Grípa þurfi fyrr inn í þegar kemur að ofbeldishegðun barna Fanndís Birna Logadóttir skrifar 16. október 2022 19:38 Funi Sigurðsson, sálfræðingur og framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Barna- og fjölskyldustofu. Vísir/Ívar Fannar Taka þarf ofbeldi meðal barna og ungmenna föstum tökum og grípa inn fyrr að sögn framkvæmdastjóra Barna- og fjölskyldustofu. Málum þar sem ungmenni beita ofbeldi virðast fara fjölgandi en þrír fjórtán ára drengir réðust á fólk að tilefnislausu í miðbænum í gærkvöldi. Að minnsta kosti einn var fluttur á bráðamóttöku með höfuðáverka eftir árás drengjanna í gær en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu réðust þeir á fullorðna einstaklinga sem þeir þekktu ekki. Rætt verður við drengina á næstu dögum en þeir eru ósakhæfir. Barna- og fjölskyldustofa sinnir mörgum þeirra sem hafa gerst uppvísir að ofbeldi og hafa þau orðið vör við aukið ofbeldi meðal ungmenna undanfarið. „Við höfum alveg séð að það hefur verið einhver aukning en eins og með mjög margt hjá okkar unglingum þá kemur þetta í bylgjum, svona ákveðin trend, og þetta er eitt af þeim sem að við erum að sjá núna,“ segir Funi Sigurðsson, sálfræðingur og framkvæmdastjóri Barna- og fjölskyldustofu. Í mörgum tilfellum hafa vopn verið notuð, til að mynda hnífar, og hefur slíkt verið að færast í aukana. „Vopnaburðurinn er kannski það sem við höfum verið að sjá í nokkurn tíma vera að fara upp á við en ofbeldið kemur einmitt bara svona í bylgjum,“ segir hann. Erfitt sé að benda á einhverja orsök en ýmislegt geti spilað inn í, þar á meðal samfélagsmiðlar. „Krakkarnir fylgja líka því sem er að gerast í fullorðins heiminum og svo erum við náttúrulega að tala um eins og TikTok og Youtube Short og hvað og hvað, og það er náttúrulega alls konar ósómi sem er verið að kynna fyrir þeim þar,“ segir Funi. Ljóst sé að líta þurfi á málaflokkinn heildstætt og allir sem séu í kringum börn átti sig á því að um vandamál sé að ræða. Mögulega væri hægt að taka mið af reynslu annarra landa en Ísland sé ef til vill nokkrum árum á eftir í þróuninni. Hann nefnir sem dæmi Bretland þar sem yfirvöld hafa gripið hart og hratt inn í en þar sé allur viðbragðstími hraðari. Gera þurfi börnum strax grein fyrir afleiðingum gjörða sinna svo þau geti lært af þeim en einnig vinna öflugt forvarnarstarf. „Við þurfum að vera vakandi og tala um þetta og grípa inn í um leið og við getum út af því að við þurfum að vera á undan, við þurfum ekki að bíða eftir að eitthvað svona gerist,“ segir Funi. „Ég meina maður getur rétt ímyndað sér, án þess að ég hafi hugmynd um þessa einstaklinga, að það er örugglega eitthvað á bak við sem hefði verið hægt að grípa inn í miklu fyrr og hjálpað til,“ segir hann enn fremur. Börn og uppeldi Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir „Sorglegt að ungmenni geti ekki farið í bæinn án þess að lenda í lífshættulegri árás“ Unglingspilturinn sem var stunginn í bakið með eggvopni á Ingólfstorgi í Reykjavík á laugardaginn hefur verið útskrifaður af spítala. Móðir hans segir sorglegt að ungmenni geti ekki farið í bæinn án þess að lenda í lífshættulegri árás. 15. ágúst 2022 12:00 Börn niður í ellefu ára aldur beiti ofbeldi til þess eins að fá „læk“ á samfélagsmiðlum Ofbeldi meðal ungra krakka hefur aukist og stöðugt fleiri börn bera á sér vopn, að sögn lögreglu. Dæmi séu um að krakkar allt niður í ellefu ára aldur taki þátt í slagsmálum – oft í þeim eina tilgangi að geta birt af þeim myndbönd á samfélagsmiðlum. 13. desember 2021 21:01 Unglingar grunaðir um að hafa beitt rafbyssu í líkamsárás Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú líkamsárás í Garðabæ. Fimm sextán til sautján ára gamlir unglingar eru grunaðir um líkamsárásina, auk þess sem að talið að þeir hafi beitt rafbyssu. 30. ágúst 2020 07:17 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Sjá meira
