Kynnti stefnu og ráðherrana í nýrri ríkisstjórn Atli Ísleifsson skrifar 18. október 2022 08:36 Hinn 58 ára Ulf Kristersson hefur stýrt hægriflokknum Moderaterna frá árinu 2017. Getty Ulf Kristersson, nýr forsætisráðherra Svíþjóðar, kynnti í morgun stjórnarsáttmálann og ráðherrana í ríkisstjórn sinni. Þrettán ráðherrar koma úr röðum Moderaterna, fimm úr röðum Kristilegra demókrata og sömuleiðis fimm úr röðum Frjálslyndra. Ebba Busch, formaður Kristilegra demókrata, verður viðskiptaráðherra og aðstoðarforsætisráðherra. Tobias Billström, þingmaður Moderaterna fyrrverandi ráðherra innflytjendamála (2006 til 2014) verður utanríkisráðherra og Johan Pehrson, formaður Frjálslyndra verður ráðherra málefna vinnumarkaðs og aðlögunar. Ebba Busch verður nýr viðskiptaráðherra og aðstoðarforsætisráðherra.EPA Þá vekur það athygli að hin 26 ára Romina Pormoukhtari frá Frjálslyndum verður ráðherra umhverfis- og loftslagsmála og verður þar með yngsti ráðherrann í sögu Svíþjóðar. Sænska þingið staðfesti í gær Kristersson í embætti forsætisráðherra og mun hann leiða þriggja flokka ríkisstjórn Moderaterna, Kristilegra demókrata og Frjálslyndra. Svíþjóðardemókratar, sem er nú stærsti flokkurinn á hægri væng stjórnmálanna, mun verja hana vantrausti. Alls greiddu 176 þingmenn atkvæði með tillögunni, en 173 gegn. Kristersson sagði meðal annars að til stæði að koma upp sérstöku þjóðaröryggisráði, að gripið verði til aðgerða til að stemma stigu við tíðar skotárásir í landinu og starfsemi glæpagengja. Þá sagði hann ríkisstjórnina einnig munu gera breytingar á stefnu landsins í orkumálum, dómskerfinu, lífeyrismálum og á vinnumarkaði. Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Ulf Kristersson nýr forsætisráðherra Svíþjóðar Ulf Kristersson, formaður sænska hægriflokksins Moderaterna, er nýr forsætisráðherra Svíþjóðar. Þetta varð ljóst eftir atkvæðagreiðslu í sænska þinginu um tillögu þingforsetans Andreas Norlén í morgun. 17. október 2022 10:05 Þriggja flokka stjórn sem Svíþjóðardemókratar verja vantrausti Borgaralegu flokkarnir í sænskum stjórnmálum hafa náð saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar undir forystu Ulf Kristersson, formanns Moderaterna. Ríkisstjórnin mun samanstanda af ráðherrum úr röðum Moderaterna, Kristilegra demókrata og Frjálslyndra. Svíþjóðardemókratar munu ekki eiga sæti í ríkisstjórninni en verja stjórnina vantrausti. 14. október 2022 08:14 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Þrettán ráðherrar koma úr röðum Moderaterna, fimm úr röðum Kristilegra demókrata og sömuleiðis fimm úr röðum Frjálslyndra. Ebba Busch, formaður Kristilegra demókrata, verður viðskiptaráðherra og aðstoðarforsætisráðherra. Tobias Billström, þingmaður Moderaterna fyrrverandi ráðherra innflytjendamála (2006 til 2014) verður utanríkisráðherra og Johan Pehrson, formaður Frjálslyndra verður ráðherra málefna vinnumarkaðs og aðlögunar. Ebba Busch verður nýr viðskiptaráðherra og aðstoðarforsætisráðherra.EPA Þá vekur það athygli að hin 26 ára Romina Pormoukhtari frá Frjálslyndum verður ráðherra umhverfis- og loftslagsmála og verður þar með yngsti ráðherrann í sögu Svíþjóðar. Sænska þingið staðfesti í gær Kristersson í embætti forsætisráðherra og mun hann leiða þriggja flokka ríkisstjórn Moderaterna, Kristilegra demókrata og Frjálslyndra. Svíþjóðardemókratar, sem er nú stærsti flokkurinn á hægri væng stjórnmálanna, mun verja hana vantrausti. Alls greiddu 176 þingmenn atkvæði með tillögunni, en 173 gegn. Kristersson sagði meðal annars að til stæði að koma upp sérstöku þjóðaröryggisráði, að gripið verði til aðgerða til að stemma stigu við tíðar skotárásir í landinu og starfsemi glæpagengja. Þá sagði hann ríkisstjórnina einnig munu gera breytingar á stefnu landsins í orkumálum, dómskerfinu, lífeyrismálum og á vinnumarkaði.
Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Ulf Kristersson nýr forsætisráðherra Svíþjóðar Ulf Kristersson, formaður sænska hægriflokksins Moderaterna, er nýr forsætisráðherra Svíþjóðar. Þetta varð ljóst eftir atkvæðagreiðslu í sænska þinginu um tillögu þingforsetans Andreas Norlén í morgun. 17. október 2022 10:05 Þriggja flokka stjórn sem Svíþjóðardemókratar verja vantrausti Borgaralegu flokkarnir í sænskum stjórnmálum hafa náð saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar undir forystu Ulf Kristersson, formanns Moderaterna. Ríkisstjórnin mun samanstanda af ráðherrum úr röðum Moderaterna, Kristilegra demókrata og Frjálslyndra. Svíþjóðardemókratar munu ekki eiga sæti í ríkisstjórninni en verja stjórnina vantrausti. 14. október 2022 08:14 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Ulf Kristersson nýr forsætisráðherra Svíþjóðar Ulf Kristersson, formaður sænska hægriflokksins Moderaterna, er nýr forsætisráðherra Svíþjóðar. Þetta varð ljóst eftir atkvæðagreiðslu í sænska þinginu um tillögu þingforsetans Andreas Norlén í morgun. 17. október 2022 10:05
Þriggja flokka stjórn sem Svíþjóðardemókratar verja vantrausti Borgaralegu flokkarnir í sænskum stjórnmálum hafa náð saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar undir forystu Ulf Kristersson, formanns Moderaterna. Ríkisstjórnin mun samanstanda af ráðherrum úr röðum Moderaterna, Kristilegra demókrata og Frjálslyndra. Svíþjóðardemókratar munu ekki eiga sæti í ríkisstjórninni en verja stjórnina vantrausti. 14. október 2022 08:14