Fari eins og á horfist sé það ákall um breytingar hjá Samfylkingunni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. október 2022 12:32 Kristrún Frostadóttir, sem sækist eftir formennsku hjá Samfylkingunni, segir tíma til kominn á breytingar innan flokksins. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir, sem sækist eftir að verða næsti formaður Samfylkingarinnar, segir tíma kominn á breytingar innan flokksins og einblína þurfi á kjarnamál flokksins. Það stangist ekki á við umbótahugmyndir að eini frambjóðandinn til varaformanns sé með áratuga reynslu í stjórnmálum. Guðmundur Árni Stefánsson bæjarfulltrúi í Hafnarfirði tilkynnti í gær framboð til varaformanns Samfylkingarinnar, stuttu eftir að Heiða Björg Hilmidóttir, sem hefur verið varaformaður flokksins síðustu sex ár, tilkynnti að hún myndi ekki sækjast eftir endurkjöri en hún var nýlega kjörin formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. „Ég virði það bara við hana að hún hafi ákveðið að einbeita sér að því. Guðmundur Árni hefur svolítið sýnt að hann taki undir þau áhersluatriði sem ég hef talað fyrir, sem er vissulega mjög jákvætt,“ segir Kristrún Frostadóttir, frambjóðandi til formanns flokksins. Stjórnarkjör hjá Samfylkinguni fer fram 28. og 29. október og því enn möguleiki á að fleiri bjóði fram. Guðmundur hefur lengi starfað innan flokksins og áður Alþýðuflokksins en frá miðjum níunda áratugi hefur hann starfað í pólitík. Fyrst sem bæjarstjóri í Hafnarfirði, svo sem þingmaður og ráðherra og svo sem sendiherra. Guðmundur var þá oddviti flokksins í sveitarstjórnarkosningum í Hafnarfirði í vor en flokkurinn vann þar stórsigur og fulltrúum fjölgaði úr tveimur í fjóra. „Ég held að það sé mikilvægt að hafa það í huga að Samfylkingin vill auðvitað bara breidd í sinni stjórn og þeim einstaklingum sem stíga fram. Það getur oft verið ágætt að vera með jafnvægi, hvað reynslu, aldur og búsetu varðar. Ég útiloka alls ekki að það geti komið fram í öðrum frambjóðanda sem kemur í varaformann. Mér finnst þetta alls ekki í andstöðu við endurnýjun ef fólk er bara með rétta hugarfarið,“ segir Kristrún. Flokksmenn séu áhugasamir um breyttar áherslur. „Miðað við þann hljómgrunn sem ég hef fundið meðal fólks að fólk er áhugasamt um nýjan fókus, fara aftur í kjarnann og einbeita sér að kjarnamálum jafnaðarmanna,“ segir Kristrún. „Ef þetta fer á þessa vegu eins og bendir til þá er þetta já, ákall um ákveðnar breytingar og við sem verðum þarna í fremstu línu tökum það verkefni mjög alvarlega.“ Samfylkingin Tengdar fréttir Guðmundur Árni í varaformann Samfylkingarinnar: „Ég er til í slaginn“ Guðmundur Árni Stefánsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til varaformanns Samfylkingarinnar. Hann vill leggja nýrri kynslóð jafnaðarmanna lið og segir þörf á skýrum áherslum í flokknum. 16. október 2022 14:46 Heiða Björg gefur ekki kost á sér áfram Heiða Björg Hilmisdóttir hefur tekið ákvörðun um að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi starfa sem varaformaður Samfylkingarinnar. Hún hefur gegnt hlutverkinu í sex ár. 16. október 2022 13:40 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Guðmundur Árni Stefánsson bæjarfulltrúi í Hafnarfirði tilkynnti í gær framboð til varaformanns Samfylkingarinnar, stuttu eftir að Heiða Björg Hilmidóttir, sem hefur verið varaformaður flokksins síðustu sex ár, tilkynnti að hún myndi ekki sækjast eftir endurkjöri en hún var nýlega kjörin formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. „Ég virði það bara við hana að hún hafi ákveðið að einbeita sér að því. Guðmundur Árni hefur svolítið sýnt að hann taki undir þau áhersluatriði sem ég hef talað fyrir, sem er vissulega mjög jákvætt,“ segir Kristrún Frostadóttir, frambjóðandi til formanns flokksins. Stjórnarkjör hjá Samfylkinguni fer fram 28. og 29. október og því enn möguleiki á að fleiri bjóði fram. Guðmundur hefur lengi starfað innan flokksins og áður Alþýðuflokksins en frá miðjum níunda áratugi hefur hann starfað í pólitík. Fyrst sem bæjarstjóri í Hafnarfirði, svo sem þingmaður og ráðherra og svo sem sendiherra. Guðmundur var þá oddviti flokksins í sveitarstjórnarkosningum í Hafnarfirði í vor en flokkurinn vann þar stórsigur og fulltrúum fjölgaði úr tveimur í fjóra. „Ég held að það sé mikilvægt að hafa það í huga að Samfylkingin vill auðvitað bara breidd í sinni stjórn og þeim einstaklingum sem stíga fram. Það getur oft verið ágætt að vera með jafnvægi, hvað reynslu, aldur og búsetu varðar. Ég útiloka alls ekki að það geti komið fram í öðrum frambjóðanda sem kemur í varaformann. Mér finnst þetta alls ekki í andstöðu við endurnýjun ef fólk er bara með rétta hugarfarið,“ segir Kristrún. Flokksmenn séu áhugasamir um breyttar áherslur. „Miðað við þann hljómgrunn sem ég hef fundið meðal fólks að fólk er áhugasamt um nýjan fókus, fara aftur í kjarnann og einbeita sér að kjarnamálum jafnaðarmanna,“ segir Kristrún. „Ef þetta fer á þessa vegu eins og bendir til þá er þetta já, ákall um ákveðnar breytingar og við sem verðum þarna í fremstu línu tökum það verkefni mjög alvarlega.“
Samfylkingin Tengdar fréttir Guðmundur Árni í varaformann Samfylkingarinnar: „Ég er til í slaginn“ Guðmundur Árni Stefánsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til varaformanns Samfylkingarinnar. Hann vill leggja nýrri kynslóð jafnaðarmanna lið og segir þörf á skýrum áherslum í flokknum. 16. október 2022 14:46 Heiða Björg gefur ekki kost á sér áfram Heiða Björg Hilmisdóttir hefur tekið ákvörðun um að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi starfa sem varaformaður Samfylkingarinnar. Hún hefur gegnt hlutverkinu í sex ár. 16. október 2022 13:40 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Guðmundur Árni í varaformann Samfylkingarinnar: „Ég er til í slaginn“ Guðmundur Árni Stefánsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til varaformanns Samfylkingarinnar. Hann vill leggja nýrri kynslóð jafnaðarmanna lið og segir þörf á skýrum áherslum í flokknum. 16. október 2022 14:46
Heiða Björg gefur ekki kost á sér áfram Heiða Björg Hilmisdóttir hefur tekið ákvörðun um að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi starfa sem varaformaður Samfylkingarinnar. Hún hefur gegnt hlutverkinu í sex ár. 16. október 2022 13:40