Fari eins og á horfist sé það ákall um breytingar hjá Samfylkingunni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. október 2022 12:32 Kristrún Frostadóttir, sem sækist eftir formennsku hjá Samfylkingunni, segir tíma til kominn á breytingar innan flokksins. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir, sem sækist eftir að verða næsti formaður Samfylkingarinnar, segir tíma kominn á breytingar innan flokksins og einblína þurfi á kjarnamál flokksins. Það stangist ekki á við umbótahugmyndir að eini frambjóðandinn til varaformanns sé með áratuga reynslu í stjórnmálum. Guðmundur Árni Stefánsson bæjarfulltrúi í Hafnarfirði tilkynnti í gær framboð til varaformanns Samfylkingarinnar, stuttu eftir að Heiða Björg Hilmidóttir, sem hefur verið varaformaður flokksins síðustu sex ár, tilkynnti að hún myndi ekki sækjast eftir endurkjöri en hún var nýlega kjörin formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. „Ég virði það bara við hana að hún hafi ákveðið að einbeita sér að því. Guðmundur Árni hefur svolítið sýnt að hann taki undir þau áhersluatriði sem ég hef talað fyrir, sem er vissulega mjög jákvætt,“ segir Kristrún Frostadóttir, frambjóðandi til formanns flokksins. Stjórnarkjör hjá Samfylkinguni fer fram 28. og 29. október og því enn möguleiki á að fleiri bjóði fram. Guðmundur hefur lengi starfað innan flokksins og áður Alþýðuflokksins en frá miðjum níunda áratugi hefur hann starfað í pólitík. Fyrst sem bæjarstjóri í Hafnarfirði, svo sem þingmaður og ráðherra og svo sem sendiherra. Guðmundur var þá oddviti flokksins í sveitarstjórnarkosningum í Hafnarfirði í vor en flokkurinn vann þar stórsigur og fulltrúum fjölgaði úr tveimur í fjóra. „Ég held að það sé mikilvægt að hafa það í huga að Samfylkingin vill auðvitað bara breidd í sinni stjórn og þeim einstaklingum sem stíga fram. Það getur oft verið ágætt að vera með jafnvægi, hvað reynslu, aldur og búsetu varðar. Ég útiloka alls ekki að það geti komið fram í öðrum frambjóðanda sem kemur í varaformann. Mér finnst þetta alls ekki í andstöðu við endurnýjun ef fólk er bara með rétta hugarfarið,“ segir Kristrún. Flokksmenn séu áhugasamir um breyttar áherslur. „Miðað við þann hljómgrunn sem ég hef fundið meðal fólks að fólk er áhugasamt um nýjan fókus, fara aftur í kjarnann og einbeita sér að kjarnamálum jafnaðarmanna,“ segir Kristrún. „Ef þetta fer á þessa vegu eins og bendir til þá er þetta já, ákall um ákveðnar breytingar og við sem verðum þarna í fremstu línu tökum það verkefni mjög alvarlega.“ Samfylkingin Tengdar fréttir Guðmundur Árni í varaformann Samfylkingarinnar: „Ég er til í slaginn“ Guðmundur Árni Stefánsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til varaformanns Samfylkingarinnar. Hann vill leggja nýrri kynslóð jafnaðarmanna lið og segir þörf á skýrum áherslum í flokknum. 16. október 2022 14:46 Heiða Björg gefur ekki kost á sér áfram Heiða Björg Hilmisdóttir hefur tekið ákvörðun um að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi starfa sem varaformaður Samfylkingarinnar. Hún hefur gegnt hlutverkinu í sex ár. 16. október 2022 13:40 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Guðmundur Árni Stefánsson bæjarfulltrúi í Hafnarfirði tilkynnti í gær framboð til varaformanns Samfylkingarinnar, stuttu eftir að Heiða Björg Hilmidóttir, sem hefur verið varaformaður flokksins síðustu sex ár, tilkynnti að hún myndi ekki sækjast eftir endurkjöri en hún var nýlega kjörin formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. „Ég virði það bara við hana að hún hafi ákveðið að einbeita sér að því. Guðmundur Árni hefur svolítið sýnt að hann taki undir þau áhersluatriði sem ég hef talað fyrir, sem er vissulega mjög jákvætt,“ segir Kristrún Frostadóttir, frambjóðandi til formanns flokksins. Stjórnarkjör hjá Samfylkinguni fer fram 28. og 29. október og því enn möguleiki á að fleiri bjóði fram. Guðmundur hefur lengi starfað innan flokksins og áður Alþýðuflokksins en frá miðjum níunda áratugi hefur hann starfað í pólitík. Fyrst sem bæjarstjóri í Hafnarfirði, svo sem þingmaður og ráðherra og svo sem sendiherra. Guðmundur var þá oddviti flokksins í sveitarstjórnarkosningum í Hafnarfirði í vor en flokkurinn vann þar stórsigur og fulltrúum fjölgaði úr tveimur í fjóra. „Ég held að það sé mikilvægt að hafa það í huga að Samfylkingin vill auðvitað bara breidd í sinni stjórn og þeim einstaklingum sem stíga fram. Það getur oft verið ágætt að vera með jafnvægi, hvað reynslu, aldur og búsetu varðar. Ég útiloka alls ekki að það geti komið fram í öðrum frambjóðanda sem kemur í varaformann. Mér finnst þetta alls ekki í andstöðu við endurnýjun ef fólk er bara með rétta hugarfarið,“ segir Kristrún. Flokksmenn séu áhugasamir um breyttar áherslur. „Miðað við þann hljómgrunn sem ég hef fundið meðal fólks að fólk er áhugasamt um nýjan fókus, fara aftur í kjarnann og einbeita sér að kjarnamálum jafnaðarmanna,“ segir Kristrún. „Ef þetta fer á þessa vegu eins og bendir til þá er þetta já, ákall um ákveðnar breytingar og við sem verðum þarna í fremstu línu tökum það verkefni mjög alvarlega.“
Samfylkingin Tengdar fréttir Guðmundur Árni í varaformann Samfylkingarinnar: „Ég er til í slaginn“ Guðmundur Árni Stefánsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til varaformanns Samfylkingarinnar. Hann vill leggja nýrri kynslóð jafnaðarmanna lið og segir þörf á skýrum áherslum í flokknum. 16. október 2022 14:46 Heiða Björg gefur ekki kost á sér áfram Heiða Björg Hilmisdóttir hefur tekið ákvörðun um að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi starfa sem varaformaður Samfylkingarinnar. Hún hefur gegnt hlutverkinu í sex ár. 16. október 2022 13:40 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Guðmundur Árni í varaformann Samfylkingarinnar: „Ég er til í slaginn“ Guðmundur Árni Stefánsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til varaformanns Samfylkingarinnar. Hann vill leggja nýrri kynslóð jafnaðarmanna lið og segir þörf á skýrum áherslum í flokknum. 16. október 2022 14:46
Heiða Björg gefur ekki kost á sér áfram Heiða Björg Hilmisdóttir hefur tekið ákvörðun um að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi starfa sem varaformaður Samfylkingarinnar. Hún hefur gegnt hlutverkinu í sex ár. 16. október 2022 13:40