Varðhald staðfest og sakborningur tryggir sér þjónustu Sveins Andra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. október 2022 15:43 Sveinn Andri er nýr verjandi annars karlmannsins sem er grunaður um hryðjuverk. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti í dag fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir tveimur karlmönnum sem grunaðir eru um að hyggja á hryðjuverk. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari við fréttastofu. Karlmennirnir voru báðir úrskurðaðir í fjögurra vikna varðhald á föstudag í Héraðsdómi Reykjavíkur. Verjendur beggja kærðu úrskurðinn til Landsréttar sem komst að niðurstöðu sinni í dag. Fram kom á dögunum að karlmennirnir tveir hefðu í samtölum sín á milli haft í flimtingum að bana sósíalistunum Gunnari Smára Egilssyni og Sólveigu Önnu Jónsdóttur. Þá komu nöfn þingmanna og fyrrverandi þingmanna Pírata upp í samtölum þeirra. Í gær kom svo fram að karlmennirnir hefðu rætt sín á milli um að myrða Guðlaug Þór Þórðarson umhverfisráðherra. Töldu þeir að Guðlaugur Þór væri utanríkisráðherra. Þá hefur lögregla greint frá því að karlmennirnir hefðu rætt að drepa lögreglumenn á árshátíð lögreglumanna. Ólafur Þór héraðssaksóknari segir rannsókninni miða ágætlega. Töluvert af mannskap sinnir rannsókninni. Starfsfólk frá héraðssaksóknara, lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og ríkislögreglustjóra. Annar sakborningurinn hefur óskað eftir verjendaskiptum. Sveinn Andri Sveinsson hefur tekið við sem verjandi af Ómari Erni Bjarnþórssyni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er Sveinn Andri kunnur fjölskyldu hins grunaða. Einar Oddur Sigurðsson er verjandi hins mannsins. Geðlæknir mun framkvæma geðmat á karlmönnunum tveimur með viðtölum og prófum. Þá verða skilaboð mannanna skoðuð og alvarleiki þeirra metinn. Geðlæknir mun sömuleiðis skila sakhæfismati. Lögreglumál Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Fleiri fréttir Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Sjá meira
Karlmennirnir voru báðir úrskurðaðir í fjögurra vikna varðhald á föstudag í Héraðsdómi Reykjavíkur. Verjendur beggja kærðu úrskurðinn til Landsréttar sem komst að niðurstöðu sinni í dag. Fram kom á dögunum að karlmennirnir tveir hefðu í samtölum sín á milli haft í flimtingum að bana sósíalistunum Gunnari Smára Egilssyni og Sólveigu Önnu Jónsdóttur. Þá komu nöfn þingmanna og fyrrverandi þingmanna Pírata upp í samtölum þeirra. Í gær kom svo fram að karlmennirnir hefðu rætt sín á milli um að myrða Guðlaug Þór Þórðarson umhverfisráðherra. Töldu þeir að Guðlaugur Þór væri utanríkisráðherra. Þá hefur lögregla greint frá því að karlmennirnir hefðu rætt að drepa lögreglumenn á árshátíð lögreglumanna. Ólafur Þór héraðssaksóknari segir rannsókninni miða ágætlega. Töluvert af mannskap sinnir rannsókninni. Starfsfólk frá héraðssaksóknara, lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og ríkislögreglustjóra. Annar sakborningurinn hefur óskað eftir verjendaskiptum. Sveinn Andri Sveinsson hefur tekið við sem verjandi af Ómari Erni Bjarnþórssyni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er Sveinn Andri kunnur fjölskyldu hins grunaða. Einar Oddur Sigurðsson er verjandi hins mannsins. Geðlæknir mun framkvæma geðmat á karlmönnunum tveimur með viðtölum og prófum. Þá verða skilaboð mannanna skoðuð og alvarleiki þeirra metinn. Geðlæknir mun sömuleiðis skila sakhæfismati.
Lögreglumál Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Fleiri fréttir Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Sjá meira