Versti kúnninn í áratugalangri sögu Balthazar Árni Sæberg skrifar 17. október 2022 23:49 James Corden fær aldrei að borða á Balthazar aftur. Dave J Hogan/Getty Images Grínistinn James Corden hefur verið settur í straff af eiganda Balthazar, eins þekktasta veitingahúss New York borgar. Hann segir Corden vera versta kúnnann í 25 ára langri sögu staðarins. „James Corden er gríðarlega hæfileikaríkur grínisti, en pínulítið gerpi,“ segir Keith McNally, goðsögn í veitingabransa New York og eigandi Balthazar, í langri færslu á Instagram. Hann segir Corden vera þann viðskiptavin sem komið hefur verst fram við starfsfólk veitingahússins. View this post on Instagram A post shared by Keith McNally (@keithmcnallynyc) Hann segist ekki oft hafa meinað fólki að koma aftur á veitingastaði sína en það hafi hann gert í dag, sér til lítillar ánægju. Hann deilir tveimur sögum af hegðun Cordens og segir hann hafa hegðað sér með sambærilegum hætti oftar. „Færðu okkur annan umgang samstundis“ Í fyrsta lagi deilir hann sögu af því þegar Corden sagðist hafa fundið hár í matnum sínum, eftir að hafa borðað allan aðalréttinn. Slíka hegðun segir McNally djöfullega en allt of algenga. „Færðu okkur annan umgang á stundinni. Og ég ætla ekki að greiða fyrir neina drykki sem við höfum drukkið nú þegar. Annars skrifa ég andstyggilega umfjöllun um staðinn á netinu,“ hefur McNally eftir Corden. Þá segir hann framkomu grínistans gagnvart yfirmanni á Balthazar hafa verið einstaklega illkvitna. „Á ég ekki bara að koma inn í eldhús og elda eggjabökuna sjálfur?“ Þá segir McNally að Corden hafi komið á Balthazar nýverið ásamt eiginkonu sinni. Eiginkona hans hafi pantað eggjaböku án eggjahvítu ásamt salati. Þegar hann hafi fundið örðu af eggjahvítu í bökunni hafi hann heimtað að fá nýja. Starfsfólk Balthazar varð við beiðninni en gerði þau hræðilegu mistök að framreiða bökuna með frönskum í stað salats. „Þið eruð vanhæf í starfi. Á ég ekki bara að koma inn í eldhús og elda eggjabökuna sjálfur?“ á Corden þá að hafa öskrað á starfsfólkið. Bandaríkin Hollywood Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Fleiri fréttir Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Sjá meira
„James Corden er gríðarlega hæfileikaríkur grínisti, en pínulítið gerpi,“ segir Keith McNally, goðsögn í veitingabransa New York og eigandi Balthazar, í langri færslu á Instagram. Hann segir Corden vera þann viðskiptavin sem komið hefur verst fram við starfsfólk veitingahússins. View this post on Instagram A post shared by Keith McNally (@keithmcnallynyc) Hann segist ekki oft hafa meinað fólki að koma aftur á veitingastaði sína en það hafi hann gert í dag, sér til lítillar ánægju. Hann deilir tveimur sögum af hegðun Cordens og segir hann hafa hegðað sér með sambærilegum hætti oftar. „Færðu okkur annan umgang samstundis“ Í fyrsta lagi deilir hann sögu af því þegar Corden sagðist hafa fundið hár í matnum sínum, eftir að hafa borðað allan aðalréttinn. Slíka hegðun segir McNally djöfullega en allt of algenga. „Færðu okkur annan umgang á stundinni. Og ég ætla ekki að greiða fyrir neina drykki sem við höfum drukkið nú þegar. Annars skrifa ég andstyggilega umfjöllun um staðinn á netinu,“ hefur McNally eftir Corden. Þá segir hann framkomu grínistans gagnvart yfirmanni á Balthazar hafa verið einstaklega illkvitna. „Á ég ekki bara að koma inn í eldhús og elda eggjabökuna sjálfur?“ Þá segir McNally að Corden hafi komið á Balthazar nýverið ásamt eiginkonu sinni. Eiginkona hans hafi pantað eggjaböku án eggjahvítu ásamt salati. Þegar hann hafi fundið örðu af eggjahvítu í bökunni hafi hann heimtað að fá nýja. Starfsfólk Balthazar varð við beiðninni en gerði þau hræðilegu mistök að framreiða bökuna með frönskum í stað salats. „Þið eruð vanhæf í starfi. Á ég ekki bara að koma inn í eldhús og elda eggjabökuna sjálfur?“ á Corden þá að hafa öskrað á starfsfólkið.
Bandaríkin Hollywood Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Fleiri fréttir Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Sjá meira