvað og hvað, og það er náttúrulega alls konar ósómi sem er verið að kynna fyrir þeim þar,“ segir Funi. Ljóst sé að líta þurfi á málaflokkinn heildstætt og allir sem séu í kringum börn átti sig á því að um vandamál sé að ræða. Mögulega væri hægt að taka mið af reynslu annarra landa en Ísland sé ef til vill nokkrum árum á eftir í þróuninni. Hann nefnir sem dæmi Bretland þar sem yfirvöld hafa gripið hart og hratt inn í en þar sé allur viðbragðstími hraðari. Gera þurfi börnum strax grein fyrir afleiðingum gjörða sinna svo þau geti lært af þeim en einnig vinna öflugt forvarnarstarf. „Við þurfum að vera vakandi og tala um þetta og grípa inn í um leið og við getum út af því að við þurfum að vera á undan, við þurfum ekki að bíða eftir að eitthvað svona gerist,“ segir Funi. „Ég meina maður getur rétt ímyndað sér, án þess að ég hafi hugmynd um þessa einstaklinga, að það er örugglega eitthvað á bak við sem hefði verið hægt að grípa inn í miklu fyrr og hjálpað til,“ segir hann enn fremur.
Börn og uppeldi Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir „Sorglegt að ungmenni geti ekki farið í bæinn án þess að lenda í lífshættulegri árás“ Unglingspilturinn sem var stunginn í bakið með eggvopni á Ingólfstorgi í Reykjavík á laugardaginn hefur verið útskrifaður af spítala. Móðir hans segir sorglegt að ungmenni geti ekki farið í bæinn án þess að lenda í lífshættulegri árás. 15. ágúst 2022 12:00 Börn niður í ellefu ára aldur beiti ofbeldi til þess eins að fá „læk“ á samfélagsmiðlum Ofbeldi meðal ungra krakka hefur aukist og stöðugt fleiri börn bera á sér vopn, að sögn lögreglu. Dæmi séu um að krakkar allt niður í ellefu ára aldur taki þátt í slagsmálum – oft í þeim eina tilgangi að geta birt af þeim myndbönd á samfélagsmiðlum. 13. desember 2021 21:01 Unglingar grunaðir um að hafa beitt rafbyssu í líkamsárás Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú líkamsárás í Garðabæ. Fimm sextán til sautján ára gamlir unglingar eru grunaðir um líkamsárásina, auk þess sem að talið að þeir hafi beitt rafbyssu. 30. ágúst 2020 07:17 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Sjá meira
„Sorglegt að ungmenni geti ekki farið í bæinn án þess að lenda í lífshættulegri árás“ Unglingspilturinn sem var stunginn í bakið með eggvopni á Ingólfstorgi í Reykjavík á laugardaginn hefur verið útskrifaður af spítala. Móðir hans segir sorglegt að ungmenni geti ekki farið í bæinn án þess að lenda í lífshættulegri árás. 15. ágúst 2022 12:00
Börn niður í ellefu ára aldur beiti ofbeldi til þess eins að fá „læk“ á samfélagsmiðlum Ofbeldi meðal ungra krakka hefur aukist og stöðugt fleiri börn bera á sér vopn, að sögn lögreglu. Dæmi séu um að krakkar allt niður í ellefu ára aldur taki þátt í slagsmálum – oft í þeim eina tilgangi að geta birt af þeim myndbönd á samfélagsmiðlum. 13. desember 2021 21:01
Unglingar grunaðir um að hafa beitt rafbyssu í líkamsárás Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú líkamsárás í Garðabæ. Fimm sextán til sautján ára gamlir unglingar eru grunaðir um líkamsárásina, auk þess sem að talið að þeir hafi beitt rafbyssu. 30. ágúst 2020 07:17