Að minnsta kosti einn var fluttur á bráðamóttöku með höfuðáverka eftir árás drengjanna í gær en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu réðust þeir á fullorðna einstaklinga sem þeir þekktu ekki. Rætt verður við drengina á næstu dögum en þeir eru ósakhæfir. Barna- og fjölskyldustofa sinnir mörgum þeirra sem hafa gerst uppvísir að ofbeldi og hafa þau orðið vör við aukið ofbeldi meðal ungmenna undanfarið. „Við höfum alveg séð að það hefur verið einhver aukning en eins og með mjög margt hjá okkar unglingum þá kemur þetta í bylgjum, svona ákveðin trend, og þetta er eitt af þeim sem að við erum að sjá núna,“ segir Funi Sigurðsson, sálfræðingur og framkvæmdastjóri Barna- og fjölskyldustofu. Í mörgum tilfellum hafa vopn verið notuð, til að mynda hnífar, og hefur slíkt verið að færast í aukana. „Vopnaburðurinn er kannski það sem við höfum verið að sjá í nokkurn tíma vera að fara upp á við en ofbeldið kemur einmitt bara svona í bylgjum,“ segir hann. Erfitt sé að benda á einhverja orsök en ýmislegt geti spilað inn í, þar á meðal samfélagsmiðlar. „Krakkarnir fylgja líka því sem er að gerast í fullorðins heiminum og svo erum við náttúrulega að tala um eins og TikTok og Youtube Short og hvað og hvað, og það er náttúrulega alls konar ósómi sem er verið að kynna fyrir þeim þar,“ segir Funi. Ljóst sé að líta þurfi á málaflokkinn heildstætt og allir sem séu í kringum börn átti sig á því að um vandamál sé að ræða. Mögulega væri hægt að taka mið af reynslu annarra landa en Ísland sé ef til vill nokkrum árum á eftir í þróuninni. Hann nefnir sem dæmi Bretland þar sem yfirvöld hafa gripið hart og hratt inn í en þar sé allur viðbragðstími hraðari. Gera þurfi börnum strax grein fyrir afleiðingum gjörða sinna svo þau geti lært af þeim en einnig vinna öflugt forvarnarstarf. „Við þurfum að vera vakandi og tala um þetta og grípa inn í um leið og við getum út af því að við þurfum að vera á undan, við þurfum ekki að bíða eftir að eitthvað svona gerist,“ segir Funi. „Ég meina maður getur rétt ímyndað sér, án þess að ég hafi hugmynd um þessa einstaklinga, að það er örugglega eitthvað á bak við sem hefði verið hægt að grípa inn í miklu fyrr og hjálpað til,“ segir hann enn fremur.
Börn og uppeldi Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir „Sorglegt að ungmenni geti ekki farið í bæinn án þess að lenda í lífshættulegri árás“ Unglingspilturinn sem var stunginn í bakið með eggvopni á Ingólfstorgi í Reykjavík á laugardaginn hefur verið útskrifaður af spítala. Móðir hans segir sorglegt að ungmenni geti ekki farið í bæinn án þess að lenda í lífshættulegri árás. 15. ágúst 2022 12:00 Börn niður í ellefu ára aldur beiti ofbeldi til þess eins að fá „læk“ á samfélagsmiðlum Ofbeldi meðal ungra krakka hefur aukist og stöðugt fleiri börn bera á sér vopn, að sögn lögreglu. Dæmi séu um að krakkar allt niður í ellefu ára aldur taki þátt í slagsmálum – oft í þeim eina tilgangi að geta birt af þeim myndbönd á samfélagsmiðlum. 13. desember 2021 21:01 Unglingar grunaðir um að hafa beitt rafbyssu í líkamsárás Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú líkamsárás í Garðabæ. Fimm sextán til sautján ára gamlir unglingar eru grunaðir um líkamsárásina, auk þess sem að talið að þeir hafi beitt rafbyssu. 30. ágúst 2020 07:17 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Sjá meira
„Sorglegt að ungmenni geti ekki farið í bæinn án þess að lenda í lífshættulegri árás“ Unglingspilturinn sem var stunginn í bakið með eggvopni á Ingólfstorgi í Reykjavík á laugardaginn hefur verið útskrifaður af spítala. Móðir hans segir sorglegt að ungmenni geti ekki farið í bæinn án þess að lenda í lífshættulegri árás. 15. ágúst 2022 12:00
Börn niður í ellefu ára aldur beiti ofbeldi til þess eins að fá „læk“ á samfélagsmiðlum Ofbeldi meðal ungra krakka hefur aukist og stöðugt fleiri börn bera á sér vopn, að sögn lögreglu. Dæmi séu um að krakkar allt niður í ellefu ára aldur taki þátt í slagsmálum – oft í þeim eina tilgangi að geta birt af þeim myndbönd á samfélagsmiðlum. 13. desember 2021 21:01
Unglingar grunaðir um að hafa beitt rafbyssu í líkamsárás Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú líkamsárás í Garðabæ. Fimm sextán til sautján ára gamlir unglingar eru grunaðir um líkamsárásina, auk þess sem að talið að þeir hafi beitt rafbyssu. 30. ágúst 2020 07:17